Nauðgunarmál tekið fyrir eftir lygilega för í gegnum kerfið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2022 13:50 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Embætti ríkissaksóknara telur að ný gögn séu komin fram í nauðgunarmáli frá árinu 2020 sem lögregla hafði vísað frá. Héraðsdómari hafði fallist á kröfu ákærða um að málinu skuli endanlega vísað frá vegna annmarka á málsmeðferð. vísir/vilhelm Héraðsdómur mun taka fyrir nauðgunarmál, hvers rannsókn var hætt og kæru um endurupptöku var vísað frá. Saksóknari telur að ný sakargögn um áverka við endaþarm séu fram komin og því skuli rannsóknin tekin upp aftur. Héraðsdómari hafði slegið á putta saksóknarans en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi í vikunni. Forsaga málsins er meint líkamsárás og nauðgun í Garðabæ í mars 2020. Þar er ákærða gefið að sök að hafa veist að brotaþola, kveikt á kúlublysi og skotið úr því í áttina að honum, haldið honum niðri og sett fingur í endaþarm hans. Segir í ákæru að brotaþoli hafi hlotið opið sár á höfði og áverka á höndum og fótum. Ákærða var tilkynnt af lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu að rannsókn málsins yrði hætt þar sem ekki væri grundvöllur til að halda henni áfram. Kærði brotaþoli þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem vísaði kærunni frá þar sem kærusfrestur var liðinn en lagði fyrir lögreglu að taka upp rannsókn málsins að nýju. Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness var fallist á kröfu ákærða um frávísun málsins þar sem ákvörðun lögreglustjórans um að hætta rannsókn hefði ekki verið felld úr gildi. Landsréttur var þessu ósammála og felldi í vikunni úrskurð Héraðsdóms úr gildi. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að brotaþoli hafi við skoðun á slysadeild verið með áverka á höfði og við endaþarm. Ríkissaksóknari hafi metið það svo að ný sakargögn væru fram komin og að ekki séu efni til þess að hnekkja því mati ríkissaksóknara. Rök héraðsdómara um að ríkissaksóknari gæti ekki vísað frá kæru brotaþola vegna liðins kærufrests og lagt fyrir lögreglu að halda rannsókn áfram voru því ekki talin halda vatni. Héraðsdómur taldi einnig að málsmeðferðartími ríkissaksóknara hafi brotið gegn meginreglum sakamálaréttarfars um hraða málsmeðf en fimm mánuðir liðu frá því kæra barst honum þar til ákvörðun um endurupptöku var tekin. Þessu var hafnað í úrskurði Landsréttar. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Garðabær Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Forsaga málsins er meint líkamsárás og nauðgun í Garðabæ í mars 2020. Þar er ákærða gefið að sök að hafa veist að brotaþola, kveikt á kúlublysi og skotið úr því í áttina að honum, haldið honum niðri og sett fingur í endaþarm hans. Segir í ákæru að brotaþoli hafi hlotið opið sár á höfði og áverka á höndum og fótum. Ákærða var tilkynnt af lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu að rannsókn málsins yrði hætt þar sem ekki væri grundvöllur til að halda henni áfram. Kærði brotaþoli þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem vísaði kærunni frá þar sem kærusfrestur var liðinn en lagði fyrir lögreglu að taka upp rannsókn málsins að nýju. Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness var fallist á kröfu ákærða um frávísun málsins þar sem ákvörðun lögreglustjórans um að hætta rannsókn hefði ekki verið felld úr gildi. Landsréttur var þessu ósammála og felldi í vikunni úrskurð Héraðsdóms úr gildi. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að brotaþoli hafi við skoðun á slysadeild verið með áverka á höfði og við endaþarm. Ríkissaksóknari hafi metið það svo að ný sakargögn væru fram komin og að ekki séu efni til þess að hnekkja því mati ríkissaksóknara. Rök héraðsdómara um að ríkissaksóknari gæti ekki vísað frá kæru brotaþola vegna liðins kærufrests og lagt fyrir lögreglu að halda rannsókn áfram voru því ekki talin halda vatni. Héraðsdómur taldi einnig að málsmeðferðartími ríkissaksóknara hafi brotið gegn meginreglum sakamálaréttarfars um hraða málsmeðf en fimm mánuðir liðu frá því kæra barst honum þar til ákvörðun um endurupptöku var tekin. Þessu var hafnað í úrskurði Landsréttar. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Garðabær Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira