Réttarhöld hefjast í máli Bonnesen Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2022 08:03 Hin dansk-sænska Birgitte Bonnesen var forstjóri Swedbank á árunum 2016 til 2019. áður hafði hún meðal annars stýrt starfsemi útibúa bankans í Eystrasaltslöndunum. Getty Réttarhöld hefjast í dag í máli Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra sænska stórbankans Swedbank, í Svíþjóð. Bonnesen er meðal annars ákærð fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum. Upp komst um málið í fréttaskýringaþætti SVT, Uppdrag granskning, í febrúar 2019. Hlutabréf í bankanum féllu um rúmlega tuttugu prósent eftir að upp komst um málið. Málið þykir einstakt en Bonnesen er fyrsti fyrrverandi forstjóri sænsks stórbanka sem dreginn er fyrir dóm í marga áratugi. Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar tók málið til rannsóknar eftir sýningu þáttarins og var ákæra birt í janúar á þessu ári. Í ákæru segir að Birgitte Bonnesen eigi að hafa dreift villandi upplýsingum um aðgerðir Swedbankans til að koma í veg fyrir og tilkynna að grunur væri um peningaþvætti í útibúi bankans í Eistlandi. Bonnesen er sömuleiðis ákærð fyrir innherjasvik þar sem hún eigi að hafa upplýst stærsta eiganda bankans um hvað kæmi fram í þætti Uppdrag granskning áður en hann var sýndur og þá áður en upplýsingarnar urðu opinberar. Bonnesen, sem var forstjóri Swedbank á árunum 2016 til 2019, neitar sök í málinu. Áætlað er að réttarhöld standi í átta vikur. Verði Bonnesen fundin sek á hún yfir höfði sér milli sex mánaða og sex ára fangelsi. Svíþjóð Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Bonnesen ákærð fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur ákært hina dönsku Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun í tengslum við rannsókn á peningasvættisrannsókn sem tengir anga sína til Eistlands. 4. janúar 2022 13:33 Stjórnarformaður Swedbank segir af sér vegna peningaþvættishneykslis Talið er að tugi þúsunda milljarða króna hafi verið þvættaðar í gegnum sænska bankann Swedbank frá 2010 til 2016. 5. apríl 2019 07:38 Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Upp komst um málið í fréttaskýringaþætti SVT, Uppdrag granskning, í febrúar 2019. Hlutabréf í bankanum féllu um rúmlega tuttugu prósent eftir að upp komst um málið. Málið þykir einstakt en Bonnesen er fyrsti fyrrverandi forstjóri sænsks stórbanka sem dreginn er fyrir dóm í marga áratugi. Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar tók málið til rannsóknar eftir sýningu þáttarins og var ákæra birt í janúar á þessu ári. Í ákæru segir að Birgitte Bonnesen eigi að hafa dreift villandi upplýsingum um aðgerðir Swedbankans til að koma í veg fyrir og tilkynna að grunur væri um peningaþvætti í útibúi bankans í Eistlandi. Bonnesen er sömuleiðis ákærð fyrir innherjasvik þar sem hún eigi að hafa upplýst stærsta eiganda bankans um hvað kæmi fram í þætti Uppdrag granskning áður en hann var sýndur og þá áður en upplýsingarnar urðu opinberar. Bonnesen, sem var forstjóri Swedbank á árunum 2016 til 2019, neitar sök í málinu. Áætlað er að réttarhöld standi í átta vikur. Verði Bonnesen fundin sek á hún yfir höfði sér milli sex mánaða og sex ára fangelsi.
Svíþjóð Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Bonnesen ákærð fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur ákært hina dönsku Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun í tengslum við rannsókn á peningasvættisrannsókn sem tengir anga sína til Eistlands. 4. janúar 2022 13:33 Stjórnarformaður Swedbank segir af sér vegna peningaþvættishneykslis Talið er að tugi þúsunda milljarða króna hafi verið þvættaðar í gegnum sænska bankann Swedbank frá 2010 til 2016. 5. apríl 2019 07:38 Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bonnesen ákærð fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur ákært hina dönsku Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun í tengslum við rannsókn á peningasvættisrannsókn sem tengir anga sína til Eistlands. 4. janúar 2022 13:33
Stjórnarformaður Swedbank segir af sér vegna peningaþvættishneykslis Talið er að tugi þúsunda milljarða króna hafi verið þvættaðar í gegnum sænska bankann Swedbank frá 2010 til 2016. 5. apríl 2019 07:38
Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51