MH verður fyrsti skólinn til að innleiða aðgerðaáætlun í kynferðisbrotamálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2022 06:54 Fleiri hundruð nemendur mótmæltu aðgerðaleysi í kynferðisbrotamálum fyrir utan MH í síðustu viku. Vísir/Egill Þolendur í menntaskólum munu fá meiri sveigjanleika í námi og aukið utanumhald þegar ný aðgerðaáætlun um einelti, kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi verður innleidd. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður fyrsti framhaldsskólinn til að innleiða áætlunina en þar var gerð bylting í byrjun mánaðar vegna óánægju nemenda með viðbrögð skólans í slíkum málum. Fréttablaðið greinir frá þessu en Steinn Jóhannsson, rektor MH, staðfesti í skriflegu svari við blaðið að MH veðri fyrstiskólinn til að innleiða aðgerðaáætlunina, sem unnin er af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og menntayfirvöldum. Að hans sögn mun vinnu við áætlunina ljúka á næstu vikum. Að sögn Steins mun nemendum standa til boða að sækja sérstakan kynheilbrigðisáfanga við skólann á næstu önn. Rúmlega áttatíu nemendur hafi þegar skráð sig í áfangann. Þá hafi verið settur sérstakur tilkynningahnappur á heimasíðu skólans þar sem hægt sé að tilkynna einelti, kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi innan skólans. „Utanumhald um þolendur er aukið og þeir fá að njóta þess sveigjanleika í náminu sem aðstæður krefjast. Náms- og starfsráðgjafar auk sálfræðings sjá um að þjónusta nemendur og gera kennurum viðvart þegar aðstæður kalla á sérstakan sveigjanleika,“ segir í bréfi skólastjórnenda sem sent var nemendum og aðstandendum skólans í gær að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Þá muni skólinn gera allt sem í hans valdi er til að tryggja að þolendur og meintir gerendur sitji ekki saman í tímum og boðið vreði upp á úrræði þar sem nemendur geti stundað nám heimanfrá í samvinnu við kennara. Eins og áður segir var hálfgerð bylting gerð í MH í upphafi mánaðar þegar nemendur virtust komnir með nóg af aðgerðaleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum. Um þúsund nemdendur söfnuðust saman við skólann 6. október til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast að tekið sé á slíkum málum af festu. Framhaldsskólar Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu en Steinn Jóhannsson, rektor MH, staðfesti í skriflegu svari við blaðið að MH veðri fyrstiskólinn til að innleiða aðgerðaáætlunina, sem unnin er af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og menntayfirvöldum. Að hans sögn mun vinnu við áætlunina ljúka á næstu vikum. Að sögn Steins mun nemendum standa til boða að sækja sérstakan kynheilbrigðisáfanga við skólann á næstu önn. Rúmlega áttatíu nemendur hafi þegar skráð sig í áfangann. Þá hafi verið settur sérstakur tilkynningahnappur á heimasíðu skólans þar sem hægt sé að tilkynna einelti, kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi innan skólans. „Utanumhald um þolendur er aukið og þeir fá að njóta þess sveigjanleika í náminu sem aðstæður krefjast. Náms- og starfsráðgjafar auk sálfræðings sjá um að þjónusta nemendur og gera kennurum viðvart þegar aðstæður kalla á sérstakan sveigjanleika,“ segir í bréfi skólastjórnenda sem sent var nemendum og aðstandendum skólans í gær að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Þá muni skólinn gera allt sem í hans valdi er til að tryggja að þolendur og meintir gerendur sitji ekki saman í tímum og boðið vreði upp á úrræði þar sem nemendur geti stundað nám heimanfrá í samvinnu við kennara. Eins og áður segir var hálfgerð bylting gerð í MH í upphafi mánaðar þegar nemendur virtust komnir með nóg af aðgerðaleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum. Um þúsund nemdendur söfnuðust saman við skólann 6. október til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast að tekið sé á slíkum málum af festu.
Framhaldsskólar Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum MeToo Kynferðisofbeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira