Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Breiðablik 54-80 | Breiðablik fór illa með ÍR Andri Már Eggertsson skrifar 23. október 2022 21:10 Vísir/Diego Eftir tvo tapleiki í röð komst Breiðablik aftur á sigurbraut. Breiðablik valtaði yfir botnlið ÍR sem sá ekki til sólar í kvöld. Eftir mikla yfirburði vann Breiðablik á endanum tuttugu og sex stiga sigur 54-80. Breiðablik byrjaði betur og var í bílstjórasætinu fyrstu tíu mínúturnar. ÍR átti góða kafla og var Breiðablik í því að slökkva elda sem ÍR var að reyna að kveikja. Sabrina Nicole Haines og Sanja Orozovic sáu um sóknarleik Breiðabliks en þær gerðu 20 af 22 stigum Breiðabliks. ÍR byrjaði annan leikhluta betur og minnkaði forskot Breiðabliks niður í fjögur stig. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, tók leikhlé og kveikti í sínu liði. Breiðablik fylgdi leikhléi Yngva eftir með tuttugu og tveimur stigum í röð og var staðan 19-45. Eftir tæplega sex mínútna kafla þar sem ÍR tókst ekki að setja stig á töfluna fékk Sólrún Sæmundsdóttir tvö vítaskot sem hún hitti úr. ÍR fylgdi þessu eftir með þremur stigum til viðbótar og sýndu smá lífsmark áður en fyrri hálfleikur kláraðist. Staðan í hálfleik var 28-47. ÍR byrjaði þriðja leikhluta betur sem varð til þess að Yngvi tók leikhlé til að reyna vekja sitt lið. Líkt og í fyrri hálfleik gekk leikhlé Yngva fullkomlega upp þar sem Breiðablik gerði ellefu stig í röð. Breiðablik var tuttugu og einu stigi yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Bæði lið nýttu síðasta fjórðung í að leyfa öllum að spila. Breiðablik var í vandræðum í lokin og tókst ekki að setja stig á töfluna síðustu þrjár og hálfa mínútuna sem varð til þess að ÍR náði aðeins að minnka muninn. Leikurinn endaði með tuttugu og sex stiga sigri Breiðabliks 54-80. Af hverju vann Breiðablik? Áhlaup Breiðabliks um miðjan fyrri hálfleik saltaði þennan leik. Fjórum stigum yfir setti Breiðablik í fluggírinn og gerði tuttugu og tvö stig í röð. ÍR náði aldrei að koma til baka eftir að hafa lent tuttugu og sex stigum undir. Hverjar stóðu upp úr? Sabrina Nicole Haines var allt í öllu í kvöld. Sabrina gerði 23 stig, tók 14 fráköst, gaf 9 stoðsendingar, stal 6 boltum og endaði með 39 framlagspunkta. Ísabella Ósk Sigurðardóttir var með tvöfalda tvennu. Ísabella gerði 17 stig, tók 13 fráköst og stal 7 boltum. Hvað gekk illa? Skotnýting ÍR-inga var hræðileg. ÍR var með 23 prósent skotnýtingu. ÍR-ingar tóku 36 þriggja stiga skot og hittu aðeins úr 6 skotum. Það var mikið um tapaða bolta hjá báðum liðum en ÍR tapaði 29 boltum sem var níu boltum meira en Breiðablik. Hvað gerist næst? Breiðablik fær Hauka í heimsókn næsta miðvikudag klukkan 19:15. ÍR fer til Grindavíkur og mætir Grindvíkingum klukkan 18:15. Ari: Okkur vantar sjálfstraust Ari Gunnarsson var svekktur með tap kvöldsinsFacebook/ÍR Karfa Ari Gunnarsson, þjálfari ÍR, var svekktur með tap kvöldsins. „Ég get ekki útskýrt af hverju við töpuðum svona stórt. Við undirbjuggum okkur eins vel og við gátum en skotin eru ekki að detta með okkur þessa stundina. Við höfum tapað mörgum leikjum og okkur vantar sjálfstraust,“ sagði Ari Gunnarsson í samtali við Vísi eftir leik. Um miðjan annan leikhluta minnkaði ÍR forskot Breiðabliks niður í fjögur stig. Breiðablik tók leikhlé og fylgdi því eftir með 22 stigum í röð sem kálaði leiknum. „Við töpuðum mörgum boltum í þessu áhlaupi Breiðabliks. Í heildina töpuðum við líka of mörgum boltum og hverjum það er að kenna er eitthvað sem við þurfum að skoða,“ sagði Ari Gunnarsson að lokum. Subway-deild kvenna ÍR Breiðablik
Eftir tvo tapleiki í röð komst Breiðablik aftur á sigurbraut. Breiðablik valtaði yfir botnlið ÍR sem sá ekki til sólar í kvöld. Eftir mikla yfirburði vann Breiðablik á endanum tuttugu og sex stiga sigur 54-80. Breiðablik byrjaði betur og var í bílstjórasætinu fyrstu tíu mínúturnar. ÍR átti góða kafla og var Breiðablik í því að slökkva elda sem ÍR var að reyna að kveikja. Sabrina Nicole Haines og Sanja Orozovic sáu um sóknarleik Breiðabliks en þær gerðu 20 af 22 stigum Breiðabliks. ÍR byrjaði annan leikhluta betur og minnkaði forskot Breiðabliks niður í fjögur stig. Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, tók leikhlé og kveikti í sínu liði. Breiðablik fylgdi leikhléi Yngva eftir með tuttugu og tveimur stigum í röð og var staðan 19-45. Eftir tæplega sex mínútna kafla þar sem ÍR tókst ekki að setja stig á töfluna fékk Sólrún Sæmundsdóttir tvö vítaskot sem hún hitti úr. ÍR fylgdi þessu eftir með þremur stigum til viðbótar og sýndu smá lífsmark áður en fyrri hálfleikur kláraðist. Staðan í hálfleik var 28-47. ÍR byrjaði þriðja leikhluta betur sem varð til þess að Yngvi tók leikhlé til að reyna vekja sitt lið. Líkt og í fyrri hálfleik gekk leikhlé Yngva fullkomlega upp þar sem Breiðablik gerði ellefu stig í röð. Breiðablik var tuttugu og einu stigi yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Bæði lið nýttu síðasta fjórðung í að leyfa öllum að spila. Breiðablik var í vandræðum í lokin og tókst ekki að setja stig á töfluna síðustu þrjár og hálfa mínútuna sem varð til þess að ÍR náði aðeins að minnka muninn. Leikurinn endaði með tuttugu og sex stiga sigri Breiðabliks 54-80. Af hverju vann Breiðablik? Áhlaup Breiðabliks um miðjan fyrri hálfleik saltaði þennan leik. Fjórum stigum yfir setti Breiðablik í fluggírinn og gerði tuttugu og tvö stig í röð. ÍR náði aldrei að koma til baka eftir að hafa lent tuttugu og sex stigum undir. Hverjar stóðu upp úr? Sabrina Nicole Haines var allt í öllu í kvöld. Sabrina gerði 23 stig, tók 14 fráköst, gaf 9 stoðsendingar, stal 6 boltum og endaði með 39 framlagspunkta. Ísabella Ósk Sigurðardóttir var með tvöfalda tvennu. Ísabella gerði 17 stig, tók 13 fráköst og stal 7 boltum. Hvað gekk illa? Skotnýting ÍR-inga var hræðileg. ÍR var með 23 prósent skotnýtingu. ÍR-ingar tóku 36 þriggja stiga skot og hittu aðeins úr 6 skotum. Það var mikið um tapaða bolta hjá báðum liðum en ÍR tapaði 29 boltum sem var níu boltum meira en Breiðablik. Hvað gerist næst? Breiðablik fær Hauka í heimsókn næsta miðvikudag klukkan 19:15. ÍR fer til Grindavíkur og mætir Grindvíkingum klukkan 18:15. Ari: Okkur vantar sjálfstraust Ari Gunnarsson var svekktur með tap kvöldsinsFacebook/ÍR Karfa Ari Gunnarsson, þjálfari ÍR, var svekktur með tap kvöldsins. „Ég get ekki útskýrt af hverju við töpuðum svona stórt. Við undirbjuggum okkur eins vel og við gátum en skotin eru ekki að detta með okkur þessa stundina. Við höfum tapað mörgum leikjum og okkur vantar sjálfstraust,“ sagði Ari Gunnarsson í samtali við Vísi eftir leik. Um miðjan annan leikhluta minnkaði ÍR forskot Breiðabliks niður í fjögur stig. Breiðablik tók leikhlé og fylgdi því eftir með 22 stigum í röð sem kálaði leiknum. „Við töpuðum mörgum boltum í þessu áhlaupi Breiðabliks. Í heildina töpuðum við líka of mörgum boltum og hverjum það er að kenna er eitthvað sem við þurfum að skoða,“ sagði Ari Gunnarsson að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum