Er barnið þitt eitt af þeim heppnu? Ellen Alma Tryggvadóttir skrifar 26. október 2022 12:00 Þá er veturinn formlega hafinn og honum fylgir skammdegið. Þá er lítið um sólarljós... ekki að það hafi verið rosalega mikið um sól í sumar heldur. Án sólarinnar myndast ekki D-vítamín í líkamanum okkar. Það er því afar mikilvægt að taka inn D-vítamín fæðubótarefni, því það er lítið um það í fæðunni. D-vítamín er eina fæðubótarefnið sem okkur Íslendingum er ráðlagt að taka reglulega, því önnur vítamín, stein- og snefilefni ættum við að geta fengið úr fjölbreyttu fæði. D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir kalkbúskap líkamans og þar af leiðandi mikilvægt fyrir beinmyndun. Fjöldi nýlegra rannsókna benda þó til þess að D-vítamín gegni fleiri mikilvægum hlutverkum í líkamanum, eins og til dæmis í ónæmiskerfinu. Dagleg neysla D-vítamíns virðist sem dæmi geta dregið úr sýkingum í öndunarfærum. Skortur á D-vítamíni hefur verið tengdur við auknar líkur á ýmsum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og sykursýki I og II. Hvernig er það, tekur þú lýsi eða D-vítamín? Samkvæmt niðurstöðum nýjustu Landskönnunar á mataræði fullorðinna Íslendinga, tóku um 40% þátttakenda ekki D-vítamín. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, eins og að kannski hafa sumir aldrei vanið sig á það, fólk áttar sig kannski ekki á mikilvægi þess, aðrir hafa takmarkað heilsulæsi eða hafa hreinlega ekki efni á því. Á endanum ákveður fullorðið fólk sjálft hvort það taki inn þetta mikilvæga fæðubótarefni. En hvað með börnin? Lítil börn eru sem betur fer heppin og fá lýsi eða D-vítamín hjá dagmömmum og í leikskólanum. En þegar þau komast á skólaaldur, geta aðstandendur ekki gert ráð fyrir að börnunum sé boðið upp á það lengur. Börn eru upp á aðra komin varðandi inntöku á D-vítamín bætiefni og því eru það væntanlega bara heppnu börnin sem fá D-vítamín. Ef foreldri eða ábyrgðaraðili hefur ekki tök á að bjóða barni upp á reglulega inntöku D-vítamíns, hefur barnið engin önnur úrræði til þess. Þar sem afar stórt hlutfall fullorðinna á Íslandi virðist ekki taka inn D-vítamín bætiefni, er líklegt að börnum viðkomandi sé ekki boðið upp á það heldur.Nýleg íslensk rannsókn kannaði D-vítamínstöðu barna í grunnskólum Reykjavíkur. Mælingar voru gerðar hjá úrtaki barna við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Styrkur D-vítamíns í blóði var skilgreindur sem ófullnægjandi (<50 nmól/L) í 60% tilvika. Þessi börn gætu talist óheppin, því rannsóknir erlendis, þar sem meðalstyrkur D-vítamíns var þó hærri en hér, hafa bent til þess að með því að hækka styrk D-vítamíns megi draga úr tíðni ýmissa sjúkdóma og þannig minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu. Í aðgerðaáætlun Lýðheilsustefnu ríkisins kemur fram að: „Mikilvægt er að öll börn fái næringarríka fæðu óháð efnahag foreldra. Hollur matur hefur áhrif á og eykur þroska, vellíðan, námsárangur og einbeitingu.“ D-vítamín er eina bætiefnið sem er hluti af fæðuráðleggingum Íslendinga og er það því eitt af því sem mikilvægt er að tryggja börnum óháð efnahag foreldra. Hvar eiga þá óheppnu börnin að fá D-vítamín? Höfundur er doktor í næringarfræði og starfar sem verkefnastjóri matarstefnu hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þá er veturinn formlega hafinn og honum fylgir skammdegið. Þá er lítið um sólarljós... ekki að það hafi verið rosalega mikið um sól í sumar heldur. Án sólarinnar myndast ekki D-vítamín í líkamanum okkar. Það er því afar mikilvægt að taka inn D-vítamín fæðubótarefni, því það er lítið um það í fæðunni. D-vítamín er eina fæðubótarefnið sem okkur Íslendingum er ráðlagt að taka reglulega, því önnur vítamín, stein- og snefilefni ættum við að geta fengið úr fjölbreyttu fæði. D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir kalkbúskap líkamans og þar af leiðandi mikilvægt fyrir beinmyndun. Fjöldi nýlegra rannsókna benda þó til þess að D-vítamín gegni fleiri mikilvægum hlutverkum í líkamanum, eins og til dæmis í ónæmiskerfinu. Dagleg neysla D-vítamíns virðist sem dæmi geta dregið úr sýkingum í öndunarfærum. Skortur á D-vítamíni hefur verið tengdur við auknar líkur á ýmsum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og sykursýki I og II. Hvernig er það, tekur þú lýsi eða D-vítamín? Samkvæmt niðurstöðum nýjustu Landskönnunar á mataræði fullorðinna Íslendinga, tóku um 40% þátttakenda ekki D-vítamín. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, eins og að kannski hafa sumir aldrei vanið sig á það, fólk áttar sig kannski ekki á mikilvægi þess, aðrir hafa takmarkað heilsulæsi eða hafa hreinlega ekki efni á því. Á endanum ákveður fullorðið fólk sjálft hvort það taki inn þetta mikilvæga fæðubótarefni. En hvað með börnin? Lítil börn eru sem betur fer heppin og fá lýsi eða D-vítamín hjá dagmömmum og í leikskólanum. En þegar þau komast á skólaaldur, geta aðstandendur ekki gert ráð fyrir að börnunum sé boðið upp á það lengur. Börn eru upp á aðra komin varðandi inntöku á D-vítamín bætiefni og því eru það væntanlega bara heppnu börnin sem fá D-vítamín. Ef foreldri eða ábyrgðaraðili hefur ekki tök á að bjóða barni upp á reglulega inntöku D-vítamíns, hefur barnið engin önnur úrræði til þess. Þar sem afar stórt hlutfall fullorðinna á Íslandi virðist ekki taka inn D-vítamín bætiefni, er líklegt að börnum viðkomandi sé ekki boðið upp á það heldur.Nýleg íslensk rannsókn kannaði D-vítamínstöðu barna í grunnskólum Reykjavíkur. Mælingar voru gerðar hjá úrtaki barna við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Styrkur D-vítamíns í blóði var skilgreindur sem ófullnægjandi (<50 nmól/L) í 60% tilvika. Þessi börn gætu talist óheppin, því rannsóknir erlendis, þar sem meðalstyrkur D-vítamíns var þó hærri en hér, hafa bent til þess að með því að hækka styrk D-vítamíns megi draga úr tíðni ýmissa sjúkdóma og þannig minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu. Í aðgerðaáætlun Lýðheilsustefnu ríkisins kemur fram að: „Mikilvægt er að öll börn fái næringarríka fæðu óháð efnahag foreldra. Hollur matur hefur áhrif á og eykur þroska, vellíðan, námsárangur og einbeitingu.“ D-vítamín er eina bætiefnið sem er hluti af fæðuráðleggingum Íslendinga og er það því eitt af því sem mikilvægt er að tryggja börnum óháð efnahag foreldra. Hvar eiga þá óheppnu börnin að fá D-vítamín? Höfundur er doktor í næringarfræði og starfar sem verkefnastjóri matarstefnu hjá Reykjavíkurborg.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun