Elon Musk orðinn eini eigandi Twitter Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa 28. október 2022 06:27 Elon Musk er ríkasti maður heims. AP Elon Musk, ríkasti maður jarðar, hefur nú eignast samfélagsmiðilinn Twitter með húð og hári. Hann hefur látið reka flesta af æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Yfirtaka hans á fyrirtækinu sem kostar hann 44 milljarða dollara, rúmlega 6.300 milljarðar íslenskra króna, hefur tekið nokkra mánuði en í nótt tísti hann sjálfur þeim skilaboðum að „fuglinn sé nú frjáls“, en merki fyrirtækisins er blár fugl. Breska ríkisútvarpið segir að Musk hafi ekki beðið boðanna heldur rekið flesta af stjórnendum Twitter á einu bretti, þar á meðal forstjórann, Parag Agrawal. Fyrirtækið sjálft hefur ekki enn staðfest fréttirnar en einn af fyrrverandi hluthöfum staðfestir við BBC að málinu sé nú lokið. the bird is freed— Elon Musk (@elonmusk) October 28, 2022 Musk, sem áður var stærsti hluthafi Twitter hafði gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að útiloka notendur frá forritinu sem ekki fylgdu ákveðnum samskiptareglum. Þannig var Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna meinaður aðgangur að Twitter. Musk segist vera harðlínumaður þegar kemur að tjáningafrelsinu og því vill hann að allir fái aðgang að Twitter, óháð skoðunum. Nokkuð er liðið síðan Musk gerði yfirtökutilboðið en síðan hefur málið dregist og svo virtist um tíma sem hann hafi verið að reyna að komast út úr samningnum. Það varð til þess að stjórn Twitter stefndi honum fyrir að efna ekki samninginn en nú virðist vera komin niðurstaða í málið. Auk Agrawal eru fjármálastjórinn Ned Segal og aðallögfræðingur og yfirmaður stefnumótunar, Vijaya Gadde, sögð hætt hjá fyrirtækinu eftir yfirtöku Musk. Reuters segir frá því að þeim Agrawal og Segal hafi verið fylgt út úr höfuðstöðvum Twitter í San Francisco eftir að kaupin gengu í gegn. Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Mætti með vask í höfuðstöðvar Twitter Auðjöfurinn Elon Musk er líklegur til að eignast samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter formlega í þessari viku. Í gær mætti hann í höfuðstöðvar fyrirtækisins í San Francisco með vask í fanginu. Frestur Musks til að kaupa fyrirtækið á um 44 milljarða dala rennur út á morgun og virðist sem yfirtakan sé langt komin. 27. október 2022 10:20 Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Yfirtaka Elons Musks á Twitter mun leiða til mikillar aukningar skulda hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu og gera rekstur þess erfiðar. Greinendur búast við því að fyrirtækið muni bæta við sig um þrettán milljörðum dala við yfirtökuna. 24. október 2022 17:10 Fær frest til að semja endanlega um Twitter-kaupin Eftir að hafa barist fyrir því að kaupunum á samfélagsmiðlinum Twitter yrði rift fær auðjöfurinn Elon Musk nú frest til 28. október til að fjármagna kaupin. Umsamið kaupverð er 44 milljarðar bandaríkjadala en upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir eftir 11 daga. Allar líkur voru taldar á því að Musk yrði gert að standa við upphaflegan samning en hann kveðst nú hafa vilja til að greiða, hann vanti aðeins tíma. 6. október 2022 23:54 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Yfirtaka hans á fyrirtækinu sem kostar hann 44 milljarða dollara, rúmlega 6.300 milljarðar íslenskra króna, hefur tekið nokkra mánuði en í nótt tísti hann sjálfur þeim skilaboðum að „fuglinn sé nú frjáls“, en merki fyrirtækisins er blár fugl. Breska ríkisútvarpið segir að Musk hafi ekki beðið boðanna heldur rekið flesta af stjórnendum Twitter á einu bretti, þar á meðal forstjórann, Parag Agrawal. Fyrirtækið sjálft hefur ekki enn staðfest fréttirnar en einn af fyrrverandi hluthöfum staðfestir við BBC að málinu sé nú lokið. the bird is freed— Elon Musk (@elonmusk) October 28, 2022 Musk, sem áður var stærsti hluthafi Twitter hafði gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að útiloka notendur frá forritinu sem ekki fylgdu ákveðnum samskiptareglum. Þannig var Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna meinaður aðgangur að Twitter. Musk segist vera harðlínumaður þegar kemur að tjáningafrelsinu og því vill hann að allir fái aðgang að Twitter, óháð skoðunum. Nokkuð er liðið síðan Musk gerði yfirtökutilboðið en síðan hefur málið dregist og svo virtist um tíma sem hann hafi verið að reyna að komast út úr samningnum. Það varð til þess að stjórn Twitter stefndi honum fyrir að efna ekki samninginn en nú virðist vera komin niðurstaða í málið. Auk Agrawal eru fjármálastjórinn Ned Segal og aðallögfræðingur og yfirmaður stefnumótunar, Vijaya Gadde, sögð hætt hjá fyrirtækinu eftir yfirtöku Musk. Reuters segir frá því að þeim Agrawal og Segal hafi verið fylgt út úr höfuðstöðvum Twitter í San Francisco eftir að kaupin gengu í gegn.
Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Mætti með vask í höfuðstöðvar Twitter Auðjöfurinn Elon Musk er líklegur til að eignast samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter formlega í þessari viku. Í gær mætti hann í höfuðstöðvar fyrirtækisins í San Francisco með vask í fanginu. Frestur Musks til að kaupa fyrirtækið á um 44 milljarða dala rennur út á morgun og virðist sem yfirtakan sé langt komin. 27. október 2022 10:20 Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Yfirtaka Elons Musks á Twitter mun leiða til mikillar aukningar skulda hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu og gera rekstur þess erfiðar. Greinendur búast við því að fyrirtækið muni bæta við sig um þrettán milljörðum dala við yfirtökuna. 24. október 2022 17:10 Fær frest til að semja endanlega um Twitter-kaupin Eftir að hafa barist fyrir því að kaupunum á samfélagsmiðlinum Twitter yrði rift fær auðjöfurinn Elon Musk nú frest til 28. október til að fjármagna kaupin. Umsamið kaupverð er 44 milljarðar bandaríkjadala en upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir eftir 11 daga. Allar líkur voru taldar á því að Musk yrði gert að standa við upphaflegan samning en hann kveðst nú hafa vilja til að greiða, hann vanti aðeins tíma. 6. október 2022 23:54 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mætti með vask í höfuðstöðvar Twitter Auðjöfurinn Elon Musk er líklegur til að eignast samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter formlega í þessari viku. Í gær mætti hann í höfuðstöðvar fyrirtækisins í San Francisco með vask í fanginu. Frestur Musks til að kaupa fyrirtækið á um 44 milljarða dala rennur út á morgun og virðist sem yfirtakan sé langt komin. 27. október 2022 10:20
Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Yfirtaka Elons Musks á Twitter mun leiða til mikillar aukningar skulda hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu og gera rekstur þess erfiðar. Greinendur búast við því að fyrirtækið muni bæta við sig um þrettán milljörðum dala við yfirtökuna. 24. október 2022 17:10
Fær frest til að semja endanlega um Twitter-kaupin Eftir að hafa barist fyrir því að kaupunum á samfélagsmiðlinum Twitter yrði rift fær auðjöfurinn Elon Musk nú frest til 28. október til að fjármagna kaupin. Umsamið kaupverð er 44 milljarðar bandaríkjadala en upphaflega stóð til að málið yrði tekið fyrir eftir 11 daga. Allar líkur voru taldar á því að Musk yrði gert að standa við upphaflegan samning en hann kveðst nú hafa vilja til að greiða, hann vanti aðeins tíma. 6. október 2022 23:54