Mætti með vask í höfuðstöðvar Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2022 10:20 Auðjöfurinn Elon Musk birti í gær myndband af sér í höfuðstöðvum Twitter með vask. AP/Twitter Auðjöfurinn Elon Musk er líklegur til að eignast samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter formlega í þessari viku. Í gær mætti hann í höfuðstöðvar fyrirtækisins í San Francisco með vask í fanginu. Frestur Musks til að kaupa fyrirtækið á um 44 milljarða dala rennur út á morgun og virðist sem yfirtakan sé langt komin. Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54,2 dali á hlut. Skömmu síðar lýsti hann þó því yfir að hann væri hættur við kaupin. Eftir miklar deilur, málaferli og viðræður um afslátt tilkynnti Musk að hann myndi standa við kaupsamninginn. Frá því Musk skrifaði undir samninginn hefur virði hlutabréfa Twitter lækkað töluvert. Undanfarna daga hefur það þó hækkað nokkuð og er nú nálægt því að vera 54 dalir á hlut, eins og kaupsamningurinn segir til um. Musk birti í gær myndband af sér með áðurnefndan vask í fanginu. Við myndbandið skrifaði hann á ensku: „Entering Twitter HQ – let that sink in!“ sem á íslensku þýðir: „Mættur í höfuðstöðvar Twitter. Meltið það!" Tilgangur vasksins er nokkuð óljós og er útlit fyrir að Musk hafi haldið á honum eingöngu til að segja brandara, ef svo má kalla. Orðið sink þýðir í þessu samhengi „vaskur“ eða „handlaug“. Musk hefur einnig breytt texta á Twitter-síðu sinni og stendur þar nú: „Chief Twit“, sem lauslega þýðir „Yfir-tístari“. Entering Twitter HQ let that sink in! pic.twitter.com/D68z4K2wq7— Elon Musk (@elonmusk) October 26, 2022 Við myndbandið skrifaði Musk einnig að hann hefði hitt mikið af áhugaverðu fólki í höfuðstöðvunum. AP fréttaveitan bendir á að Musk hafi áður haldið því fram að breyta ætti höfuðstöðvunum í neyðarskýli fyrir heimilislausa vegna þess hve margir starfsmenn Twitter ynnu heiman frá. Þá hafa fregnir borist af því að Musk ætli sér að segja upp stórum hluta starfsmanna fyrirtækisins. Bankar byrjaðir að senda Musk peninga Auðjöfurinn ætlar að taka Twitter af markaði. Hann fjármagnar stóran hluta yfirtökunnar með bankalánum en hefur einnig selt hlutabréf í rafbílafyrirtækinu Tesla. Mestur auður Musks, sem er talinn auðugasti maður heims, er bundinn í hlutabréfum Tesla. Þá hafa greinendur sagt að við yfirtöku Musks muni skuldir Twitter stigmagnast og vaxtagreiðslur muni hækka úr um það bil 51 milljón dala í fyrra í rúman milljarð á næsta ári. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Wall Street Journal segir að bankarnir sem fjármagna kaup Musks á Twitter séu byrjaðir að senda honum peninga en um þrettán milljarða dala er að ræða. Á meðal bankanna sem lána Musk eru Morgan Stanley, Bank of America og Barclays. Frá því í apríl hefur Musk selt hlutabréf í Tesla fyrir rúma fimmtán milljarða dala og er það talið vegna kaupa hans á Twitter. Enn er þó nokkuð óljóst hvaða fjárfestar það eru sem munu koma að kaupunum með Musk og hvað þeir ætla að leggja til yfirtökunnar. Twitter Tesla Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Ye kaupir eigin samfélagsmiðil Listamaðurinn Ye, eða Kanye West, ætlar að kaupa Parler, sem er umdeildur og áhrifalítill samfélagsmiðill, skömmu eftir að hann var bannaður á Twitter og Instagram vegna færslna sem innihalda gyðingahatur. Ye segir samfélagsmiðla ekki halda uppi málfrelsi og því hafi hann keypt eigin miðil. 17. október 2022 20:43 Segir fjandinn hafi það og heldur áfram að greiða fyrir internetið Auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að halda áfram að greiða fyrir internet Úkraínumanna. Musk bað varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna að greiða fyrir netþjónustuna í vikunni. 16. október 2022 16:22 Tesla Semi kominn í framleiðslu og Pepsi efst á lista Fimm árum eftir að Tesla kynnti rafflutningabílinn sinn er hann kominn í framleiðslu og væntanlegur til viðskiptavina. Pepsi fær fyrstu bílana ef marka má tíst frá Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla. 8. október 2022 07:02 Fær frest til að semja endanlega um Twitter-kaupin Eftir að hafa barist fyrir því að kaupunum á samfélagsmiðlinum Twitter yrði rift fær auðjöfurinn Elon Musk nú frest til 28. október til að fjármagna kaupin. Umsamið kaupverð er 44 milljarðar bandaríkjadala en upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir eftir 11 daga. Allar líkur voru taldar á því að Musk yrði gert að standa við upphaflegan samning en hann kveðst nú hafa vilja til að greiða, hann vanti aðeins tíma. 6. október 2022 23:54 Musk vildi þrjátíu prósenta afslátt Fulltrúar Elons Musks og Twitter eiga enn í viðræðum um kaupsamkomulag auðjöfursins á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Viðræður um að Musk fengi allt að þrjátíu prósenta afslátt á kaupverðinu sem segir til um í kaupsamningi sem hann skrifaði undir í apríl. 6. október 2022 11:23 Twitter samþykkir kauptilboð Musk Samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðjöfursins Elon Musk fyrir 41 milljarð bandaríkjadala. Tíðindin bárust í tilkynningu frá fyrirtækinu rétt í þessu. 4. október 2022 19:50 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk skrifaði í apríl undir samning um að kaupa Twitter á 44 milljarða dala, eða 54,2 dali á hlut. Skömmu síðar lýsti hann þó því yfir að hann væri hættur við kaupin. Eftir miklar deilur, málaferli og viðræður um afslátt tilkynnti Musk að hann myndi standa við kaupsamninginn. Frá því Musk skrifaði undir samninginn hefur virði hlutabréfa Twitter lækkað töluvert. Undanfarna daga hefur það þó hækkað nokkuð og er nú nálægt því að vera 54 dalir á hlut, eins og kaupsamningurinn segir til um. Musk birti í gær myndband af sér með áðurnefndan vask í fanginu. Við myndbandið skrifaði hann á ensku: „Entering Twitter HQ – let that sink in!“ sem á íslensku þýðir: „Mættur í höfuðstöðvar Twitter. Meltið það!" Tilgangur vasksins er nokkuð óljós og er útlit fyrir að Musk hafi haldið á honum eingöngu til að segja brandara, ef svo má kalla. Orðið sink þýðir í þessu samhengi „vaskur“ eða „handlaug“. Musk hefur einnig breytt texta á Twitter-síðu sinni og stendur þar nú: „Chief Twit“, sem lauslega þýðir „Yfir-tístari“. Entering Twitter HQ let that sink in! pic.twitter.com/D68z4K2wq7— Elon Musk (@elonmusk) October 26, 2022 Við myndbandið skrifaði Musk einnig að hann hefði hitt mikið af áhugaverðu fólki í höfuðstöðvunum. AP fréttaveitan bendir á að Musk hafi áður haldið því fram að breyta ætti höfuðstöðvunum í neyðarskýli fyrir heimilislausa vegna þess hve margir starfsmenn Twitter ynnu heiman frá. Þá hafa fregnir borist af því að Musk ætli sér að segja upp stórum hluta starfsmanna fyrirtækisins. Bankar byrjaðir að senda Musk peninga Auðjöfurinn ætlar að taka Twitter af markaði. Hann fjármagnar stóran hluta yfirtökunnar með bankalánum en hefur einnig selt hlutabréf í rafbílafyrirtækinu Tesla. Mestur auður Musks, sem er talinn auðugasti maður heims, er bundinn í hlutabréfum Tesla. Þá hafa greinendur sagt að við yfirtöku Musks muni skuldir Twitter stigmagnast og vaxtagreiðslur muni hækka úr um það bil 51 milljón dala í fyrra í rúman milljarð á næsta ári. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Wall Street Journal segir að bankarnir sem fjármagna kaup Musks á Twitter séu byrjaðir að senda honum peninga en um þrettán milljarða dala er að ræða. Á meðal bankanna sem lána Musk eru Morgan Stanley, Bank of America og Barclays. Frá því í apríl hefur Musk selt hlutabréf í Tesla fyrir rúma fimmtán milljarða dala og er það talið vegna kaupa hans á Twitter. Enn er þó nokkuð óljóst hvaða fjárfestar það eru sem munu koma að kaupunum með Musk og hvað þeir ætla að leggja til yfirtökunnar.
Twitter Tesla Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Ye kaupir eigin samfélagsmiðil Listamaðurinn Ye, eða Kanye West, ætlar að kaupa Parler, sem er umdeildur og áhrifalítill samfélagsmiðill, skömmu eftir að hann var bannaður á Twitter og Instagram vegna færslna sem innihalda gyðingahatur. Ye segir samfélagsmiðla ekki halda uppi málfrelsi og því hafi hann keypt eigin miðil. 17. október 2022 20:43 Segir fjandinn hafi það og heldur áfram að greiða fyrir internetið Auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að halda áfram að greiða fyrir internet Úkraínumanna. Musk bað varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna að greiða fyrir netþjónustuna í vikunni. 16. október 2022 16:22 Tesla Semi kominn í framleiðslu og Pepsi efst á lista Fimm árum eftir að Tesla kynnti rafflutningabílinn sinn er hann kominn í framleiðslu og væntanlegur til viðskiptavina. Pepsi fær fyrstu bílana ef marka má tíst frá Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla. 8. október 2022 07:02 Fær frest til að semja endanlega um Twitter-kaupin Eftir að hafa barist fyrir því að kaupunum á samfélagsmiðlinum Twitter yrði rift fær auðjöfurinn Elon Musk nú frest til 28. október til að fjármagna kaupin. Umsamið kaupverð er 44 milljarðar bandaríkjadala en upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir eftir 11 daga. Allar líkur voru taldar á því að Musk yrði gert að standa við upphaflegan samning en hann kveðst nú hafa vilja til að greiða, hann vanti aðeins tíma. 6. október 2022 23:54 Musk vildi þrjátíu prósenta afslátt Fulltrúar Elons Musks og Twitter eiga enn í viðræðum um kaupsamkomulag auðjöfursins á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Viðræður um að Musk fengi allt að þrjátíu prósenta afslátt á kaupverðinu sem segir til um í kaupsamningi sem hann skrifaði undir í apríl. 6. október 2022 11:23 Twitter samþykkir kauptilboð Musk Samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðjöfursins Elon Musk fyrir 41 milljarð bandaríkjadala. Tíðindin bárust í tilkynningu frá fyrirtækinu rétt í þessu. 4. október 2022 19:50 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ye kaupir eigin samfélagsmiðil Listamaðurinn Ye, eða Kanye West, ætlar að kaupa Parler, sem er umdeildur og áhrifalítill samfélagsmiðill, skömmu eftir að hann var bannaður á Twitter og Instagram vegna færslna sem innihalda gyðingahatur. Ye segir samfélagsmiðla ekki halda uppi málfrelsi og því hafi hann keypt eigin miðil. 17. október 2022 20:43
Segir fjandinn hafi það og heldur áfram að greiða fyrir internetið Auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að halda áfram að greiða fyrir internet Úkraínumanna. Musk bað varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna að greiða fyrir netþjónustuna í vikunni. 16. október 2022 16:22
Tesla Semi kominn í framleiðslu og Pepsi efst á lista Fimm árum eftir að Tesla kynnti rafflutningabílinn sinn er hann kominn í framleiðslu og væntanlegur til viðskiptavina. Pepsi fær fyrstu bílana ef marka má tíst frá Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla. 8. október 2022 07:02
Fær frest til að semja endanlega um Twitter-kaupin Eftir að hafa barist fyrir því að kaupunum á samfélagsmiðlinum Twitter yrði rift fær auðjöfurinn Elon Musk nú frest til 28. október til að fjármagna kaupin. Umsamið kaupverð er 44 milljarðar bandaríkjadala en upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir eftir 11 daga. Allar líkur voru taldar á því að Musk yrði gert að standa við upphaflegan samning en hann kveðst nú hafa vilja til að greiða, hann vanti aðeins tíma. 6. október 2022 23:54
Musk vildi þrjátíu prósenta afslátt Fulltrúar Elons Musks og Twitter eiga enn í viðræðum um kaupsamkomulag auðjöfursins á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Viðræður um að Musk fengi allt að þrjátíu prósenta afslátt á kaupverðinu sem segir til um í kaupsamningi sem hann skrifaði undir í apríl. 6. október 2022 11:23
Twitter samþykkir kauptilboð Musk Samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðjöfursins Elon Musk fyrir 41 milljarð bandaríkjadala. Tíðindin bárust í tilkynningu frá fyrirtækinu rétt í þessu. 4. október 2022 19:50