OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2022 10:36 Olíuframleiðendur eru sagðir óttast að versanandi efnahagsástand muni leiða til minni eftirspurnar og lægra verðs. EPA/HENRY CHIRINOS Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. Sérfræðingar segja líklegt að framleiðsluskerðingin verði minnst ein milljón tunna á dag eða allt að tvær milljónir, sem samsvarar um tveimur prósentum af heimsframleiðslu á olíu, samkvæmt frétt New York Times. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Erindrekar Bandaríkjanna eru sagðir vinna hörðum höndum að því að reyna að koma í veg fyrir mikla framleiðsluskerðingu. Þessi viðleitni hefur, samkvæmt frétt CNN, að mestu beinst að Kúveit, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Sádi-Arabíu, sem er í raun talinn leiða ríkjabandalagið. Þar á bæ vilja menn þó halda nánum samskiptum við Rússland og hafa lýst yfir áhyggjum af því versnandi efnahagsástand á heimsvísu muni leiða til verðlækkunar. Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að beta Rússa hertum refsiaðgerðum og þar á meðal að setja hámarksverð á olíukaup frá Rússlandi. Ekki liggur enn fyrir í hverju refsiaðgerðirnar felast og stendur til að kynna þær seinna í vikunni. Fyrir var búið að taka ákvörðun um að banna kaup á flestum olíuvörum Rússa og þannig þvinga þá til að selja olíu ódýrar til annarra ríkja. Bandaríkjamenn beita þrýstingi Sérfræðingar sem ræddu við NYT segja líklegt að ráðamenn í Moskvu vilji nota tengsl sín við Sádi-Arabíu til að draga úr olíuframleiðslu með því markmiði að ná höggi á Vesturlönd og gera þeim erfiðara að refsa Rússum fyrir innrás þeirra í Úkraínu. Bandaríkjamenn vilja hins vegar að olíuverð hækki. Það muni leiða til aukins hagvaxtar og lægra verðs fyrir neytendur um heiminn allan. Hækkandi olíuverð myndi koma Joe Biden, forseta Bandaríkjanna og Demókrötum sérstaklega illa svo stuttu fyrir þingkosningar, sem fara fram í nóvember. Ríkisstjórn hans varði miklu púðri í að draga úr olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu og hefur það skilað árangri í Bandaríkjunum. Verð hefur þó byrjað að hækka á nýjan leik. Bensín og olía Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Sérfræðingar segja líklegt að framleiðsluskerðingin verði minnst ein milljón tunna á dag eða allt að tvær milljónir, sem samsvarar um tveimur prósentum af heimsframleiðslu á olíu, samkvæmt frétt New York Times. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Erindrekar Bandaríkjanna eru sagðir vinna hörðum höndum að því að reyna að koma í veg fyrir mikla framleiðsluskerðingu. Þessi viðleitni hefur, samkvæmt frétt CNN, að mestu beinst að Kúveit, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Sádi-Arabíu, sem er í raun talinn leiða ríkjabandalagið. Þar á bæ vilja menn þó halda nánum samskiptum við Rússland og hafa lýst yfir áhyggjum af því versnandi efnahagsástand á heimsvísu muni leiða til verðlækkunar. Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að beta Rússa hertum refsiaðgerðum og þar á meðal að setja hámarksverð á olíukaup frá Rússlandi. Ekki liggur enn fyrir í hverju refsiaðgerðirnar felast og stendur til að kynna þær seinna í vikunni. Fyrir var búið að taka ákvörðun um að banna kaup á flestum olíuvörum Rússa og þannig þvinga þá til að selja olíu ódýrar til annarra ríkja. Bandaríkjamenn beita þrýstingi Sérfræðingar sem ræddu við NYT segja líklegt að ráðamenn í Moskvu vilji nota tengsl sín við Sádi-Arabíu til að draga úr olíuframleiðslu með því markmiði að ná höggi á Vesturlönd og gera þeim erfiðara að refsa Rússum fyrir innrás þeirra í Úkraínu. Bandaríkjamenn vilja hins vegar að olíuverð hækki. Það muni leiða til aukins hagvaxtar og lægra verðs fyrir neytendur um heiminn allan. Hækkandi olíuverð myndi koma Joe Biden, forseta Bandaríkjanna og Demókrötum sérstaklega illa svo stuttu fyrir þingkosningar, sem fara fram í nóvember. Ríkisstjórn hans varði miklu púðri í að draga úr olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu og hefur það skilað árangri í Bandaríkjunum. Verð hefur þó byrjað að hækka á nýjan leik.
Bensín og olía Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent