Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. október 2022 12:30 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. vísir Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. Á hverjum ársfjórðungi mælir Maskína ánægju fólks með störf ríkisstjórnarinnar. Hún mældist sérstaklega mikil undir lok síðasta kjörtímabils og sögðust 46 prósent sátt við störf síðustu ríkisstjórnar á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Ánægjan mældist tæplega fjörutíu prósent undir lok síðasta árs - eftir myndun endurnýjaðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Eftir það fer hins vegar að halla undan fæti. Ánægjan mældist um 26 prósent í vor og í nýjustu könnun Maskínu, sem var gerð í lok september, var hún enn einungis 26 prósent. Við kynningu á stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vintstri Grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í fyrra. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dalað síðan þá.vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðninginn orðinn ansi lítinn. „Og hlýtur að vera farinn að vera óþægilega lítill. Þegar rétt ríflega fjórðungur landsmanna segist styðja stjórnina er það nú fremur dapurlegt fyrir svona breiða og stóra ríkisstjórn.“ Að einhverju leyti hafi þó verið viðbúið að erfiðleikar í samstarfinu kæmu betur í ljós eftir faraldurinn. „Það var ákveðin samstaða sem birtist í faraldrinum á sínum tíma og þá fylkti þjóðin sér á bak við stjórnvöld. En þegar hlutirnir eru orðnir eðlilegri koma brestirnir í stjórnarsamstarfinu einfaldlega fram og óþoloð magnast. Þannig það kemur ekki á óvart að stuðningur dali við ríkisstjórn sem er svona samsett; nær endanna á milli í pólitísku tilliti og ætti svona að einhverju leyti í eðlilegu árferði að vera ólíkleg til að ganga til langframa,“ segir Eríkur. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar eru nokkur umdeild mál á dagskrá í vetur. Til dæmis útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu á neysluskömmtum fíkniefna sem hefur velkst um á síðustu árum. Eíríkur segir erfitt fyrir ríkisstjórnina að fara inn í veturinn með svo lítinn stuðning og telur aukin átök fram undan. „Það eru viðsjár í efnahagslífinu og ýmis mál sem kljúfa þessa flokka eru núna í forgrunni. Svo er það einfaldlega þannig að þrátt fyrir að það sé ekki langt frá síðustu kosningum er ekki langt í upptaktinn að næstu kosningabaráttu og þá fara flokkarnir að stilla sér upp á nýjan leik. Þannig að aukin átök eru fram undan innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Eiríkur. Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Á hverjum ársfjórðungi mælir Maskína ánægju fólks með störf ríkisstjórnarinnar. Hún mældist sérstaklega mikil undir lok síðasta kjörtímabils og sögðust 46 prósent sátt við störf síðustu ríkisstjórnar á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Ánægjan mældist tæplega fjörutíu prósent undir lok síðasta árs - eftir myndun endurnýjaðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Eftir það fer hins vegar að halla undan fæti. Ánægjan mældist um 26 prósent í vor og í nýjustu könnun Maskínu, sem var gerð í lok september, var hún enn einungis 26 prósent. Við kynningu á stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vintstri Grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í fyrra. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dalað síðan þá.vísir/Vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðninginn orðinn ansi lítinn. „Og hlýtur að vera farinn að vera óþægilega lítill. Þegar rétt ríflega fjórðungur landsmanna segist styðja stjórnina er það nú fremur dapurlegt fyrir svona breiða og stóra ríkisstjórn.“ Að einhverju leyti hafi þó verið viðbúið að erfiðleikar í samstarfinu kæmu betur í ljós eftir faraldurinn. „Það var ákveðin samstaða sem birtist í faraldrinum á sínum tíma og þá fylkti þjóðin sér á bak við stjórnvöld. En þegar hlutirnir eru orðnir eðlilegri koma brestirnir í stjórnarsamstarfinu einfaldlega fram og óþoloð magnast. Þannig það kemur ekki á óvart að stuðningur dali við ríkisstjórn sem er svona samsett; nær endanna á milli í pólitísku tilliti og ætti svona að einhverju leyti í eðlilegu árferði að vera ólíkleg til að ganga til langframa,“ segir Eríkur. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar eru nokkur umdeild mál á dagskrá í vetur. Til dæmis útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu á neysluskömmtum fíkniefna sem hefur velkst um á síðustu árum. Eíríkur segir erfitt fyrir ríkisstjórnina að fara inn í veturinn með svo lítinn stuðning og telur aukin átök fram undan. „Það eru viðsjár í efnahagslífinu og ýmis mál sem kljúfa þessa flokka eru núna í forgrunni. Svo er það einfaldlega þannig að þrátt fyrir að það sé ekki langt frá síðustu kosningum er ekki langt í upptaktinn að næstu kosningabaráttu og þá fara flokkarnir að stilla sér upp á nýjan leik. Þannig að aukin átök eru fram undan innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Eiríkur.
Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira