Lögregla var með hraðaeftirlit á staðnum í dag og margir ökumenn óku of hratt, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þá varð hjólreiðaslys í umdæmi 1, en umdæmið sér meðal annars um verkefni í miðborginni, þar sem tveir hjólreiðamenn rákust saman. Hjólreiðamennirnir meiddust blessunarlega lítið en lögreglumaður á vettvangi veitti fyrstu hjálp. Mennirnir hjóluðu á brott þegar búið var að hlúa að þeim.