Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2022 14:15 Sigurður Aðalsteinsson, fyrir miðju, ásamt sonum sínum Gylfa Þór (til hægri) og Ólafi Má. Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. Fimmtán mánuðir eru liðnir síðan Gylfi Þór, þá leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Everton og lykilmaður í íslenska landsliðinu, var handtekinn í Bretlandi. Fram kom í tilkynningu lögreglu í Manchester að 31 árs karlmaður hefði verið handtekinn í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti gegn einstaklingi undir lögaldri. Gylfi Þór var látinn laus gegn tryggingu og hefur síðan sætt farbanni í fimmtán mánuði. Hann hefur ekki spilað knattspyrnu síðan og raunar lítið sem ekkert heyrst af hans máli. Lögreglan í Manchester hefur ekki viljað svara fyrirspurnum fréttastofu undanfarna mánuði. Farbann yfir Gylfa hefur endurtekið verið framlengt en ekkert komið fram um málið efnislega eða nánar hvað felist í meintum brotum Gylfa. Brotið á mannréttindum íslensks ríkisborgara? Gauti B. Eggertsson, prófessor í hagfræði við Brown-háskóla í Bandaríkjunum, veltir upp stöðunni í máli Gylfa í færslu á Facebook um helgina. Hann telur bresk yfirvöld brjóta á mannréttindum Gylfa með þeim langa tíma sem rannsóknin á máli hans hefur tekið, án nokkurs konar niðurstöðu. Gauti B. Eggertsson vakti máls á stöðu Gylfa í færslu á Facebook um helgina. „Hér í Bandaríkjunum segja mér lögfróðir menn að sakamál af þessu tagi séu sjálfkrafa dauð ef ekki er komin fram ákæra innan sex mánaða. Það er algerlega furðulegt, og hreinræktað hneyksli, að bresk yfirvöld hafa haldið Gylfa nánast í stofufangelsi án þess að fram sé komin nein ákæra eða nokkur skapaður hlutur um þetta sakamál eftir eitt og hálft ár. Neita að tjá sig um málið! Ég get ekki betur séð en þetta sé brot á mannréttindum og almennum reglum sem gilda eiga í venjulegum réttarríkjum,“ segir Gauti. Hann segir að búið sé að leggja orðstír og feril Gylfa Þórs í rúst, setja hann í fimmtán mánaða stofufangelsi, án þess að hann hafi fengið að halda fram vörnum. Hann veltir fyrir sér hvers vegna íslensk stjórnvöld beiti sér ekki í málinu enda sé verið að brjóta gegn mannréttindum íslensks ríkisborgara. „Ég velti fyrir mér hvort íslenskum stjórnvöldum beri ekki skylda til að spyrjast fyrir um hvernig á þessu standi? Gylfi er auðvitað íslenskur ríkisborgari og íslenskum stjórnvöldum hlýtur að bera skylda til að beita sér fyrir því að ekki séu brotin mannréttindi á íslenskum ríkisborgurum sem búa utan landsteinanna.“ Í sjöttu grein Mannréttindasáttmálans segir um réttindi og skyldur manns sem borinn er sökum fyrir refsivert brot: Skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Vildu ekki setja pólitískan þrýsting á málið Sigurður Aðalsteinsson er faðir Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann segir að fjölskylda Gylfa hafi strax haustið 2021 haft samband við utanríkisráðherra vegna málsins. „Þar var Guðlaugur Þór í forsvari. Hann tók mjög vel í málstað okkar. Lét ráðuneytisstjórann hringja strax í mig og við spjölluðum lengi saman,“ segir Sigurður. Martin Eyjólfsson er ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Þeir hafi velt fyrir sér hvað hafi verið best að gera. Martin Eyjólfsson er ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu.Vísir „Í samráði við lögmann Gylfa var talið best að setja ekki pólitískan þrýsting á dómskerfið,“ segir Sigurður. Þarna hafði Gylfi verið í farbanni í þrjá mánuði. Martin ráðuneytisstjóri hafi sagt honum að hringja í sig ef eitthvað gerist, eitthvað þurfi að gera. Hann verði klár. Þarna hafði Gylfi sætt farbanni í þrjá mánuði. Af þessum sökum segir Sigurður ekkert skrýtið að utanríkisráðuneytið hafi ekkert aðhafst lengi vel. Svo hafi hann merkt breytingu í hugarfarinu fyrir um mánuði síðan. Fjölskylda Gylfa flutt heim Sigurður segist hafa haft samband aftur við utanríkisráðuneytið fyrir um mánuði. Mál Gylfa hafi dregist „von úr viti“ og ekkert að gerast. „Gylfi er náttúrulega íslenskur ríkisborgari. Á fjölskyldu sem er flutt heim. Hann er fastur á Englandi þar sem hann sætir farbann,“ segir Sigurður. Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa, er flutt til Íslands ásamt ungri dóttur hjónanna. Sigurður segir að Gylfi gæti verið farinn heim til Íslands fyrir löngu en þá væri hann að gerast brotlegur við lög. Sem hann geri auðvitað ekki. Eftir standi að hann sé Íslendingur sem komist ekki heim. Gylfi Þór og Alexandra Helga á EM 2016 í Frakklandi.vísir/getty Sigurður segir lögregluna ytra stöðugt krefjast þess við dómstóla að farbann yfir Gylfa verði framlengt. Án þess að nokkur tíðindi séu í málinu, eftir fimmtán mánuði. Þau hafi því viljað flytja lögheimili hans til Íslands til að gera dómskerfinu ytra erfiðara fyrir að samþykkja í enn eitt skiptið farbann á Íslending í útlöndum. Sigurður segir umsókn um lögheimilisflutning þegar hafa verið senda inn hjá Þjóðskrá. Skýrt kemur fram á vef Þjóðskrár að flutningur verður ekki skráður fyrr en einstaklingur hefur mætt á móttökustað og framvísað skilríkjum sínum. Eðli máls samkvæmt kemst Gylfi ekki til landsins til að framvísa skilríkjum. Sigurður sló því á þráðinn til utanríkisráðuneytisins vongóður um aðstoð enda ljóst að kippa þyrfti í spotta til að lögheimilisflutningur gæti átt sér stað. Bent á skráningu hjá Þjóðskrá Þar hafi starfsmaður svarað og Sigurður óskað eftir samtali við ráðuneytisstjóra. Símadaman hafi gefið honum símanúmerið hjá ritara ráðuneytisstjóra. Hann hafi sent henni línu og gert grein fyrir fyrri samskiptum sínum við ráðuneytisstjóra og þáverandi utanríkisráðherra Guðlaug Þór. Hann hafi óskað eftir samtali við ráðherra og útskýrt um hvað málið snerist. Þau þyrftu hjálp til að lögheimilisflutningar gætu gengið í gegn. Gylfi Þór Sigurðsson mætti til að styðja kvennalandsliðið á EM í Englandi í sumar. Hér gefur hann ungum aðdáanda eiginhandaráritun.Vísir/Vilhelm Ritarinn hafi aftur á móti svarað honum að hann þyrfti bara að senda beiðni á Skrá.is. „Ég þurfti ekkert að vita það. Það vita allir en það gengur ekki svoleiðis. Hann þarf að sýna fram á flutning með því að mæta á staðinn. Þess vegna ætlaði ég að biðja ráðuneytið um hjálp,“ segir Sigurður. Hann hafi svarað tölvupóstinum og útskýrt að hann viti vel að utanríkisráðuneytið sjái ekki um heimilisflutninga. „En ég er faðir Íslendings sem er í vandræðum erlendis og getur ekki flutt heimilisfangið heim. Þess vegna var ég að leita til þeirra.“ Ekkert svar hafi borist við þeim pósti. Enginn geti gert neitt nema ráðherra Sigurður veltir fyrir sér hvort nýr utanríkisráðherra vilji ekki koma nálægt málinu. Guðlaugur Þór hafi tekið beiðni hans vel þegar hann var ráðherra. Það hafi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra líka gert. „Hann vildi allt fyrir okkur gera,“ segir Sigurður. Þessi ráðherrar hafi hins vegar ekki valdið heldur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm „Maður spyr sig, þegar fólk svarar ekki, hvort þau vilji ekkert koma nálægt þessu máli. Hvort ráðuneyti Þórdísar vilji ekki aðstoða Gylfa Þór Sigurðsson.“ Annaðhvort hafi starfsmaður hennar ekki upplýst ráðherra eða hún vilji ekki gera neitt. „Það getur enginn gert neitt í þessu nema hún, hún er utanríkisráðherra.“ „Þetta er orðið að mannréttindabroti“ Sigurður segir von á ákvörðun ytra um stöðu Gylfa Þórs á næstunni. Sigurður Aðalsteinsson er Íslandsmeistari öldunga í golfi.Vísir/Jakob „Það er alltaf reynt að framlengja farbannið. Maðurinn var tekinn í yfirheyrslu. Síðan hefur ekkert gerst,“ segir Sigurður. Hann tekur undir orð Gauta um helgina. „Þetta er orðið að mannréttindabroti.“ Hann veltir fyrir sér ef almennur borgari frá Íslandi hefði verið stöðvaður í Þýskalandi sem dæmi og sakaður um einhvern hlut. Hann hefði verið kyrrsettur og gæti ekki unnið í eitt og hálft ár. „Gylfi þarf að halda tvö heimili vegna þessu. Það er búið að taka af honum alla æru, eyðileggja mannorðið og ferilinn,“ segir Sigurður. Hann sé steinhættur að skilja þetta. Gylfi Þór Sigurðsson hefur spilað 78 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 25 mörk.Vísir/Vilhelm „Annhvort er hægt að ákæra hann ef hann hefur gert eitthvað misjafnt eða láta hann fara,“ segir Sigurður og bætir við að hefði hann gerst brotlegur væri löngu búið að ákæra hann. Það hljóti að vera grunnskylda að aðstoða Íslendinga sem lendi í vandræðum erlendis. Hvort sem þeir séu sakaðir um eiturlyfjasmygl, þjófnað, morð eða annað. Dæmin sanni að fólk í slíkri stöðu fái reglulega aðstoð íslenskra yfirvalda. „Það hafa komið upp alls konar mál í gegnum tíðina. Við erum alltaf að reyna að hjálpa fólki. Ef fólk gerist brotlegt þá reynum við að láta fólkið komast heim.“ Enginn haft samband við Gylfa Gylfi Þór hefur ekki spilað knattspyrnu síðan hann var handtekinn sumarið 2021. Hann varð 33 ára í september og má telja ansi líklegt að ferill hans sem knattspyrnumaður sé á enda. Hann var stjarnan í landsliði Íslands sem fór á EM 2016 og HM 2018. Skoraði sigurmörk í mikilvægum leikjum og dró vagninn þegar mest lá undir. Sigurður segir Gylfa hafa lagt sig fram fyrir Íslands hönd í tíu til fimmtán ár. „Aldrei dregið af sér. Verið toppíþróttamaður. Lagt sig fram fyrir land og þjóð. Þetta eru þakkirnar. Hann fær ekkert,“ segir Sigurður. Hann segir Knattspyrnusamband Íslands og landsliðsþjálfara ekki hafa haft neitt samband. Vanda Sigurgeirsdóttir er formaður Knattspyrnusambands Íslands.Vísir/Hulda Margrét „Formaður KSÍ hefur ekki einu sinni reynt að ná í hann. Ég reyndi einu sinni að hringja í hana til að láta hana vita stöðuna,“ segir Sigurður og á við Vöndu Sigurgeirsdóttur. Hann hafi ekkert heyrt aftur frá henni og telur þó ljóst að hún hafi fengið meldingu um að faðir Gylfa hafi reynt að ná í hana. Sömu sögu sé að segja af landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni. „Landsliðsþjálfarinn hefur ekkert hringt. Ekki einu sinni í mig. Þó þekki ég pabba hans, bræður hans og hann sjálfan,“ segir Sigurður. Breska lögreglan hafi lagt hald á síma Gylfa þegar hann var handtekinn. Hann hafi því þurft að skipta um símanúmer. Sigurður hafi áfram verið með sama númer og getað haft milligöngu fyrir að ná til Gylfa. Arnar Þór Viðarsson þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu.Vísir/Vilhelm „Þeir hafa ekkert spurt mig hvað sé að gerast. Þeir hafa ekki áhuga á því.“ Reglulega hefur verið spurt á blaðamannafundum landsliðsins út í mál Gylfa. Þar hafa svörin verið á eina leið, að ekkert sé að frétta. Ráðherra tjái sig ekki um einstök mál Fréttastofa hefur gert tilraun til að ná í fulltrúa utanríkisráðuneytisins vegna málsins. Þórlindur Kjartansson, aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, segir ráðherra ekki tjá sig um mál einstakra manna. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að sökum trúnaðarskyldu geti ráðuneytið ekki tjáð sig um einstök mál af þessum tog. Almennt felist í lögmæltu hlutverki borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins að veita íslenskum ríkisborgurum vernd og aðstoð gagnvart erlendum stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum. „Sé grunur um refsiverða háttsemi Íslendings erlendis er málið á forræði lögregluyfirvalda í viðkomandi landi,“ segir í skriflegu svari Sveins. „Utanríkisráðuneytinu er ekki heimilt að hafa afskipti af meðferð slíkra sakamála. Í þessum málum er aðkoma utanríkisþjónustunnar með venjubundnum hætti og í formi leiðbeininga og viðeigandi aðstoðar sé eftir henni leitað. Þá er jafnan leitast við að ganga úr skugga um að viðkomandi njóti aðstoðar lögmanns (verjanda) í samræmi við þær málsmeðferðarreglur sem gilda í viðkomandi ríki.“ Hlutverk utanríkisþjónustunna einskorðist því jafnan fyrst og fremst við lögmælta leiðbeiningaskyldu gagnvart viðkomandi ríkisborgara leiti hann eftir slíkri aðstoð. Sama á við um fjölskyldu viðkomandi í ákveðnum tilvikum. Fréttin hefur verið uppfærð með skriflegu svari frá utanríkisráðuneytinu. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Bretland Íslendingar erlendis Utanríkismál Fótbolti Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Fimmtán mánuðir eru liðnir síðan Gylfi Þór, þá leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Everton og lykilmaður í íslenska landsliðinu, var handtekinn í Bretlandi. Fram kom í tilkynningu lögreglu í Manchester að 31 árs karlmaður hefði verið handtekinn í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti gegn einstaklingi undir lögaldri. Gylfi Þór var látinn laus gegn tryggingu og hefur síðan sætt farbanni í fimmtán mánuði. Hann hefur ekki spilað knattspyrnu síðan og raunar lítið sem ekkert heyrst af hans máli. Lögreglan í Manchester hefur ekki viljað svara fyrirspurnum fréttastofu undanfarna mánuði. Farbann yfir Gylfa hefur endurtekið verið framlengt en ekkert komið fram um málið efnislega eða nánar hvað felist í meintum brotum Gylfa. Brotið á mannréttindum íslensks ríkisborgara? Gauti B. Eggertsson, prófessor í hagfræði við Brown-háskóla í Bandaríkjunum, veltir upp stöðunni í máli Gylfa í færslu á Facebook um helgina. Hann telur bresk yfirvöld brjóta á mannréttindum Gylfa með þeim langa tíma sem rannsóknin á máli hans hefur tekið, án nokkurs konar niðurstöðu. Gauti B. Eggertsson vakti máls á stöðu Gylfa í færslu á Facebook um helgina. „Hér í Bandaríkjunum segja mér lögfróðir menn að sakamál af þessu tagi séu sjálfkrafa dauð ef ekki er komin fram ákæra innan sex mánaða. Það er algerlega furðulegt, og hreinræktað hneyksli, að bresk yfirvöld hafa haldið Gylfa nánast í stofufangelsi án þess að fram sé komin nein ákæra eða nokkur skapaður hlutur um þetta sakamál eftir eitt og hálft ár. Neita að tjá sig um málið! Ég get ekki betur séð en þetta sé brot á mannréttindum og almennum reglum sem gilda eiga í venjulegum réttarríkjum,“ segir Gauti. Hann segir að búið sé að leggja orðstír og feril Gylfa Þórs í rúst, setja hann í fimmtán mánaða stofufangelsi, án þess að hann hafi fengið að halda fram vörnum. Hann veltir fyrir sér hvers vegna íslensk stjórnvöld beiti sér ekki í málinu enda sé verið að brjóta gegn mannréttindum íslensks ríkisborgara. „Ég velti fyrir mér hvort íslenskum stjórnvöldum beri ekki skylda til að spyrjast fyrir um hvernig á þessu standi? Gylfi er auðvitað íslenskur ríkisborgari og íslenskum stjórnvöldum hlýtur að bera skylda til að beita sér fyrir því að ekki séu brotin mannréttindi á íslenskum ríkisborgurum sem búa utan landsteinanna.“ Í sjöttu grein Mannréttindasáttmálans segir um réttindi og skyldur manns sem borinn er sökum fyrir refsivert brot: Skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Vildu ekki setja pólitískan þrýsting á málið Sigurður Aðalsteinsson er faðir Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann segir að fjölskylda Gylfa hafi strax haustið 2021 haft samband við utanríkisráðherra vegna málsins. „Þar var Guðlaugur Þór í forsvari. Hann tók mjög vel í málstað okkar. Lét ráðuneytisstjórann hringja strax í mig og við spjölluðum lengi saman,“ segir Sigurður. Martin Eyjólfsson er ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Þeir hafi velt fyrir sér hvað hafi verið best að gera. Martin Eyjólfsson er ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu.Vísir „Í samráði við lögmann Gylfa var talið best að setja ekki pólitískan þrýsting á dómskerfið,“ segir Sigurður. Þarna hafði Gylfi verið í farbanni í þrjá mánuði. Martin ráðuneytisstjóri hafi sagt honum að hringja í sig ef eitthvað gerist, eitthvað þurfi að gera. Hann verði klár. Þarna hafði Gylfi sætt farbanni í þrjá mánuði. Af þessum sökum segir Sigurður ekkert skrýtið að utanríkisráðuneytið hafi ekkert aðhafst lengi vel. Svo hafi hann merkt breytingu í hugarfarinu fyrir um mánuði síðan. Fjölskylda Gylfa flutt heim Sigurður segist hafa haft samband aftur við utanríkisráðuneytið fyrir um mánuði. Mál Gylfa hafi dregist „von úr viti“ og ekkert að gerast. „Gylfi er náttúrulega íslenskur ríkisborgari. Á fjölskyldu sem er flutt heim. Hann er fastur á Englandi þar sem hann sætir farbann,“ segir Sigurður. Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa, er flutt til Íslands ásamt ungri dóttur hjónanna. Sigurður segir að Gylfi gæti verið farinn heim til Íslands fyrir löngu en þá væri hann að gerast brotlegur við lög. Sem hann geri auðvitað ekki. Eftir standi að hann sé Íslendingur sem komist ekki heim. Gylfi Þór og Alexandra Helga á EM 2016 í Frakklandi.vísir/getty Sigurður segir lögregluna ytra stöðugt krefjast þess við dómstóla að farbann yfir Gylfa verði framlengt. Án þess að nokkur tíðindi séu í málinu, eftir fimmtán mánuði. Þau hafi því viljað flytja lögheimili hans til Íslands til að gera dómskerfinu ytra erfiðara fyrir að samþykkja í enn eitt skiptið farbann á Íslending í útlöndum. Sigurður segir umsókn um lögheimilisflutning þegar hafa verið senda inn hjá Þjóðskrá. Skýrt kemur fram á vef Þjóðskrár að flutningur verður ekki skráður fyrr en einstaklingur hefur mætt á móttökustað og framvísað skilríkjum sínum. Eðli máls samkvæmt kemst Gylfi ekki til landsins til að framvísa skilríkjum. Sigurður sló því á þráðinn til utanríkisráðuneytisins vongóður um aðstoð enda ljóst að kippa þyrfti í spotta til að lögheimilisflutningur gæti átt sér stað. Bent á skráningu hjá Þjóðskrá Þar hafi starfsmaður svarað og Sigurður óskað eftir samtali við ráðuneytisstjóra. Símadaman hafi gefið honum símanúmerið hjá ritara ráðuneytisstjóra. Hann hafi sent henni línu og gert grein fyrir fyrri samskiptum sínum við ráðuneytisstjóra og þáverandi utanríkisráðherra Guðlaug Þór. Hann hafi óskað eftir samtali við ráðherra og útskýrt um hvað málið snerist. Þau þyrftu hjálp til að lögheimilisflutningar gætu gengið í gegn. Gylfi Þór Sigurðsson mætti til að styðja kvennalandsliðið á EM í Englandi í sumar. Hér gefur hann ungum aðdáanda eiginhandaráritun.Vísir/Vilhelm Ritarinn hafi aftur á móti svarað honum að hann þyrfti bara að senda beiðni á Skrá.is. „Ég þurfti ekkert að vita það. Það vita allir en það gengur ekki svoleiðis. Hann þarf að sýna fram á flutning með því að mæta á staðinn. Þess vegna ætlaði ég að biðja ráðuneytið um hjálp,“ segir Sigurður. Hann hafi svarað tölvupóstinum og útskýrt að hann viti vel að utanríkisráðuneytið sjái ekki um heimilisflutninga. „En ég er faðir Íslendings sem er í vandræðum erlendis og getur ekki flutt heimilisfangið heim. Þess vegna var ég að leita til þeirra.“ Ekkert svar hafi borist við þeim pósti. Enginn geti gert neitt nema ráðherra Sigurður veltir fyrir sér hvort nýr utanríkisráðherra vilji ekki koma nálægt málinu. Guðlaugur Þór hafi tekið beiðni hans vel þegar hann var ráðherra. Það hafi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra líka gert. „Hann vildi allt fyrir okkur gera,“ segir Sigurður. Þessi ráðherrar hafi hins vegar ekki valdið heldur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm „Maður spyr sig, þegar fólk svarar ekki, hvort þau vilji ekkert koma nálægt þessu máli. Hvort ráðuneyti Þórdísar vilji ekki aðstoða Gylfa Þór Sigurðsson.“ Annaðhvort hafi starfsmaður hennar ekki upplýst ráðherra eða hún vilji ekki gera neitt. „Það getur enginn gert neitt í þessu nema hún, hún er utanríkisráðherra.“ „Þetta er orðið að mannréttindabroti“ Sigurður segir von á ákvörðun ytra um stöðu Gylfa Þórs á næstunni. Sigurður Aðalsteinsson er Íslandsmeistari öldunga í golfi.Vísir/Jakob „Það er alltaf reynt að framlengja farbannið. Maðurinn var tekinn í yfirheyrslu. Síðan hefur ekkert gerst,“ segir Sigurður. Hann tekur undir orð Gauta um helgina. „Þetta er orðið að mannréttindabroti.“ Hann veltir fyrir sér ef almennur borgari frá Íslandi hefði verið stöðvaður í Þýskalandi sem dæmi og sakaður um einhvern hlut. Hann hefði verið kyrrsettur og gæti ekki unnið í eitt og hálft ár. „Gylfi þarf að halda tvö heimili vegna þessu. Það er búið að taka af honum alla æru, eyðileggja mannorðið og ferilinn,“ segir Sigurður. Hann sé steinhættur að skilja þetta. Gylfi Þór Sigurðsson hefur spilað 78 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 25 mörk.Vísir/Vilhelm „Annhvort er hægt að ákæra hann ef hann hefur gert eitthvað misjafnt eða láta hann fara,“ segir Sigurður og bætir við að hefði hann gerst brotlegur væri löngu búið að ákæra hann. Það hljóti að vera grunnskylda að aðstoða Íslendinga sem lendi í vandræðum erlendis. Hvort sem þeir séu sakaðir um eiturlyfjasmygl, þjófnað, morð eða annað. Dæmin sanni að fólk í slíkri stöðu fái reglulega aðstoð íslenskra yfirvalda. „Það hafa komið upp alls konar mál í gegnum tíðina. Við erum alltaf að reyna að hjálpa fólki. Ef fólk gerist brotlegt þá reynum við að láta fólkið komast heim.“ Enginn haft samband við Gylfa Gylfi Þór hefur ekki spilað knattspyrnu síðan hann var handtekinn sumarið 2021. Hann varð 33 ára í september og má telja ansi líklegt að ferill hans sem knattspyrnumaður sé á enda. Hann var stjarnan í landsliði Íslands sem fór á EM 2016 og HM 2018. Skoraði sigurmörk í mikilvægum leikjum og dró vagninn þegar mest lá undir. Sigurður segir Gylfa hafa lagt sig fram fyrir Íslands hönd í tíu til fimmtán ár. „Aldrei dregið af sér. Verið toppíþróttamaður. Lagt sig fram fyrir land og þjóð. Þetta eru þakkirnar. Hann fær ekkert,“ segir Sigurður. Hann segir Knattspyrnusamband Íslands og landsliðsþjálfara ekki hafa haft neitt samband. Vanda Sigurgeirsdóttir er formaður Knattspyrnusambands Íslands.Vísir/Hulda Margrét „Formaður KSÍ hefur ekki einu sinni reynt að ná í hann. Ég reyndi einu sinni að hringja í hana til að láta hana vita stöðuna,“ segir Sigurður og á við Vöndu Sigurgeirsdóttur. Hann hafi ekkert heyrt aftur frá henni og telur þó ljóst að hún hafi fengið meldingu um að faðir Gylfa hafi reynt að ná í hana. Sömu sögu sé að segja af landsliðsþjálfaranum Arnari Þór Viðarssyni. „Landsliðsþjálfarinn hefur ekkert hringt. Ekki einu sinni í mig. Þó þekki ég pabba hans, bræður hans og hann sjálfan,“ segir Sigurður. Breska lögreglan hafi lagt hald á síma Gylfa þegar hann var handtekinn. Hann hafi því þurft að skipta um símanúmer. Sigurður hafi áfram verið með sama númer og getað haft milligöngu fyrir að ná til Gylfa. Arnar Þór Viðarsson þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu.Vísir/Vilhelm „Þeir hafa ekkert spurt mig hvað sé að gerast. Þeir hafa ekki áhuga á því.“ Reglulega hefur verið spurt á blaðamannafundum landsliðsins út í mál Gylfa. Þar hafa svörin verið á eina leið, að ekkert sé að frétta. Ráðherra tjái sig ekki um einstök mál Fréttastofa hefur gert tilraun til að ná í fulltrúa utanríkisráðuneytisins vegna málsins. Þórlindur Kjartansson, aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, segir ráðherra ekki tjá sig um mál einstakra manna. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að sökum trúnaðarskyldu geti ráðuneytið ekki tjáð sig um einstök mál af þessum tog. Almennt felist í lögmæltu hlutverki borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins að veita íslenskum ríkisborgurum vernd og aðstoð gagnvart erlendum stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum. „Sé grunur um refsiverða háttsemi Íslendings erlendis er málið á forræði lögregluyfirvalda í viðkomandi landi,“ segir í skriflegu svari Sveins. „Utanríkisráðuneytinu er ekki heimilt að hafa afskipti af meðferð slíkra sakamála. Í þessum málum er aðkoma utanríkisþjónustunnar með venjubundnum hætti og í formi leiðbeininga og viðeigandi aðstoðar sé eftir henni leitað. Þá er jafnan leitast við að ganga úr skugga um að viðkomandi njóti aðstoðar lögmanns (verjanda) í samræmi við þær málsmeðferðarreglur sem gilda í viðkomandi ríki.“ Hlutverk utanríkisþjónustunna einskorðist því jafnan fyrst og fremst við lögmælta leiðbeiningaskyldu gagnvart viðkomandi ríkisborgara leiti hann eftir slíkri aðstoð. Sama á við um fjölskyldu viðkomandi í ákveðnum tilvikum. Fréttin hefur verið uppfærð með skriflegu svari frá utanríkisráðuneytinu.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Bretland Íslendingar erlendis Utanríkismál Fótbolti Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira