„Eins og tengdamóðir mín segir: Sportið er grimmt“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 13. október 2022 21:46 Helgi Már Magnússon var frekar súr eftir tap í Smáranum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ansi þungur á brún í leikslok eftir tap í tvíframlengdum leik gegn Breiðabliki í Subway deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 136-133 heimamönnum í vil. Að mati Helga Más var það stuttur lélegur kafli um miðjan leik sem kostaði þá sigurinn að lokum. „Við létum einhverjar tvær lélegar mínútur í lok fyrri hálfleiks dragast hérna inn í seinni hálfleikinn líka. Vorum að tapa boltanum klaufalega og þeir eru fljótir að refsa. Þetta er náttúrulega frábært lið, þeir voru bara fljótir að refsa og við vorum svona við það að brotna. En ég er bara mjög ánægður með strákana, þeir finna þarna einhversstaðar innra með sér að þetta er alveg hægt. Þolinmóðir og framkvæma vel og við komum okkur af krafti inn í leikinn með dugnaði og elju og það er bara þannig sem við þurfum að spila, alltaf.“ Helgi ræddi um það fyrir leik að hópurinn væri þunnskipaður. Hinn bandaríski Michael Mallory sem meiddist í síðasta leik byrjaði á bekknum og var auðsýnilega bara á hálfum hraða og gat ekki beitt sér af fullum krafti. Það má eiginlega segja að KR hafi bara rúllað á 5 og hálfum leikmanni í kvöld. „Standið á okkur er náttúrulega, já. Ég ætla nú ekki að fara að væla hérna yfir meiðslum. Eins og tengdamóðir mín segir, „Sportið er grimmt.“ En við erum búnir að lenda í ótrúlegum meiðslum. Frá því að undirbúningstímabilið byrjaði er einhver alltaf búinn að vera meiddur.“ „Ég er með fjóra sem eru ekki á skýrslu og tvo sem eru að berjast í gegnum meiðsli af 9-10 manna róteringu. Þannig að þetta er alveg smá basl. Ég hefði mögulega átt að spila þessum strákum meira en ég allavega mat það þannig að keyra þetta á þessum strákum sem spiluðu og er bara mjög ánægður með þeirra framlag. Um leið og við fáum menn aftur og spilum af þessum krafti og elju þá erum við í góðum málum.“ Það er nokkuð á huldu hvenær þessir fjórir leikmenn verða leikfærir. Blaðamaður freistaði þess að fá fréttir hjá Helga Má af stöðunni á Þorsteini Finnbogasyni en Helgi vildi lítið gefa uppi um batahorfur þar á bæ. „Nei, veit það bara ekki neitt. Bara vonandi sem fyrst, það bara kemur í ljós.“ Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira
„Við létum einhverjar tvær lélegar mínútur í lok fyrri hálfleiks dragast hérna inn í seinni hálfleikinn líka. Vorum að tapa boltanum klaufalega og þeir eru fljótir að refsa. Þetta er náttúrulega frábært lið, þeir voru bara fljótir að refsa og við vorum svona við það að brotna. En ég er bara mjög ánægður með strákana, þeir finna þarna einhversstaðar innra með sér að þetta er alveg hægt. Þolinmóðir og framkvæma vel og við komum okkur af krafti inn í leikinn með dugnaði og elju og það er bara þannig sem við þurfum að spila, alltaf.“ Helgi ræddi um það fyrir leik að hópurinn væri þunnskipaður. Hinn bandaríski Michael Mallory sem meiddist í síðasta leik byrjaði á bekknum og var auðsýnilega bara á hálfum hraða og gat ekki beitt sér af fullum krafti. Það má eiginlega segja að KR hafi bara rúllað á 5 og hálfum leikmanni í kvöld. „Standið á okkur er náttúrulega, já. Ég ætla nú ekki að fara að væla hérna yfir meiðslum. Eins og tengdamóðir mín segir, „Sportið er grimmt.“ En við erum búnir að lenda í ótrúlegum meiðslum. Frá því að undirbúningstímabilið byrjaði er einhver alltaf búinn að vera meiddur.“ „Ég er með fjóra sem eru ekki á skýrslu og tvo sem eru að berjast í gegnum meiðsli af 9-10 manna róteringu. Þannig að þetta er alveg smá basl. Ég hefði mögulega átt að spila þessum strákum meira en ég allavega mat það þannig að keyra þetta á þessum strákum sem spiluðu og er bara mjög ánægður með þeirra framlag. Um leið og við fáum menn aftur og spilum af þessum krafti og elju þá erum við í góðum málum.“ Það er nokkuð á huldu hvenær þessir fjórir leikmenn verða leikfærir. Blaðamaður freistaði þess að fá fréttir hjá Helga Má af stöðunni á Þorsteini Finnbogasyni en Helgi vildi lítið gefa uppi um batahorfur þar á bæ. „Nei, veit það bara ekki neitt. Bara vonandi sem fyrst, það bara kemur í ljós.“
Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KR 136-133 | Blikar unnu í tvíframlengdum leik Breiðablik vann KR með þriggja stiga mun í hörkuleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Bikar höfðu yfirhöndina framan af leik en KR náði að koma leiknum í framlengingu. KR-ingar fengu svo gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn af vítalínunni í fyrri framlengingu kvöldsins en allt kom fyrir ekki og á endanum fóru Blikar með sigur af hólmi. Viðtöl og umfjöllun væntanleg. 13. október 2022 20:20