Hafðu hátt, taktu pláss… en ekki vera hávær frekja! Thelma Kristín Kvaran skrifar 6. október 2022 16:30 Kæra kona…. Ekki hreyfa hendurnar svona þegar þú talar, því þá mun enginn karlmaður taka mark á þér! Talaðu með dýpri röddu því þá tekur fólk betur mark á þér! Ætlar þú BARA að taka sex mánaða fæðingarorlof? Ekki vera svona tilfinningarík! Ertu nokkuð að fara að eignast börn strax? Þú ert nú meiri frekjan! Þetta er of mikið álagsstarf fyrir konu með ung börn! Mikið ertu vel gift og ofdekruð að eiga mann sem sækir börnin á leikskólann, verslar inn og eldar! Hver sér um börnin þegar þau verða veik? Hvað finnst manninum þínum um að þú þénir meira en hann? Af hverju varstu að eignast svona mörg börn? – Þú ert alltaf í vinnunni! Þú veist að konur í dag geta ekki unnið úti, haldið gott heimili og alið upp góð börn! Þegar ég var á þínum aldri sá ég sjálf um að þrífa heimilið! Hefurðu næga aðstoð frá öðrum í fjölskyldunni með börnin? Æææ, greyið hann. Honum á eftir að leiðast svo mikið í svona löngu fæðingarorlofi! Mikið áttu góðan mann! Það myndu ekki allir una því að konan þeirra ynni svona mikið! Ég hef lengi velt því fyrir mér af hverju konur eru í svona miklum minnihluta í stöðum forstjóra á Íslandi, en í dag eru þær ekki nema 24%. Þá eru konur einnig í miklum minnihluta í hópi umsækjenda um slík störf. Ætli það sé áhugaleysi? Eru kannski ekkert svo margar konur sem vilja verða forstjórar? Ég neita að trúa því og er sannfærð um að margar aðrar ástæður liggi að baki. Við höfum flest heyrt talað um að konur sæki síður um ef þær telji sig ekki uppfylla öll skilyrðin í auglýsingunni. Það má alveg vera, enda er okkur kennt að fylgja reglum allt frá barnæsku og hafa rannsóknir sýnt að stelpur séu gjarnari að fylgja reglum heldur en strákar, þó það sé að sjálfsögðu ekki algilt. Ég hef einnig heyrt konur lýsa að þeim finnist varla taka því lengur að sækja um starf forstjóra, því sagan sýni að karl er oftast ráðinn. Hins vegar er það nokkuð ljóst að líkurnar að kona fái starfið minnka ef þær sækja ekki um. Eftir að hafa átt mörg samtöl við vinkonur og konur úr atvinnulífinu, er eitt sem er áberandi á milli flestra, það er samviskubitið sem margar finna fyrir ef þær hafa eytt miklum tíma í vinnu eða sett starfsframann ofarlega á forgangslistann. Ég ákvað því að spyrja konur úr atvinnulífinu eftirfarandi spurningar: Hvað hefur verið sagt við ykkur (eða hvaða „ráð“ hafið þið fengið) á vinnustað eða annars staðar, í tengslum við starfið ykkar, starfsþróun, menntun eða annað, sem ekki er sagt við karla? Setningarnar hér að ofan voru eingöngu brot af því sem ég fékk sent. En hvað hafa þessar setningar með þetta samviskubit að gera? Ef kona vinnur mikið, þá fær hún neikvæðar athugasemdir sem gefa í skyn eða láta henni líða eins og hún sé slæm móðir eða maki. En ef karl vinnur mikið þá er hann t.d. kallaður duglegur eða öflugur. Því miður er það of oft þannig að konur taka oftar þessa svokölluðu þriðju vakt heimilisins með þeirri hugrænu byrði (e. mental load) sem henni fylgir. Þessi byrði hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra, framgang í starfi og veldur aukinni streitu og stuðlar að kulnun. Það hefur blessunarlega orðið vitundarvakning í þessum málum á undanförnum árum og hefur verið gaman að sjá fleiri karlmenn verða meðvitaðri og þá sérstaklega yngri menn. En betur má ef duga skal! Á meðan ójafnvægi ríkir milli karla og kvenna inni á heimilum mun jafnrétti ekki nást fyrir utan það. Það er nógu erfitt að þurfa að sinna þessu, ofan á krefjandi starf og því hjálpa svona athugasemdir ekki. Eigum við ekki að breyta því hvernig við tölum við hvort annað? Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar – Jafnrétti er ákvörðun! Jafnvægisvog FKA er unnin í samstarfi með forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TBWA og Ríkisútvarpinu. Þátttakendur í Jafnvægisvoginni eru 200 talsins, en öll fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta skráð sig til þátttöku og heitið því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar um að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar Árleg ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Jafnrétti er ákvörðun, fer fram miðvikudaginn 12. október klukkan 12:00, og verður streymt í beinni útsendingu á www.ruv.is. Við fáum fróðleg erindi frá fólki úr atvinnulífinu auk þess sem veittar verða viðurkenningar til þeirra aðila sem eru þátttakendur í Jafnvægisvoginni og hafa náð að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar. Skráning er hafin á heimasíðu Jafnvægisvogarinnar: www.jafnvaegisvogin.is og er aðgangur ókeypis. Að lokum vil ég enda á uppbyggilegum og jákvæðum setningum sem við getum notað í stað þeirra hér að ofan. Ég er sannfærð um að ef við förum að nota hvetjandi orðalag í stað þess sem rífur aðra niður þá munum við sjá fleiri konur taka af skarið og sækjast eftir stærri störfum! Kæra kona… Þú ert svo drífandi! Þú ert öflug! Þú ert að standa þig svo vel! Ég dáist að þér! Þú og maki þinn eruð svo flott teymi! Þitt framlag á stóran þátt í árangri fyrirtækisins! Það hefur verið svo gaman að fylgjast með þér ná árangri! Ég dáist að vinnueðli þínu! Ég er stolt/ur af þér! Þú ert svo hæfileikarík! Þú ert leiðtogi! Þú gefur svo góð ráð! Þú ert svo góð fyrirmynd! Það er aðdáunarvert að sjá hversu vel þér tekst að sinna fjölskyldunni samhliða krefjandi starfi! Gerðu það sem þér líður best með! (aðstoð með þrif, au-pair, stutt fæðingarorlof, langt fæðingarorlof, vinna heima, vilja verða stjórnandi, vilja ekki verða stjórnandi) Höfundur er meðeigandi og sérfræðingur í ráðningum hjá Intellecta og verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Kæra kona…. Ekki hreyfa hendurnar svona þegar þú talar, því þá mun enginn karlmaður taka mark á þér! Talaðu með dýpri röddu því þá tekur fólk betur mark á þér! Ætlar þú BARA að taka sex mánaða fæðingarorlof? Ekki vera svona tilfinningarík! Ertu nokkuð að fara að eignast börn strax? Þú ert nú meiri frekjan! Þetta er of mikið álagsstarf fyrir konu með ung börn! Mikið ertu vel gift og ofdekruð að eiga mann sem sækir börnin á leikskólann, verslar inn og eldar! Hver sér um börnin þegar þau verða veik? Hvað finnst manninum þínum um að þú þénir meira en hann? Af hverju varstu að eignast svona mörg börn? – Þú ert alltaf í vinnunni! Þú veist að konur í dag geta ekki unnið úti, haldið gott heimili og alið upp góð börn! Þegar ég var á þínum aldri sá ég sjálf um að þrífa heimilið! Hefurðu næga aðstoð frá öðrum í fjölskyldunni með börnin? Æææ, greyið hann. Honum á eftir að leiðast svo mikið í svona löngu fæðingarorlofi! Mikið áttu góðan mann! Það myndu ekki allir una því að konan þeirra ynni svona mikið! Ég hef lengi velt því fyrir mér af hverju konur eru í svona miklum minnihluta í stöðum forstjóra á Íslandi, en í dag eru þær ekki nema 24%. Þá eru konur einnig í miklum minnihluta í hópi umsækjenda um slík störf. Ætli það sé áhugaleysi? Eru kannski ekkert svo margar konur sem vilja verða forstjórar? Ég neita að trúa því og er sannfærð um að margar aðrar ástæður liggi að baki. Við höfum flest heyrt talað um að konur sæki síður um ef þær telji sig ekki uppfylla öll skilyrðin í auglýsingunni. Það má alveg vera, enda er okkur kennt að fylgja reglum allt frá barnæsku og hafa rannsóknir sýnt að stelpur séu gjarnari að fylgja reglum heldur en strákar, þó það sé að sjálfsögðu ekki algilt. Ég hef einnig heyrt konur lýsa að þeim finnist varla taka því lengur að sækja um starf forstjóra, því sagan sýni að karl er oftast ráðinn. Hins vegar er það nokkuð ljóst að líkurnar að kona fái starfið minnka ef þær sækja ekki um. Eftir að hafa átt mörg samtöl við vinkonur og konur úr atvinnulífinu, er eitt sem er áberandi á milli flestra, það er samviskubitið sem margar finna fyrir ef þær hafa eytt miklum tíma í vinnu eða sett starfsframann ofarlega á forgangslistann. Ég ákvað því að spyrja konur úr atvinnulífinu eftirfarandi spurningar: Hvað hefur verið sagt við ykkur (eða hvaða „ráð“ hafið þið fengið) á vinnustað eða annars staðar, í tengslum við starfið ykkar, starfsþróun, menntun eða annað, sem ekki er sagt við karla? Setningarnar hér að ofan voru eingöngu brot af því sem ég fékk sent. En hvað hafa þessar setningar með þetta samviskubit að gera? Ef kona vinnur mikið, þá fær hún neikvæðar athugasemdir sem gefa í skyn eða láta henni líða eins og hún sé slæm móðir eða maki. En ef karl vinnur mikið þá er hann t.d. kallaður duglegur eða öflugur. Því miður er það of oft þannig að konur taka oftar þessa svokölluðu þriðju vakt heimilisins með þeirri hugrænu byrði (e. mental load) sem henni fylgir. Þessi byrði hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra, framgang í starfi og veldur aukinni streitu og stuðlar að kulnun. Það hefur blessunarlega orðið vitundarvakning í þessum málum á undanförnum árum og hefur verið gaman að sjá fleiri karlmenn verða meðvitaðri og þá sérstaklega yngri menn. En betur má ef duga skal! Á meðan ójafnvægi ríkir milli karla og kvenna inni á heimilum mun jafnrétti ekki nást fyrir utan það. Það er nógu erfitt að þurfa að sinna þessu, ofan á krefjandi starf og því hjálpa svona athugasemdir ekki. Eigum við ekki að breyta því hvernig við tölum við hvort annað? Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar – Jafnrétti er ákvörðun! Jafnvægisvog FKA er unnin í samstarfi með forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TBWA og Ríkisútvarpinu. Þátttakendur í Jafnvægisvoginni eru 200 talsins, en öll fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta skráð sig til þátttöku og heitið því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar um að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar Árleg ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Jafnrétti er ákvörðun, fer fram miðvikudaginn 12. október klukkan 12:00, og verður streymt í beinni útsendingu á www.ruv.is. Við fáum fróðleg erindi frá fólki úr atvinnulífinu auk þess sem veittar verða viðurkenningar til þeirra aðila sem eru þátttakendur í Jafnvægisvoginni og hafa náð að jafna hlut kynja í efsta lagi stjórnunar. Skráning er hafin á heimasíðu Jafnvægisvogarinnar: www.jafnvaegisvogin.is og er aðgangur ókeypis. Að lokum vil ég enda á uppbyggilegum og jákvæðum setningum sem við getum notað í stað þeirra hér að ofan. Ég er sannfærð um að ef við förum að nota hvetjandi orðalag í stað þess sem rífur aðra niður þá munum við sjá fleiri konur taka af skarið og sækjast eftir stærri störfum! Kæra kona… Þú ert svo drífandi! Þú ert öflug! Þú ert að standa þig svo vel! Ég dáist að þér! Þú og maki þinn eruð svo flott teymi! Þitt framlag á stóran þátt í árangri fyrirtækisins! Það hefur verið svo gaman að fylgjast með þér ná árangri! Ég dáist að vinnueðli þínu! Ég er stolt/ur af þér! Þú ert svo hæfileikarík! Þú ert leiðtogi! Þú gefur svo góð ráð! Þú ert svo góð fyrirmynd! Það er aðdáunarvert að sjá hversu vel þér tekst að sinna fjölskyldunni samhliða krefjandi starfi! Gerðu það sem þér líður best með! (aðstoð með þrif, au-pair, stutt fæðingarorlof, langt fæðingarorlof, vinna heima, vilja verða stjórnandi, vilja ekki verða stjórnandi) Höfundur er meðeigandi og sérfræðingur í ráðningum hjá Intellecta og verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar