Þórunn Sveinbjarnardóttir og Ömurlegir eðalkratar Birgir Dýrfjörð skrifar 23. október 2022 13:02 20.október s.l. var í Fréttablaðinu ógeðfelld grein eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur. Í niðurstöðu greinarinnar segir; „Það er ömurlegt að fylgjast með svokölluðum eðalkrötum leggja lykkju á leið sína til að koma höggi á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.“ Grein sinni lýkur Þórunn með dylgjum að hætti vábeiðu. Hún skrifar; „Ég vona bara að tilvonandi formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, fái að njóta sannmælis“ Mikið er þetta ósmekklegt og ógeðfellt. Þórunn lætur að því liggja að lýðræðis-jafnaðarmenn, sem hún kallar eðalkrata muni ekki láta Kristrúnu Frostadóttir njóta sannamælis sem formaður. 1958 þegar Hermann Jónassonmyndaði ríkisstjórnina, sem færði landhelgina út í 50 mílur, þá sat ég í 25 manna miðstjórn Alþýðuflokksins, og hef starfað í honum og Samfylkingunni alla tíð síðan. Ég er því oft kallaður eðalkrati, og ég biðst því undan ómaklegum dylgjum Þórunnar. Nú er spurt, af hverju lætur Þórunn í það skína að, „svokallaðir eðalkratar“ komi í veg fyrir ,að nýr formaður fá notið sannmælis í starfi. Af hverju gerir hún sig svona smáa frammi fyrir alþjóð? Ég tel mig vita svarið. Það er kunnugt að smár hollustu-hópur heldur því fram að aumur árangur Þórunnar Sveinbjarnardóttur í síðustu Alþingiskosningum sé, „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þeir hafi brugðist. Sú kenning stenst ekki. Til þess eru „eðal-kratarnir“ of fáir. Eftir skipan Þórunnar í efsta sæti þá lýstu margir því yfir, að þeir myndu skila auðu atkvæði á kjördegi. Auðir atkvæðaseðlar reyndust vera 1096. Það var Íslandsmet. Þessu til viðbótar varð flokkurinn að una 28% fylgistapi frá kosningum þar áður. Þær kosningar voru þó grátlega rýrar í kjörfylgi. Fylgishrunið var ekki „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þar var mest um að kenna, að lýðræðið var sniðgengið þegar efsta sæti listans var ákveðið. Venja lýðræðis-krata er, að flokksfólkið fái sjálft að ráða efstu sætum (með prófkjöri). Efsta sæti listans var troðið með handafli upp í flokksfólk. Því var meinað að koma að skipan þess. Stór hluti kjósenda neitaði að kyngja aðferðinni og skilaði auðu. Aðrir kusu annan flokk, því miður. Og það var ekki „eðalkrötum“ að kenna, heldur þeim, sem tóku sér það vald að raða einir á listann. Öll viljum við vera jafnaðarfólk, umburðarlynd og sanngjörn. Gæðaflokkun fólks eftir pólitískum uppruna, að hætti Þórunnar Sveinbjarnardóttur er því ekki bara ósmekkleg. Hún er ógáfuleg og leiðir til sundrungar í flokknum. Höfundur er Lýðræðis-jafnaðarmaður (sósíal-demokrati). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Birgir Dýrfjörð Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
20.október s.l. var í Fréttablaðinu ógeðfelld grein eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur. Í niðurstöðu greinarinnar segir; „Það er ömurlegt að fylgjast með svokölluðum eðalkrötum leggja lykkju á leið sína til að koma höggi á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.“ Grein sinni lýkur Þórunn með dylgjum að hætti vábeiðu. Hún skrifar; „Ég vona bara að tilvonandi formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, fái að njóta sannmælis“ Mikið er þetta ósmekklegt og ógeðfellt. Þórunn lætur að því liggja að lýðræðis-jafnaðarmenn, sem hún kallar eðalkrata muni ekki láta Kristrúnu Frostadóttir njóta sannamælis sem formaður. 1958 þegar Hermann Jónassonmyndaði ríkisstjórnina, sem færði landhelgina út í 50 mílur, þá sat ég í 25 manna miðstjórn Alþýðuflokksins, og hef starfað í honum og Samfylkingunni alla tíð síðan. Ég er því oft kallaður eðalkrati, og ég biðst því undan ómaklegum dylgjum Þórunnar. Nú er spurt, af hverju lætur Þórunn í það skína að, „svokallaðir eðalkratar“ komi í veg fyrir ,að nýr formaður fá notið sannmælis í starfi. Af hverju gerir hún sig svona smáa frammi fyrir alþjóð? Ég tel mig vita svarið. Það er kunnugt að smár hollustu-hópur heldur því fram að aumur árangur Þórunnar Sveinbjarnardóttur í síðustu Alþingiskosningum sé, „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þeir hafi brugðist. Sú kenning stenst ekki. Til þess eru „eðal-kratarnir“ of fáir. Eftir skipan Þórunnar í efsta sæti þá lýstu margir því yfir, að þeir myndu skila auðu atkvæði á kjördegi. Auðir atkvæðaseðlar reyndust vera 1096. Það var Íslandsmet. Þessu til viðbótar varð flokkurinn að una 28% fylgistapi frá kosningum þar áður. Þær kosningar voru þó grátlega rýrar í kjörfylgi. Fylgishrunið var ekki „svokölluðum eðalkrötum“ að kenna. Þar var mest um að kenna, að lýðræðið var sniðgengið þegar efsta sæti listans var ákveðið. Venja lýðræðis-krata er, að flokksfólkið fái sjálft að ráða efstu sætum (með prófkjöri). Efsta sæti listans var troðið með handafli upp í flokksfólk. Því var meinað að koma að skipan þess. Stór hluti kjósenda neitaði að kyngja aðferðinni og skilaði auðu. Aðrir kusu annan flokk, því miður. Og það var ekki „eðalkrötum“ að kenna, heldur þeim, sem tóku sér það vald að raða einir á listann. Öll viljum við vera jafnaðarfólk, umburðarlynd og sanngjörn. Gæðaflokkun fólks eftir pólitískum uppruna, að hætti Þórunnar Sveinbjarnardóttur er því ekki bara ósmekkleg. Hún er ógáfuleg og leiðir til sundrungar í flokknum. Höfundur er Lýðræðis-jafnaðarmaður (sósíal-demokrati).
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun