Vill ekki leyfa sveitarfélögum að rukka ökumenn á nagladekkjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2022 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra segir ekki standa til að veita sveitarfélögum heimild til að hefja gjaldtöku á þá sem nota nagladekk líkt og Umhverfisstofnun vill. Skiptar skoðanir eru á hugmyndum um gjaldtöku og segir ráðherra að gæta þurfi hófs í viðbrögðum. Umhverfisstofnun vinnur nú að uppfærðri áætlun um loftgæði þar sem lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja til að sporna gegn svifryksmengun. Skiptar skoðanir eru á hugmyndinni. Formaður skipulags- og samgönuráðs Reykjavíkurborgar vill sjá hana komast til framkvæmda. „Mér líst mjög vel á hana. Við vitum að við þurfum að fara í aðgerðir til þess að draga úr svifryksmengun í borginni. Það er ljóst að svifryk er að búa til töluvert lýðheilsuvandamál,“ sagði Alexandra Briem. „Ég held að þetta hljóti að leggjast mjög illa í alla sem búa við þær aðstæður að þeim getur hreinlega stafað hætta á því að ver ekki með réttan útbúnað. Nagladekk eru öryggistæki okkar sem þurfum að fara yfir fjallvegi við erfiðar aðstæður þannig að ætla að skattleggja það, þetta er fráleit hugmynd,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Til þess að hugmyndir Umhverfisstofnunar um gjaldtöku nái fram að ganga þarf lagabreytingu. Samgönguráðherra segist ekki spenntur. Svipaðar hugmyndir hafi verið í samráðsgáttinni við síðustu breytingu á umferðalögum en þær hafi fengið neikvæðar umsagnir, t.d. frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleirum. „Frá einstaklingi sem sagðist aka í gegnum sjö sveitarfélög á leið sinni í vinnu og ef hann þyrfti að greiða gjald í hverju þeirra yrði það býsna flókið. Öryrkjabandalagið sem benti á að þeir væru með tvöfalt naglasett í sínum bílum til þess að auka öryggi og fleirum þannig við féllum frá þessum hugmyndum þar sem þær voru einfaldlega taldar of flóknar og ekki nægilega vel ígrundaðar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Í staðinn var sett heimild til sveitarfélaga að takmarka umferð ef mengun fer fram úr mörkum. Ráðherra segir því ekki standa til að heimila gjaldtöku á nagladekk enda séu þau mikilvægt öryggisatriði fyrir þá sem fara akandi yfir heiðar á leið í vinnu í öllum veðrum. „Við skulum ekki gera lítið úr þessari svifryksmengun sem veldur loftmengun og áhrifum á fólk en við þurfum líka kannski að gæta hófs í viðbrögðunum.“ Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Ölfus Loftgæði Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Umhverfisstofnun vinnur nú að uppfærðri áætlun um loftgæði þar sem lagt verður til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notendur nagladekkja til að sporna gegn svifryksmengun. Skiptar skoðanir eru á hugmyndinni. Formaður skipulags- og samgönuráðs Reykjavíkurborgar vill sjá hana komast til framkvæmda. „Mér líst mjög vel á hana. Við vitum að við þurfum að fara í aðgerðir til þess að draga úr svifryksmengun í borginni. Það er ljóst að svifryk er að búa til töluvert lýðheilsuvandamál,“ sagði Alexandra Briem. „Ég held að þetta hljóti að leggjast mjög illa í alla sem búa við þær aðstæður að þeim getur hreinlega stafað hætta á því að ver ekki með réttan útbúnað. Nagladekk eru öryggistæki okkar sem þurfum að fara yfir fjallvegi við erfiðar aðstæður þannig að ætla að skattleggja það, þetta er fráleit hugmynd,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Til þess að hugmyndir Umhverfisstofnunar um gjaldtöku nái fram að ganga þarf lagabreytingu. Samgönguráðherra segist ekki spenntur. Svipaðar hugmyndir hafi verið í samráðsgáttinni við síðustu breytingu á umferðalögum en þær hafi fengið neikvæðar umsagnir, t.d. frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og fleirum. „Frá einstaklingi sem sagðist aka í gegnum sjö sveitarfélög á leið sinni í vinnu og ef hann þyrfti að greiða gjald í hverju þeirra yrði það býsna flókið. Öryrkjabandalagið sem benti á að þeir væru með tvöfalt naglasett í sínum bílum til þess að auka öryggi og fleirum þannig við féllum frá þessum hugmyndum þar sem þær voru einfaldlega taldar of flóknar og ekki nægilega vel ígrundaðar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Í staðinn var sett heimild til sveitarfélaga að takmarka umferð ef mengun fer fram úr mörkum. Ráðherra segir því ekki standa til að heimila gjaldtöku á nagladekk enda séu þau mikilvægt öryggisatriði fyrir þá sem fara akandi yfir heiðar á leið í vinnu í öllum veðrum. „Við skulum ekki gera lítið úr þessari svifryksmengun sem veldur loftmengun og áhrifum á fólk en við þurfum líka kannski að gæta hófs í viðbrögðunum.“
Nagladekk Umferðaröryggi Loftslagsmál Reykjavík Ölfus Loftgæði Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira