„Þurfum að muna tilfinninguna sem maður vill ekki finna aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 22:31 Dagný Brynjarsdóttir við hótel íslenska landsliðsins í Porto í dag. Stöð 2 Sport „Spennustigið er bara gott,“ segir landsliðskonan þrautreynda, Dagný Brynjarsdóttir, sem á morgun spilar upp á möguleikann á að komast á HM í fótbolta í fyrsta sinn. Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið nær því að komast á HM en í ár, en eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði er umspilsleikurinn við Portúgal á morgun síðasti séns á að ná í farseðilinn á HM. Eins og Dagný, sem er 31 árs, hefur sjálf nefnt gæti þetta jafnframt verið hennar síðasta tækifæri á ferlinum á að komast á HM. Hún segir íslenska liðið hafa öðlast dýrmæta reynslu í undanförnum leikjum. „Þetta er að mörgu leyti þriðji svona stórleikur okkar á árinu. Við spiluðum við Frakka sem var stórleikur og svo við Hollendinga sem var annar stórleikur. Því miður fóru þeir ekki okkur í hag svo vonandi fer þessi þriðji leikur okkur í hag. Hinir leikirnir gáfu okkur líka ótrúlega mikið. Það fylgdi því dýrmæt reynsla að fara í þá leiki þó að auðvitað vildi maður betri úrslit. Við þurfum líka að muna tilfinninguna eftir þá leiki, sem maður vill ekki finna aftur. Þá er það undir okkur komið að gera allt sem í okkar valdi stendur til að breyta þeirri tilfinningu í eitthvað betra og skemmtilegra,“ segir Dagný er hún ræðir við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í Porto í dag. Klippa: Dagný um Portúgal og úrslitaleikinn Mikið pláss fyrir kantmenn Íslands Dagný segir íslenska liðið búið að ná góðum æfingadögum saman, fyrst í Algarve og svo í dag í bænum Pacos de Ferreira þar sem leikurinn fer fram. „Ég held að möguleikarnir séu góðir. Við þurfum fyrst og fremst að spila okkar leik og fylgja okkar plani en Portúgalarnir eru með hörkulið, góðar að halda boltanum og með öskufljóta framherja. Við þurfum að spila góðan varnarleik því þær eru góðar sóknarlega. Svo þurfum við líka að vera klókar sóknarlega og nýta þær sóknir sem við fáum. Það verða pottþétt færi báðum megin,“ segir Dagný. Hún segir gott pláss eiga að geta myndast fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og aðra kantmenn íslenska liðsins: „Þær spila með tígulmiðju svo það er mikið pláss úti á köntunum fyrir okkur. Við ættum því að geta skapað stöðuna 2 á 1 úti á köntunum en þurfum að hreyfa boltann hratt á milli kantanna. Það verður kannski svolítið þröngt á miðjunni. En við ættum að vera svolítið fljótari en þær fram á við, miðað við hvernig varnarlínan þeirra er. Helsti hraðinn þeirra er í þeirra sóknarmönnum og það eru þær sem eru hættulegastar í portúgalska liðinu.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið nær því að komast á HM en í ár, en eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði er umspilsleikurinn við Portúgal á morgun síðasti séns á að ná í farseðilinn á HM. Eins og Dagný, sem er 31 árs, hefur sjálf nefnt gæti þetta jafnframt verið hennar síðasta tækifæri á ferlinum á að komast á HM. Hún segir íslenska liðið hafa öðlast dýrmæta reynslu í undanförnum leikjum. „Þetta er að mörgu leyti þriðji svona stórleikur okkar á árinu. Við spiluðum við Frakka sem var stórleikur og svo við Hollendinga sem var annar stórleikur. Því miður fóru þeir ekki okkur í hag svo vonandi fer þessi þriðji leikur okkur í hag. Hinir leikirnir gáfu okkur líka ótrúlega mikið. Það fylgdi því dýrmæt reynsla að fara í þá leiki þó að auðvitað vildi maður betri úrslit. Við þurfum líka að muna tilfinninguna eftir þá leiki, sem maður vill ekki finna aftur. Þá er það undir okkur komið að gera allt sem í okkar valdi stendur til að breyta þeirri tilfinningu í eitthvað betra og skemmtilegra,“ segir Dagný er hún ræðir við Vísi fyrir utan hótel landsliðsins í Porto í dag. Klippa: Dagný um Portúgal og úrslitaleikinn Mikið pláss fyrir kantmenn Íslands Dagný segir íslenska liðið búið að ná góðum æfingadögum saman, fyrst í Algarve og svo í dag í bænum Pacos de Ferreira þar sem leikurinn fer fram. „Ég held að möguleikarnir séu góðir. Við þurfum fyrst og fremst að spila okkar leik og fylgja okkar plani en Portúgalarnir eru með hörkulið, góðar að halda boltanum og með öskufljóta framherja. Við þurfum að spila góðan varnarleik því þær eru góðar sóknarlega. Svo þurfum við líka að vera klókar sóknarlega og nýta þær sóknir sem við fáum. Það verða pottþétt færi báðum megin,“ segir Dagný. Hún segir gott pláss eiga að geta myndast fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur og aðra kantmenn íslenska liðsins: „Þær spila með tígulmiðju svo það er mikið pláss úti á köntunum fyrir okkur. Við ættum því að geta skapað stöðuna 2 á 1 úti á köntunum en þurfum að hreyfa boltann hratt á milli kantanna. Það verður kannski svolítið þröngt á miðjunni. En við ættum að vera svolítið fljótari en þær fram á við, miðað við hvernig varnarlínan þeirra er. Helsti hraðinn þeirra er í þeirra sóknarmönnum og það eru þær sem eru hættulegastar í portúgalska liðinu.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00
„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58
Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23