Segir fjölda ungmenna hafa beðist afsökunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2022 14:15 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Þær stigu fram í fyrradag og greindu frá stöðu mála. Vísir/Arnar Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir Ísabellu Vonar, segir að líf þeirra mæðgna hafi verið tilfinningaleg rússíbanareið síðan þær stigu fram og greindu frá raunum Ísabellu. Síðan þá hafi fjöldi ungmenna beðið Ísabellu afsökunar. Mæðgurnar höfðu fengu sig fullsadda af grófu einelti sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði og stóðu ráðalausar frammi fyrir vandanum. Það var því hálfgert örþrifaráð að mæðgurnar fóru með málið í fjölmiðla. Frásögn Ísabellu hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu vegna stöðu eineltis- og ofbeldismála hér á landi en umfram allt samúð. Fréttastofa náði tali af Sædísi sem sagði að þessi rússíbanareið sé “99,999% jákvæð” líkt og hún komst að orði. „Það bara er verið að senda okkur skilaboð, hringja í okkar og koma til okkar. Fólk hefur gefið henni alls konar hluti. Þetta er endalaust. Krakkar að biðjast fyrirgefningar og krakkar að koma til hennar.“ Sjá þeir að sér? „Já, alveg rosalega margir,“ segir Sædís sem óraði ekki fyrir viðbrögðunum sem fylgdu í kjölfarið. „Við bjuggumst engan veginn við þessu. Við vildum bara að þetta hætti. Við vorum komnar með nóg.“ Skólastjóri Hraunvallaskóla sagði í samtali við fréttastofu að málið sé komið í traustan farveg og að það verði unnið með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. Ísabella treystir sér enn ekki í skólann og segir Sædís að í næstu viku sé á dagskrá fundur í skólanum og að hún viti til þess að grípa eigi til ráðstafana. Ert þú sátt við þann farveg sem málið fer í? „Ég á eftir að hugsa það betur.“ Eftir sjónvarpsviðtöl við mæðgurnar hafa heyrst gagnrýnisraddir í samfélaginu þar sem það hefur verið dregið í efa að það hafi verði rétt að leyfa Ísabellu að tjá sig um málið. Sædís segir að þetta hafi verið örþrifaráð. Eftir á að hyggja telur þó að þetta hafi verið rétt ákvörðun. „Já, ég held það. Hún vildi gera þetta og það er hennar val. Það má deila um ýmislegt og fólk hefur margar skoðanir en það hafa ekki margir verið í okkar sporum og geta ekki sagt til um hvernig það er.“ Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52 „Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Mæðgurnar höfðu fengu sig fullsadda af grófu einelti sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði og stóðu ráðalausar frammi fyrir vandanum. Það var því hálfgert örþrifaráð að mæðgurnar fóru með málið í fjölmiðla. Frásögn Ísabellu hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu vegna stöðu eineltis- og ofbeldismála hér á landi en umfram allt samúð. Fréttastofa náði tali af Sædísi sem sagði að þessi rússíbanareið sé “99,999% jákvæð” líkt og hún komst að orði. „Það bara er verið að senda okkur skilaboð, hringja í okkar og koma til okkar. Fólk hefur gefið henni alls konar hluti. Þetta er endalaust. Krakkar að biðjast fyrirgefningar og krakkar að koma til hennar.“ Sjá þeir að sér? „Já, alveg rosalega margir,“ segir Sædís sem óraði ekki fyrir viðbrögðunum sem fylgdu í kjölfarið. „Við bjuggumst engan veginn við þessu. Við vildum bara að þetta hætti. Við vorum komnar með nóg.“ Skólastjóri Hraunvallaskóla sagði í samtali við fréttastofu að málið sé komið í traustan farveg og að það verði unnið með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði. Ísabella treystir sér enn ekki í skólann og segir Sædís að í næstu viku sé á dagskrá fundur í skólanum og að hún viti til þess að grípa eigi til ráðstafana. Ert þú sátt við þann farveg sem málið fer í? „Ég á eftir að hugsa það betur.“ Eftir sjónvarpsviðtöl við mæðgurnar hafa heyrst gagnrýnisraddir í samfélaginu þar sem það hefur verið dregið í efa að það hafi verði rétt að leyfa Ísabellu að tjá sig um málið. Sædís segir að þetta hafi verið örþrifaráð. Eftir á að hyggja telur þó að þetta hafi verið rétt ákvörðun. „Já, ég held það. Hún vildi gera þetta og það er hennar val. Það má deila um ýmislegt og fólk hefur margar skoðanir en það hafa ekki margir verið í okkar sporum og geta ekki sagt til um hvernig það er.“
Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52 „Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. 20. október 2022 14:52
„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04