Ummæli Huga um Srdan Stojanovic dæmd dauð og ómerk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2022 13:15 Ummæli Huga Halldórssonar um körfuboltamanninn Srdan Stojanovic reyndust dýr. VÍSIR/BÁRA Ummæli Huga Halldórssonar um körfuboltamanninn Srdan Stojanovic voru dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjaness. Þá þarf Hugi að greiða Srdan 150 þúsund krónur í miskabætur. Í hlaðvarpinu The Mike Show 2. maí 2021 ýjaði Hugi að því að Stojanovic hefði verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leik gegn Njarðvík, sem tapaðist 97-75, hafi verið haldinn krísufundur þar sem rætt var við hann. Ummælin sem féllu í þættinum og voru dæmd dauð og ómerk voru eftirfarandi. ... það hafi verið krísufundur klukkutíma fyrir leik þar sem upp hafi komist um veðmálasvindl hjá Þór Akureyri. Og ákveðinn leikmaður og ég held að það sé allt í lagi að ég nefni það bara að það hafi verið tekinn fundur með Srdan Stojanovic … og þar hafi bara liðið komist að þessu Þórsarar fordæmdu ummæli Huga og hann baðst svo afsökunar á þeim. Hann kvaðst harma að að hafa gefið í skyn að Stojanovic hafi verið flæktur í veðmálasvindl og dreginn inn í umræðuna um þau. Í skýrslu fyrir dómi lýsti Srdan því hvaða áhrif ummæli Huga hefðu haft á líðan sína, hann hafi orðið þunglyndur, fólk snúið baki við honum, orðspor hans beðið hnekki og hann hafi ekki fengið nein atvinnutilboð enda hafi fréttir af málinu borist víða. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness 18. október voru ummæli Huga dæmd dauð og ómerk eins og Srdan fór fram á. Hugi þarf ennfremur að greiða Srdan 150 þúsund krónur í miskabætur en ekki 1,5 milljón eins og hann fór fram á. Í dómnum segir að 150 þúsund krónur þyki hæfilegar ákveðnar miskabætur. Þá var Hugi sýknaður af kröfu Srdans um að greiða honum þrjú hundruð þúsund krónur eða lægri fjárhæð til að standa straum af kostnaði við birtingu dóms, atriðisorða hans og forsenda í dagblaði. Hann þarf aftur á móti að greiða Srdan milljón krónur í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa með því að smella hér. Subway-deild karla Þór Akureyri Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Í hlaðvarpinu The Mike Show 2. maí 2021 ýjaði Hugi að því að Stojanovic hefði verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leik gegn Njarðvík, sem tapaðist 97-75, hafi verið haldinn krísufundur þar sem rætt var við hann. Ummælin sem féllu í þættinum og voru dæmd dauð og ómerk voru eftirfarandi. ... það hafi verið krísufundur klukkutíma fyrir leik þar sem upp hafi komist um veðmálasvindl hjá Þór Akureyri. Og ákveðinn leikmaður og ég held að það sé allt í lagi að ég nefni það bara að það hafi verið tekinn fundur með Srdan Stojanovic … og þar hafi bara liðið komist að þessu Þórsarar fordæmdu ummæli Huga og hann baðst svo afsökunar á þeim. Hann kvaðst harma að að hafa gefið í skyn að Stojanovic hafi verið flæktur í veðmálasvindl og dreginn inn í umræðuna um þau. Í skýrslu fyrir dómi lýsti Srdan því hvaða áhrif ummæli Huga hefðu haft á líðan sína, hann hafi orðið þunglyndur, fólk snúið baki við honum, orðspor hans beðið hnekki og hann hafi ekki fengið nein atvinnutilboð enda hafi fréttir af málinu borist víða. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness 18. október voru ummæli Huga dæmd dauð og ómerk eins og Srdan fór fram á. Hugi þarf ennfremur að greiða Srdan 150 þúsund krónur í miskabætur en ekki 1,5 milljón eins og hann fór fram á. Í dómnum segir að 150 þúsund krónur þyki hæfilegar ákveðnar miskabætur. Þá var Hugi sýknaður af kröfu Srdans um að greiða honum þrjú hundruð þúsund krónur eða lægri fjárhæð til að standa straum af kostnaði við birtingu dóms, atriðisorða hans og forsenda í dagblaði. Hann þarf aftur á móti að greiða Srdan milljón krónur í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa með því að smella hér.
Subway-deild karla Þór Akureyri Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira