Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 84-79 | Læti í Grindavík þegar heimamenn náðu í annan sigur tímabilsins Smári Jökull Jónsson skrifar 27. október 2022 21:10 ÍR - Njarðvík. Subway deild karla. Vetur 2022-2023. Körfubolti. vísir/bára Grindvíkingar unnu sinn annan sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik suður með sjó í Subway-deildinni kvöld. Lokatölur 84-79 í leik þar sem þjálfari og einn leikmaður ÍR voru reknir út úr húsi. Leikurinn var í járnum nær allan tímann. Grindvíkingar voru með frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik en í byrjun þriðja leikhluta náði ÍR níu stiga forskoti eftir 11-0 áhlaup. Heimamenn komu þó til baka og voru aftur komnir með forystuna fyrir lokafjórðunginn. Í fjórða leikhluta var margt sem gekk á. Dómararnir voru með lítil tök á leiknum og óáænægja með þeirra störf hjá báðum liðum. Grindvíkingar héldu frumkvæðinu og undir lok leiksins var Ragnar Örn Bragason, leikmaður ÍR, rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tvær óíþróttamannslegar villur og Ísak Wium þjálfari fór sömu leið eftir tvær tæknivillur. Heimamenn sigldu sigrinum heim í lokin og fögnuðu sætum fimm stiga sigri. Af hverju vann Grindavík? Þeir voru sterkari á lokametrunum, sýndu karakter og settu í gírinn þegar á þurfti að halda. Eftir fremur dapra hittni lengst af þá settu þeir skot í lokin sem voru stór. Heimamenn unnu frákastabaráttuna 56-36 og það er erfitt að vinna leik þegar þú tapar þeirri baráttu á þennan hátt. Grindavík skoraði 21 stig eftir sóknarfrákast og það er dýrt fyrir gestina. Annars má segja að Grindavíkurhjartað hjá heimamönnum hafi gert gæfumuninn. Þeir sneru leiknum sér í vil með fimm uppalda leikmenn inni á vellinum og náðu þá að kveikja í liðinu og áhorfendum. Þessir stóðu upp úr: Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur heimamanna með 23 stig en hitti illa í leiknum, var 6/22 utan af velli. Ólafur Ólafsson steig upp undir lokin, setti mikilvæg stig og þar af glæsilega troðslu eftir stolinn bolta. Þá átti Bragi Guðmundsson góða innkomu af bekknum með 9 stig og 4 fráköst og Valdas Vasylius skilaði sínu einnig. Hjá ÍR var Collin Pryor góður með 20 stig og 8 fráköst. Sæþór Elmar Kristjánsson setti mikilvægar körfur og Martin Paasoja sýndi ágæta takta en var í villuvandræðum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindavíkur var stífur og þeir að reyna mikið af erfiðum þriggja stiga skotum. Eins og áður segir voru ÍR í vandræðum í fráköstunum og það er eitthvað sem þeir þurfa að skoða og Ísak þjálfari ræddi eftir leik. Það verður hins vegar að minnast á dómgæsluna í leiknum i kvöld. Dómarar leiksins misstu algjörlega tökin á leiknum og virtust stundum ekki vita hvað þeir ættu að gera. Á köflum leyfðu þeir alltof mikið og slepptu því að dæma augljósar villur. Þessi leikur var einfaldlega ekki vel dæmdur án þess að það hafi komið áberandi meira niður á öðru liðinu. Hvað gerist næst? Framundan eru bikarleikir. ÍR fær Stjörnuna í heimsókn á sunnudag og Grindvíkingar taka á móti Ármenningum á mánudag. Í Subway deildinni tekur ÍR á móti Breiðablik í næstu umferð en Grindavík mætir Njarðvík í Suðurnesjaslag. Ísak: Mér finnst að ég megi pústa aðeins meira en þetta Ísak Wium var ósáttur með dómgæsluna í kvöld en hann endaði leikinn inni í búningsklefa eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á bekknum.Vísir/Bára Dröfn Ísak Wium þjálfari ÍR var svekktur eftir tapið gegn Grindavík og sagði að töpuð frákastabarátta hefði verið liðinu dýr. „Fín frammistaða hjá okkur. Við erum í vandræðum sóknarlega, sérstaklega því okkur vantar einhverja sem eru að rúlla inn í teig. Leó (Friðrik Leó Curtis) er búinn að vera í því hlutverki og svo snýr hann sig líka og þá fannst mér botninn detta úr þessu hvað það varðar,“ sagði Ísak við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við erum ekki að taka fráköst sem þýðir að við getum ekki farið hratt upp með boltann, sama vandamál og í síðasta leik.“ ÍR var án Bandaríkjamannsins síns Taylor Johns en hann er ekki kominn með leikheimild. Hvenær er von á honum og hverju mun það breyta þegar hann kemur inn? „Við tökum vonandi fleiri fráköst. Ég er á mínu fyrsta ári hérna og veit ekki hvernig þessi Útlendingastofnunarmál virka.“ Ragnar Örn Bragason, leikmaður ÍR, var rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tvær óíþróttamannslegar villur og Ísak sjálfur fór sömu leið skömmu síðar eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á skömmum tíma. Hann var ekkert mjög sáttur með frammistöðu dómaranna í kvöld. „Mér finnst ef einn dómarinn svarar mér með hroka í fyrri hálfleik þá finnst mér allavega að ég megi pústa aðeins meira en þetta. Það sem ég sagði innihélt ekkert blótsyrði, ekkert drull heldur vinaleg ábending. Kannski smá hroki í því en þetta var vinaleg ábending að kíkja aftur á það sem gerðist undir körfunni, kannski ekki alveg jafn vinaleg og ég er að segja.“ „Þegar mér er svarað með hroka í fyrsta leikhluta af óreyndum dómara leiksins þá finnst mér það algjört virðingarleysi. Þá er rosalega erfitt að ná mojo-inu sínu aftur. Þeir voru ekki með leikinn í neinum taumi allan tímann,“ sagði Ísak að endingu. Jón Axel: Við erum ennþá að læra inn á hvern annan Jón Axel Guðmundsson gekk til liðs við uppeldisfélagið sitt fyrir skömmu. Hann segir að það muni taka tíma að aðlagast boltanum í Subway-deildinni.Vísir Jón Axel Guðmundsson lék sinn fyrsta heimaleik með Grindavík í sex ár og það á afmælisdaginn sinn. Hann var ánægður með sigurinn í kvöld. „Þetta er klárlega sætt. Það var vel mætt í stúkuna í kvöld og maður fann stemmninguna. Mér fannst við ekki spila geggjaðan leik en mér fannst mjög mikið leyft á báða bóga og kannski ósanngjarnt fyrir ÍR að hafa misst þjálfarann sinn og Ragga út úr húsi sem voru kannski einhverjir vafadómar,“ sagði Jón Axel eftir leik í kvöld en það gekk ansi mikið á í fjórða leikhluta leiksins og dómarar í stóru hlutverki. Sóknarleikur Grindvíkinga var fremur stirður í dag. Jón Axel sagði að það myndi taka tíma fyrir hann að koma sér inn í leikstíl liðsins. „Þetta er annar leikurinn sem ég er hér, ég er ennþá bara að finna mig í sókninni hérna og finna mig að spila með þessum strákum. Ég hef ekki spilað með Sexy, Hilmi Kristjánssyni meina ég, Óla Óla og öllum þessum strákum í sex ár. Við erum ennþá að læra inn á hvern annan.“ „Það er öðruvísi bolti sem ég er búinn að vera að spila síðustu sex ár, ég að aðlagast þeirra bolta og þeir að aðlagast mínum. Þetta tekur tíma, það kom sigur í dag og svo er annar leikur á mánudag í bikarnum og það er bara vonandi upp á við þá.“ Grindavík lenti í smá brekku í þriðja leikhluta þegar ÍR náði 11-0 áhlaupi. Jón Axel var ánægður með hvernig liðið svaraði því. „Það kom Grindavíkurhjarta. Ég sagði við Jóhann (Þór Ólafsson) og Jóhann (Árna Ólafsson) að það væri eitthvað dautt innra með okkur og ekki þessi kraftur sem við þurfum að koma með. Þeir taka þeim skilaboðum þannig að þeir koma með fimm alíslenska leikmenn inn.“ „Við byrjum að berjast, hafa gaman og fagna körfum. Þá er auðvelt fyrir erlendu leikmennina aðlagast því og þá koma þeir inn í það. Þá sköpuðum við sigurinn. Við þurfum að finna leið hvernig við ætlum að byrja þetta betur. Ég, Óli og Breki (Kristófer Breki Gylfason) þurfum að byrja þetta með orku svo við getum fengið erlendu leikmennina strax með okkur.“ Jón Axel hélt upp á afmælið í dag með sigrinum en sagði að það yrði lítið annað gert til að halda upp á tímamótin. „Þetta var ánægjulegur endir á afmælisdeginum en það verður lítið gert í kvöld. Það er pizza inni í klefa handa liðinu, við borðum hana og svo er það bara beint heim í pottinn og horfa á einhverja vitleysinga í Körfuboltakvöldi segja einhverja þvælu,“ sagði Jón Axel áður en hann fór í myndatöku með ungum stuðningsmönnum Grindavíkur. Greinilegt að Grindvíkingar eru ánægðir að fá sinn mann heim. Subway-deild karla UMF Grindavík ÍR Tengdar fréttir Jóhann Þór: Það verða gerðar breytingar á hópnum Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með stigin tvö sem hans menn náðu í gegn ÍR í kvöld. Hann sagði að breytingar á hópi liðsins væru framundan. 27. október 2022 20:39
Grindvíkingar unnu sinn annan sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik suður með sjó í Subway-deildinni kvöld. Lokatölur 84-79 í leik þar sem þjálfari og einn leikmaður ÍR voru reknir út úr húsi. Leikurinn var í járnum nær allan tímann. Grindvíkingar voru með frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik en í byrjun þriðja leikhluta náði ÍR níu stiga forskoti eftir 11-0 áhlaup. Heimamenn komu þó til baka og voru aftur komnir með forystuna fyrir lokafjórðunginn. Í fjórða leikhluta var margt sem gekk á. Dómararnir voru með lítil tök á leiknum og óáænægja með þeirra störf hjá báðum liðum. Grindvíkingar héldu frumkvæðinu og undir lok leiksins var Ragnar Örn Bragason, leikmaður ÍR, rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tvær óíþróttamannslegar villur og Ísak Wium þjálfari fór sömu leið eftir tvær tæknivillur. Heimamenn sigldu sigrinum heim í lokin og fögnuðu sætum fimm stiga sigri. Af hverju vann Grindavík? Þeir voru sterkari á lokametrunum, sýndu karakter og settu í gírinn þegar á þurfti að halda. Eftir fremur dapra hittni lengst af þá settu þeir skot í lokin sem voru stór. Heimamenn unnu frákastabaráttuna 56-36 og það er erfitt að vinna leik þegar þú tapar þeirri baráttu á þennan hátt. Grindavík skoraði 21 stig eftir sóknarfrákast og það er dýrt fyrir gestina. Annars má segja að Grindavíkurhjartað hjá heimamönnum hafi gert gæfumuninn. Þeir sneru leiknum sér í vil með fimm uppalda leikmenn inni á vellinum og náðu þá að kveikja í liðinu og áhorfendum. Þessir stóðu upp úr: Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur heimamanna með 23 stig en hitti illa í leiknum, var 6/22 utan af velli. Ólafur Ólafsson steig upp undir lokin, setti mikilvæg stig og þar af glæsilega troðslu eftir stolinn bolta. Þá átti Bragi Guðmundsson góða innkomu af bekknum með 9 stig og 4 fráköst og Valdas Vasylius skilaði sínu einnig. Hjá ÍR var Collin Pryor góður með 20 stig og 8 fráköst. Sæþór Elmar Kristjánsson setti mikilvægar körfur og Martin Paasoja sýndi ágæta takta en var í villuvandræðum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindavíkur var stífur og þeir að reyna mikið af erfiðum þriggja stiga skotum. Eins og áður segir voru ÍR í vandræðum í fráköstunum og það er eitthvað sem þeir þurfa að skoða og Ísak þjálfari ræddi eftir leik. Það verður hins vegar að minnast á dómgæsluna í leiknum i kvöld. Dómarar leiksins misstu algjörlega tökin á leiknum og virtust stundum ekki vita hvað þeir ættu að gera. Á köflum leyfðu þeir alltof mikið og slepptu því að dæma augljósar villur. Þessi leikur var einfaldlega ekki vel dæmdur án þess að það hafi komið áberandi meira niður á öðru liðinu. Hvað gerist næst? Framundan eru bikarleikir. ÍR fær Stjörnuna í heimsókn á sunnudag og Grindvíkingar taka á móti Ármenningum á mánudag. Í Subway deildinni tekur ÍR á móti Breiðablik í næstu umferð en Grindavík mætir Njarðvík í Suðurnesjaslag. Ísak: Mér finnst að ég megi pústa aðeins meira en þetta Ísak Wium var ósáttur með dómgæsluna í kvöld en hann endaði leikinn inni í búningsklefa eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á bekknum.Vísir/Bára Dröfn Ísak Wium þjálfari ÍR var svekktur eftir tapið gegn Grindavík og sagði að töpuð frákastabarátta hefði verið liðinu dýr. „Fín frammistaða hjá okkur. Við erum í vandræðum sóknarlega, sérstaklega því okkur vantar einhverja sem eru að rúlla inn í teig. Leó (Friðrik Leó Curtis) er búinn að vera í því hlutverki og svo snýr hann sig líka og þá fannst mér botninn detta úr þessu hvað það varðar,“ sagði Ísak við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við erum ekki að taka fráköst sem þýðir að við getum ekki farið hratt upp með boltann, sama vandamál og í síðasta leik.“ ÍR var án Bandaríkjamannsins síns Taylor Johns en hann er ekki kominn með leikheimild. Hvenær er von á honum og hverju mun það breyta þegar hann kemur inn? „Við tökum vonandi fleiri fráköst. Ég er á mínu fyrsta ári hérna og veit ekki hvernig þessi Útlendingastofnunarmál virka.“ Ragnar Örn Bragason, leikmaður ÍR, var rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tvær óíþróttamannslegar villur og Ísak sjálfur fór sömu leið skömmu síðar eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á skömmum tíma. Hann var ekkert mjög sáttur með frammistöðu dómaranna í kvöld. „Mér finnst ef einn dómarinn svarar mér með hroka í fyrri hálfleik þá finnst mér allavega að ég megi pústa aðeins meira en þetta. Það sem ég sagði innihélt ekkert blótsyrði, ekkert drull heldur vinaleg ábending. Kannski smá hroki í því en þetta var vinaleg ábending að kíkja aftur á það sem gerðist undir körfunni, kannski ekki alveg jafn vinaleg og ég er að segja.“ „Þegar mér er svarað með hroka í fyrsta leikhluta af óreyndum dómara leiksins þá finnst mér það algjört virðingarleysi. Þá er rosalega erfitt að ná mojo-inu sínu aftur. Þeir voru ekki með leikinn í neinum taumi allan tímann,“ sagði Ísak að endingu. Jón Axel: Við erum ennþá að læra inn á hvern annan Jón Axel Guðmundsson gekk til liðs við uppeldisfélagið sitt fyrir skömmu. Hann segir að það muni taka tíma að aðlagast boltanum í Subway-deildinni.Vísir Jón Axel Guðmundsson lék sinn fyrsta heimaleik með Grindavík í sex ár og það á afmælisdaginn sinn. Hann var ánægður með sigurinn í kvöld. „Þetta er klárlega sætt. Það var vel mætt í stúkuna í kvöld og maður fann stemmninguna. Mér fannst við ekki spila geggjaðan leik en mér fannst mjög mikið leyft á báða bóga og kannski ósanngjarnt fyrir ÍR að hafa misst þjálfarann sinn og Ragga út úr húsi sem voru kannski einhverjir vafadómar,“ sagði Jón Axel eftir leik í kvöld en það gekk ansi mikið á í fjórða leikhluta leiksins og dómarar í stóru hlutverki. Sóknarleikur Grindvíkinga var fremur stirður í dag. Jón Axel sagði að það myndi taka tíma fyrir hann að koma sér inn í leikstíl liðsins. „Þetta er annar leikurinn sem ég er hér, ég er ennþá bara að finna mig í sókninni hérna og finna mig að spila með þessum strákum. Ég hef ekki spilað með Sexy, Hilmi Kristjánssyni meina ég, Óla Óla og öllum þessum strákum í sex ár. Við erum ennþá að læra inn á hvern annan.“ „Það er öðruvísi bolti sem ég er búinn að vera að spila síðustu sex ár, ég að aðlagast þeirra bolta og þeir að aðlagast mínum. Þetta tekur tíma, það kom sigur í dag og svo er annar leikur á mánudag í bikarnum og það er bara vonandi upp á við þá.“ Grindavík lenti í smá brekku í þriðja leikhluta þegar ÍR náði 11-0 áhlaupi. Jón Axel var ánægður með hvernig liðið svaraði því. „Það kom Grindavíkurhjarta. Ég sagði við Jóhann (Þór Ólafsson) og Jóhann (Árna Ólafsson) að það væri eitthvað dautt innra með okkur og ekki þessi kraftur sem við þurfum að koma með. Þeir taka þeim skilaboðum þannig að þeir koma með fimm alíslenska leikmenn inn.“ „Við byrjum að berjast, hafa gaman og fagna körfum. Þá er auðvelt fyrir erlendu leikmennina aðlagast því og þá koma þeir inn í það. Þá sköpuðum við sigurinn. Við þurfum að finna leið hvernig við ætlum að byrja þetta betur. Ég, Óli og Breki (Kristófer Breki Gylfason) þurfum að byrja þetta með orku svo við getum fengið erlendu leikmennina strax með okkur.“ Jón Axel hélt upp á afmælið í dag með sigrinum en sagði að það yrði lítið annað gert til að halda upp á tímamótin. „Þetta var ánægjulegur endir á afmælisdeginum en það verður lítið gert í kvöld. Það er pizza inni í klefa handa liðinu, við borðum hana og svo er það bara beint heim í pottinn og horfa á einhverja vitleysinga í Körfuboltakvöldi segja einhverja þvælu,“ sagði Jón Axel áður en hann fór í myndatöku með ungum stuðningsmönnum Grindavíkur. Greinilegt að Grindvíkingar eru ánægðir að fá sinn mann heim.
Subway-deild karla UMF Grindavík ÍR Tengdar fréttir Jóhann Þór: Það verða gerðar breytingar á hópnum Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með stigin tvö sem hans menn náðu í gegn ÍR í kvöld. Hann sagði að breytingar á hópi liðsins væru framundan. 27. október 2022 20:39
Jóhann Þór: Það verða gerðar breytingar á hópnum Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með stigin tvö sem hans menn náðu í gegn ÍR í kvöld. Hann sagði að breytingar á hópi liðsins væru framundan. 27. október 2022 20:39
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum