Sunak verður næsti forsætisráðherra Breta Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2022 13:03 Rishi Sunak, mun taka við embætti forsætisráðherra Bretlands. AP/Aberto Pezzali Rishi Sunak verður nýr leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra. Hann stóð einn eftir í keppninni um sætið eftir að Penny Mordaunt steig til hliðar rétt fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig til hlés í gær. Mordaunt tókst ekki að verða sér út um stuðning þeirra hundrað þingmanna flokksins sem þarf til að eiga möguleika á því að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Sky News segir fáa þingmenn hafa viljað lýsa yfir stuðningi við hana en að stuðningsmönnum Sunaks hafi fjölgað í morgun. Sjá einnig: Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Í yfirlýsingu sem Mordaunt sendi frá sér í hádeginu sagði hún Breta ganga í gegnum fordæmalausa tíma. Ljóst væri að þingmönnum fyndist þörf á stöðugleika. pic.twitter.com/w76rEvJdyQ— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) October 24, 2022 Einungis sjö vikur eru síðan sambærileg barátta um leiðtogaembættið fór fram innan Íhaldsflokksins. Þá sigraði Liz Truss Sunak með miklum yfirburðum. Forsætisráðherratíð hennar varði ekki lengi. Truss lét af embætti þegar henni varð ljóst að efnahagsaðgerðir sem hún vildi fara í nutu mjög lítillar hylli innan Íhaldsflokksins og meðal bresku þjóðarinnar. Sjá einnig: Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Truss varð þar með sá breski forsætisráðherra sem styst hefur setið í embætti. Sjá einnig: Kálið, Stóri-Sam og allt það sem entist lengur en Truss Sunak er 42 ára gamall og foreldrar hans voru af indverskum uppruna. Hann verður því fyrsti forsætisráðherra Bretlands sem á rætur að rekja til Indlands og um leið fyrsti forsætisráðherrann sem er ekki hvítur á hörund. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnsons. Hann tók við því embætti um vorið 2020 og var því við stjórnina í fjármálaráðuneytinu gegnum versta tíma faraldurs Covid. BBC segir að þá hafi vinsældir hans aukist nokkuð á landsvísu. Það voru Sunak og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sem voru fyrstir til að segja af sér úr þeirri ríkisstjórn vegna ítrekaðra hneykslismála Johnsons. Sunak og Akshata Murty, eiginkona hans, eru mjög auðug. Sunak hefur verið gagnrýndur vegna þessa og þá sérstaklega með tilliti til þess að hann er sagður eiga erfitt með að setja sig í spor almennings varðandi hækkandi verð í Bretlandi. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15 Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53 Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig til hlés í gær. Mordaunt tókst ekki að verða sér út um stuðning þeirra hundrað þingmanna flokksins sem þarf til að eiga möguleika á því að verða leiðtogi Íhaldsflokksins. Sky News segir fáa þingmenn hafa viljað lýsa yfir stuðningi við hana en að stuðningsmönnum Sunaks hafi fjölgað í morgun. Sjá einnig: Niðurskurður og skattahækkanir í farvatninu nái Sunak kjöri Í yfirlýsingu sem Mordaunt sendi frá sér í hádeginu sagði hún Breta ganga í gegnum fordæmalausa tíma. Ljóst væri að þingmönnum fyndist þörf á stöðugleika. pic.twitter.com/w76rEvJdyQ— Penny Mordaunt (@PennyMordaunt) October 24, 2022 Einungis sjö vikur eru síðan sambærileg barátta um leiðtogaembættið fór fram innan Íhaldsflokksins. Þá sigraði Liz Truss Sunak með miklum yfirburðum. Forsætisráðherratíð hennar varði ekki lengi. Truss lét af embætti þegar henni varð ljóst að efnahagsaðgerðir sem hún vildi fara í nutu mjög lítillar hylli innan Íhaldsflokksins og meðal bresku þjóðarinnar. Sjá einnig: Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Truss varð þar með sá breski forsætisráðherra sem styst hefur setið í embætti. Sjá einnig: Kálið, Stóri-Sam og allt það sem entist lengur en Truss Sunak er 42 ára gamall og foreldrar hans voru af indverskum uppruna. Hann verður því fyrsti forsætisráðherra Bretlands sem á rætur að rekja til Indlands og um leið fyrsti forsætisráðherrann sem er ekki hvítur á hörund. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnsons. Hann tók við því embætti um vorið 2020 og var því við stjórnina í fjármálaráðuneytinu gegnum versta tíma faraldurs Covid. BBC segir að þá hafi vinsældir hans aukist nokkuð á landsvísu. Það voru Sunak og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, sem voru fyrstir til að segja af sér úr þeirri ríkisstjórn vegna ítrekaðra hneykslismála Johnsons. Sunak og Akshata Murty, eiginkona hans, eru mjög auðug. Sunak hefur verið gagnrýndur vegna þessa og þá sérstaklega með tilliti til þess að hann er sagður eiga erfitt með að setja sig í spor almennings varðandi hækkandi verð í Bretlandi.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15 Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53 Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21 Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Boris Johnson gefur ekki kost á sér Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir leiðtogakjör breska Íhaldsflokksins. Allar líkur eru nú á því að Rishi Sunak verði næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 20:15
Sunak gæti hreppt hnossið strax í dag Mestar líkur eru nú taldar á því að Rishi Sunak verði næsti leiðtogi Íhaldsmanna í Bretlandi og þar með forsætisráðherra, jafnvel strax í dag. 24. október 2022 06:53
Sunak staðfestir framboð Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. 23. október 2022 10:21
Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02