Mjög dapurlegt að fjölskylda sé í þessari stöðu Snorri Másson skrifar 23. október 2022 16:47 Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Einar Það er grafalvarlegt að mæður þurfi að flytja sig á milli landshluta til að fæða börn, þegar þjónustan ætti að vera til staðar í nærumhverfinu, að sögn formanns Læknafélags Íslands. Snjóhengja vofi yfir kerfinu þar sem kynslóð héraðslækna sem sættir sig við óboðlegar vinnuaðstæður sé á leið á eftirlaun. Sagt var frá því í fréttum í gær að barnshafandi kona á Egilsstöðum þurfi að flytja með alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin, þar sem fæðingardeildin verður ekki starfandi í Neskaupstað yfir hátíðirnar. Skurðlæknirinn, sem þarf að vera til halds og trausts, er í fríi og afleysing fæst ekki. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir að Íslendingar búi við læknaskort á öllum stofnunum, en að landsbyggðin sé fyrsti staðurinn þar sem það kemur upp og verður skýrt, að þjónustan er einfaldlega ekki til staðar. „Mér finnst þetta náttúrulega bara grafalvarlegt og mjög dapurlegt að þessi fjölskylda sé í þessari stöðu. Þetta er svo sem ekkert sem kemur okkur á óvart því að við í Læknafélaginu höfum undanfarið verið að benda á þessa alvarlegu stöðu víðs vegar um landið, þar sem læknamönnun hangir algerlega á bláþræði. Þetta er að mínu mati kannski bara upphafið að fleiri svona dæmum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Viðtal við S Til skemmri tíma segir Steinunn að einfaldlega þurfi að hækka launin til að fá lækna til starfa út á land en til lengri tíma þurfi að fjölga í hópi þeirra sem eru tilbúnir að starfa úti á landi. Starfsaðstæðurnar séu oft óboðlegar, þar sem það er í höndum einstakra lækna að finna afleysingu fyrir sjálfa sig ef þeir vilja komast í frí. Steinunn segir stjórnvöld þurfa að bregðast við því að kynslóð héraðslækna sem líta á það sem hlutverk sitt að vera á sólarhringsvakt allt árið um kring sé að eldast. „Þessir menn, þetta eru sérstaklega eldri karlmenn, hafa náttúrulega staðið sína vakt með ótrúlegum sóma en þetta er ekkert sem við getum stólað á til framtíðar. Þannig að það verður breyting á viðhorfi lækna til vinnu, það verður enginn tilbúinn til að vera á vaktinni alltaf alla daga. Við munum þurfa fleiri lækna til að manna héröðin bara innan nokkurra ára, vegna þess að flestir þessara lækna eru að fara á eftirlaun. Þannig að þetta er ákveðin snjóhengja sem þarna er til staðar,“ segir Steinunn. Þegar konur þurfa að fara úr héraði til að fæða sín börn, fellur fæðingartíðnin líka niður í héraði, í þessu tilviki á Austurlandi. Steinunn varar við því að þá getur farið að molna hægt og rólega undan starfsemi sem er þó til staðar og hefur allar forsendur til að vera öflug áfram. Heilbrigðismál Byggðamál Heilbrigðisstofnun Austurlands Börn og uppeldi Tengdar fréttir Flytja til Akureyrar frá Egilsstöðum yfir jólin enda ekki í boði að fæða fyrir austan Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu. 22. október 2022 18:31 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Sagt var frá því í fréttum í gær að barnshafandi kona á Egilsstöðum þurfi að flytja með alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin, þar sem fæðingardeildin verður ekki starfandi í Neskaupstað yfir hátíðirnar. Skurðlæknirinn, sem þarf að vera til halds og trausts, er í fríi og afleysing fæst ekki. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir að Íslendingar búi við læknaskort á öllum stofnunum, en að landsbyggðin sé fyrsti staðurinn þar sem það kemur upp og verður skýrt, að þjónustan er einfaldlega ekki til staðar. „Mér finnst þetta náttúrulega bara grafalvarlegt og mjög dapurlegt að þessi fjölskylda sé í þessari stöðu. Þetta er svo sem ekkert sem kemur okkur á óvart því að við í Læknafélaginu höfum undanfarið verið að benda á þessa alvarlegu stöðu víðs vegar um landið, þar sem læknamönnun hangir algerlega á bláþræði. Þetta er að mínu mati kannski bara upphafið að fleiri svona dæmum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Viðtal við S Til skemmri tíma segir Steinunn að einfaldlega þurfi að hækka launin til að fá lækna til starfa út á land en til lengri tíma þurfi að fjölga í hópi þeirra sem eru tilbúnir að starfa úti á landi. Starfsaðstæðurnar séu oft óboðlegar, þar sem það er í höndum einstakra lækna að finna afleysingu fyrir sjálfa sig ef þeir vilja komast í frí. Steinunn segir stjórnvöld þurfa að bregðast við því að kynslóð héraðslækna sem líta á það sem hlutverk sitt að vera á sólarhringsvakt allt árið um kring sé að eldast. „Þessir menn, þetta eru sérstaklega eldri karlmenn, hafa náttúrulega staðið sína vakt með ótrúlegum sóma en þetta er ekkert sem við getum stólað á til framtíðar. Þannig að það verður breyting á viðhorfi lækna til vinnu, það verður enginn tilbúinn til að vera á vaktinni alltaf alla daga. Við munum þurfa fleiri lækna til að manna héröðin bara innan nokkurra ára, vegna þess að flestir þessara lækna eru að fara á eftirlaun. Þannig að þetta er ákveðin snjóhengja sem þarna er til staðar,“ segir Steinunn. Þegar konur þurfa að fara úr héraði til að fæða sín börn, fellur fæðingartíðnin líka niður í héraði, í þessu tilviki á Austurlandi. Steinunn varar við því að þá getur farið að molna hægt og rólega undan starfsemi sem er þó til staðar og hefur allar forsendur til að vera öflug áfram.
Heilbrigðismál Byggðamál Heilbrigðisstofnun Austurlands Börn og uppeldi Tengdar fréttir Flytja til Akureyrar frá Egilsstöðum yfir jólin enda ekki í boði að fæða fyrir austan Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu. 22. október 2022 18:31 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Flytja til Akureyrar frá Egilsstöðum yfir jólin enda ekki í boði að fæða fyrir austan Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu. 22. október 2022 18:31
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels