Firra að „nagladekkjalöggur“ ætli að skattleggja sjálfsögð öryggistæki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2022 11:57 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Vísir Bæjarstjóri Ölfuss segir hugmyndir um að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja fráleitar. Hann segir nagladekk öryggisatriði og því sé firra að leggja öryggisskatt á íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur enga trú á því að hugmyndirnar verði að veruleika. Umhverfisstofnun hyggst leggja til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja. Fréttablaðið greindi frá áformunum í morgun en þar segir Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá stofnuninni að gjaldið yrði ekki landsbyggðarskattur heldur skattur á íbúa höfuðborgarsvæðisins sem hægt væri að útfæra þannig að gestir á nöglum borgi daggjald. Öryggismál Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss líst vægast sagt illa á hugmyndina. „Okkur líst bara afbragðs illa á þetta. Við nálgumst þetta nánast eins og hér sé um firru að ræða. Við högum okkar samfélagi þannig að hluti af samfélaginu býr utan borgarinnar og sækir þangað þjónustuna og á sama tíma er mikið af fólki í borginni sem er ýmist flutt út á heiðarnar í kringum Kópavog eða eitthvert annað og í þessu landi eru nagladekk öryggisatriði,“ sagði Elliði. „Það er fráleit hugmynd til þess að bæta loftgæði í Reykjavík að leggja öryggisskatt á okkur sem búum hér á svæðinu í kring og þurfum vinnu vegna eða annars að sækja þjónustu í borgina.“ Auka þurfi sátt milli höfuðborgar og landsbyggðar Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að Alexöndru Briem formanni borgarráðs Reykjavíkurborgar líst vel á tillöguna. Til þess að breytingin komist til framkvæmda þarf þó breytingu á umferðalögum. „Ég hef enga trú á því að þingmenn sem fara með skattlagningarvaldið taki þátt í þessum misráðna leik. Það vekur furðu mína að sjá það að borgarfulltrúar skuli taka undir þetta, að borgin skuli ætla að vera með einhverjar nagladekkjalöggur sem leita uppi bíla og skattleggja þá ef þeir eru með þessi sjálfsögðu öryggistæki,“ sagði Elliði. „Það er löngu kominn tími á að auka sáttina á milli höfuðborgarinnar og sérstaklega Kragans hér í kring en líka bara landsbyggðarinnar allrar. Við eigum öll þetta samfélag saman. Við höfum valið það að byggja þjónustuna okkar upp á höfuðborgarsvæðinu og við þurfum að auðvelda fólki að sækja þjónustuna og komast frá henni.“ Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Loftgæði Tengdar fréttir Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir 140 listamenn vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira
Umhverfisstofnun hyggst leggja til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja. Fréttablaðið greindi frá áformunum í morgun en þar segir Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá stofnuninni að gjaldið yrði ekki landsbyggðarskattur heldur skattur á íbúa höfuðborgarsvæðisins sem hægt væri að útfæra þannig að gestir á nöglum borgi daggjald. Öryggismál Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss líst vægast sagt illa á hugmyndina. „Okkur líst bara afbragðs illa á þetta. Við nálgumst þetta nánast eins og hér sé um firru að ræða. Við högum okkar samfélagi þannig að hluti af samfélaginu býr utan borgarinnar og sækir þangað þjónustuna og á sama tíma er mikið af fólki í borginni sem er ýmist flutt út á heiðarnar í kringum Kópavog eða eitthvert annað og í þessu landi eru nagladekk öryggisatriði,“ sagði Elliði. „Það er fráleit hugmynd til þess að bæta loftgæði í Reykjavík að leggja öryggisskatt á okkur sem búum hér á svæðinu í kring og þurfum vinnu vegna eða annars að sækja þjónustu í borgina.“ Auka þurfi sátt milli höfuðborgar og landsbyggðar Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að Alexöndru Briem formanni borgarráðs Reykjavíkurborgar líst vel á tillöguna. Til þess að breytingin komist til framkvæmda þarf þó breytingu á umferðalögum. „Ég hef enga trú á því að þingmenn sem fara með skattlagningarvaldið taki þátt í þessum misráðna leik. Það vekur furðu mína að sjá það að borgarfulltrúar skuli taka undir þetta, að borgin skuli ætla að vera með einhverjar nagladekkjalöggur sem leita uppi bíla og skattleggja þá ef þeir eru með þessi sjálfsögðu öryggistæki,“ sagði Elliði. „Það er löngu kominn tími á að auka sáttina á milli höfuðborgarinnar og sérstaklega Kragans hér í kring en líka bara landsbyggðarinnar allrar. Við eigum öll þetta samfélag saman. Við höfum valið það að byggja þjónustuna okkar upp á höfuðborgarsvæðinu og við þurfum að auðvelda fólki að sækja þjónustuna og komast frá henni.“
Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Loftgæði Tengdar fréttir Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir 140 listamenn vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira
Umhverfisstofnun leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja Umhverfisstofnun vinnur nú að því að uppfæra áætlun um loftgæði en meðal breytinga er að lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. 26. október 2022 06:33