Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 12:23 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið í fantaformi síðustu vikur en óvissa er um stöðuna á henni fyrir leikinn mikilvæga á morgun, vegna minni háttar veikinda. Getty/Jonathan Moscrop Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. Fyrirhugað var að Sara yrði til viðtals á hóteli landsliðsins líkt og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir. Í morgun varð hins vegar ljóst að Sara væri orðin slöpp, eins og hent hafði tvo aðra leikmenn liðsins sem er búið að vera saman í Portúgal í tæpa viku. „Það hafa tveir leikmenn líka verið með slappleika í ferðinni og þá tók þetta sólarhring, svo við erum þokkalega bjartsýn á að hún verði með á morgun. Hún spilar á morgun, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Þorsteinn. Mögulega með á lokaæfingu í dag Hann sagði enn óvíst hvort að Sara yrði með á æfingu síðdegis á leikvanginum þar sem spilað verður, Estádio da Mata Real í bænum Pacos de Ferreira. „Við höfum ekki ákveðið það. Hún var sofandi áðan svo ég var ekkert að vekja hana. Við tökum bara stöðuna á henni á eftir og metum hvað sé best að gera.“ Sara er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 144 leiki, 32 ára gömul, enda teljandi á fingrum annarrar handar þeir mótsleikir með landsliðinu sem hún hefur misst af fyrir utan þegar hún var í barneignarleyfi. Það útskýrir kannski af hverju Þorsteinn hefur ekki áhyggjur af stöðunni á fyrirliðanum: „Nei, nei. Það hljóta að vera einhver lyf, eða eitthvað drasl, til að koma henni í gang,“ sagði Þorsteinn léttur. Jasmín og Agla María veiktust líka Jasmín Erla Ingadóttir og Agla María Albertsdóttir eru hinir tveir leikmennirnir sem fundið hafa fyrir slappleika í ferðinni en „það var ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Þorsteinn og bætir við að meiðsli angri ekki nokkurn leikmann í hópnum. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Fyrirhugað var að Sara yrði til viðtals á hóteli landsliðsins líkt og Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir. Í morgun varð hins vegar ljóst að Sara væri orðin slöpp, eins og hent hafði tvo aðra leikmenn liðsins sem er búið að vera saman í Portúgal í tæpa viku. „Það hafa tveir leikmenn líka verið með slappleika í ferðinni og þá tók þetta sólarhring, svo við erum þokkalega bjartsýn á að hún verði með á morgun. Hún spilar á morgun, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Þorsteinn. Mögulega með á lokaæfingu í dag Hann sagði enn óvíst hvort að Sara yrði með á æfingu síðdegis á leikvanginum þar sem spilað verður, Estádio da Mata Real í bænum Pacos de Ferreira. „Við höfum ekki ákveðið það. Hún var sofandi áðan svo ég var ekkert að vekja hana. Við tökum bara stöðuna á henni á eftir og metum hvað sé best að gera.“ Sara er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 144 leiki, 32 ára gömul, enda teljandi á fingrum annarrar handar þeir mótsleikir með landsliðinu sem hún hefur misst af fyrir utan þegar hún var í barneignarleyfi. Það útskýrir kannski af hverju Þorsteinn hefur ekki áhyggjur af stöðunni á fyrirliðanum: „Nei, nei. Það hljóta að vera einhver lyf, eða eitthvað drasl, til að koma henni í gang,“ sagði Þorsteinn léttur. Jasmín og Agla María veiktust líka Jasmín Erla Ingadóttir og Agla María Albertsdóttir eru hinir tveir leikmennirnir sem fundið hafa fyrir slappleika í ferðinni en „það var ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Þorsteinn og bætir við að meiðsli angri ekki nokkurn leikmann í hópnum. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira