Úkraína fór með sigur af hólmi í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á þessu ári með laginu Stefania í flutningi Kalush Orchestra. Bretland var síðar valið til þess að halda keppnina árið 2023 eftir að EBU komst að þeirri niðurstöðu að Úkraínu gæti ekki hýst viðburðinn í ljósi yfirstandandi stríðsátaka þar í landi.
Bretland endaði í öðru sæti í keppninni í maí síðastliðnum með lagið Spaceman sem Sam Ryder söng. Upphaflega voru borgirnar Birmingham, Leeds, Manchester, Newcastle og Sheffield einnig nefndar sem mögulegir staðir.
Nú liggur fyrir að keppnin verður næst haldin í Liverpool Arena dagana 9., 11. og 13. maí næstkomandi. Keppnin verður skipulögð af breska ríkisútvarpinu BBC í samstarfi við EBU og úkraínska ríkissjónvarpið UA:PBC. Bretar hýstu síðast Eurovison árið 1998 þegar viðburðurinn fór fram í Birmingham.