„Ég á mér draum“ Eyjólfur Pálsson skrifar 18. október 2022 08:01 Ég á mér þann draum að íslensk hönnun njóti verðskuldaðrar viðurkenningar. Góð hönnun er ekki bara fögur vara sem nýtist okkur og gleður sálina. Hún er líka öflugur drifkraftur sem hvetur til nýsköpunar, eykur verðmætasköpun og sjálfbærni og bætir lífsgæði. Þetta er íslensk hönnun Átakið „Þetta er íslensk hönnun“ lætur nú í annað sinn ljós íslenskrar hönnunarvöru skína í heila viku. Tilgangurinn með þessum gjörningi er að vekja fólk til meðvitundar um hönnun og auka virðingu fyrir þessari viðkvæmu en mikilvægu grein. Átakið sprettur af einlægri ástríðu minni fyrir hönnun en eftir góðar viðtökur í fyrra og fjölda áskorana um að endurtaka leikinn ákvað ég að kalla á ný eftir stuðningi og samvinnu þeirra sem hanna, framleiða, selja eða einfaldlega elska íslenska hönnun og endurtaka leikinn! Ég naut aðstoðar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs við val á þátttakendum og við fengum snillingana hjá Brandenburg til liðs við okkur á ný en átakið hlaut gullverðlaun í FÍT keppninni 2022. Óumdeildur virðisauki Líkt og með margar aðrar mikilvægar greinar þarf að fjárfesta í hönnun og styðja við bak hennar en það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka inn í þjóðarbúið. Það er því mikilvægt fyrir allt samfélagið að vel sé stutt við hönnun og nýsköpun. Góð hönnun eykur jafnramt virði vöru til muna, og það skilar sér í allri virðiskeðjunni. Við lítum oft til Danmerkur þegar við hugsum um góða hönnun. Það gerðist þó ekki af sjálfu sér, virðing okkar fyrir danskri hönnun óx og dafnaði í kjölfar markvissrar stefnu yfirvalda í hönnunarmálum. Danir gera sem dæmi kröfu um að áhersla sé lögð á hönnun þeirra í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum, þjónustu og kerfum sem og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera Danir á hreinum viðskiptalegum forsendum og árangurinn hefur ekki staðið á sér: Allur heimurinn þekkir og ber virðingu fyrir danskri hönnun. Hvar er íslensk hönnunarstefna? Ólíkt frændum vorum erum við Íslendingar ekki með neina fastmótaða hönnunarstefnu og engin slík hefur verið í gildi að frátöldu árabilinu 2014-2018. Hönnunarstefnan sem þá átti að taka við dagaði uppi í samráðsgátt og það hryggir mig að þrátt fyrir áhuga menningar- og viðskiptaráðherra á hönnunarmálum bólar enn ekkert á nýrri stefnu. Ég kalla því enn og aftur eftir Hönnunarstefnu fyrir Ísland og minni á mikilvægi þess að stjórnvöld gangi á undan með góðu fordæmi og velji íslenska hönnun. Í slíkri stefnu verður jafnframt að vera greinagóð innkaupastefna, með skýrum markmiðum og leiðbeinandi reglum, fyrir opinberar byggingar þegar kemur að kaupum á hönnun svo að íslensk hönnun eigi þar skýran sess. Gæði, hönnun og verð eru allt þættir sem vert er að huga að en einnig skal huga að því í útboði að kaup á íslenskri vöru styrkir lengri virðiskeðju og eflir íslenskt atvinnulíf. Ef við gerum það ekki sjálf getum við ekki gert kröfu um að aðrir geri það. Höfundur er stofnandi EPAL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Höfundarréttur Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ég á mér þann draum að íslensk hönnun njóti verðskuldaðrar viðurkenningar. Góð hönnun er ekki bara fögur vara sem nýtist okkur og gleður sálina. Hún er líka öflugur drifkraftur sem hvetur til nýsköpunar, eykur verðmætasköpun og sjálfbærni og bætir lífsgæði. Þetta er íslensk hönnun Átakið „Þetta er íslensk hönnun“ lætur nú í annað sinn ljós íslenskrar hönnunarvöru skína í heila viku. Tilgangurinn með þessum gjörningi er að vekja fólk til meðvitundar um hönnun og auka virðingu fyrir þessari viðkvæmu en mikilvægu grein. Átakið sprettur af einlægri ástríðu minni fyrir hönnun en eftir góðar viðtökur í fyrra og fjölda áskorana um að endurtaka leikinn ákvað ég að kalla á ný eftir stuðningi og samvinnu þeirra sem hanna, framleiða, selja eða einfaldlega elska íslenska hönnun og endurtaka leikinn! Ég naut aðstoðar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs við val á þátttakendum og við fengum snillingana hjá Brandenburg til liðs við okkur á ný en átakið hlaut gullverðlaun í FÍT keppninni 2022. Óumdeildur virðisauki Líkt og með margar aðrar mikilvægar greinar þarf að fjárfesta í hönnun og styðja við bak hennar en það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka inn í þjóðarbúið. Það er því mikilvægt fyrir allt samfélagið að vel sé stutt við hönnun og nýsköpun. Góð hönnun eykur jafnramt virði vöru til muna, og það skilar sér í allri virðiskeðjunni. Við lítum oft til Danmerkur þegar við hugsum um góða hönnun. Það gerðist þó ekki af sjálfu sér, virðing okkar fyrir danskri hönnun óx og dafnaði í kjölfar markvissrar stefnu yfirvalda í hönnunarmálum. Danir gera sem dæmi kröfu um að áhersla sé lögð á hönnun þeirra í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum, þjónustu og kerfum sem og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera Danir á hreinum viðskiptalegum forsendum og árangurinn hefur ekki staðið á sér: Allur heimurinn þekkir og ber virðingu fyrir danskri hönnun. Hvar er íslensk hönnunarstefna? Ólíkt frændum vorum erum við Íslendingar ekki með neina fastmótaða hönnunarstefnu og engin slík hefur verið í gildi að frátöldu árabilinu 2014-2018. Hönnunarstefnan sem þá átti að taka við dagaði uppi í samráðsgátt og það hryggir mig að þrátt fyrir áhuga menningar- og viðskiptaráðherra á hönnunarmálum bólar enn ekkert á nýrri stefnu. Ég kalla því enn og aftur eftir Hönnunarstefnu fyrir Ísland og minni á mikilvægi þess að stjórnvöld gangi á undan með góðu fordæmi og velji íslenska hönnun. Í slíkri stefnu verður jafnframt að vera greinagóð innkaupastefna, með skýrum markmiðum og leiðbeinandi reglum, fyrir opinberar byggingar þegar kemur að kaupum á hönnun svo að íslensk hönnun eigi þar skýran sess. Gæði, hönnun og verð eru allt þættir sem vert er að huga að en einnig skal huga að því í útboði að kaup á íslenskri vöru styrkir lengri virðiskeðju og eflir íslenskt atvinnulíf. Ef við gerum það ekki sjálf getum við ekki gert kröfu um að aðrir geri það. Höfundur er stofnandi EPAL.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun