Á RÚV heldur Sunna meðal annars utan um þættina Þetta helst og Heimskviður á Rás 1. Sunna starfaði um tíma hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þar sinnti hún fréttamennsku og hafði umsjón með fréttaskýringaþættinum Kompás.
Sunna sneri aftur á RÚV fyrr á árinu, þar sem hún var áður við störf. Guðni stýrir menningarþáttum á Rás 1 og var lengi vel með þáttinn Víðsjá.