Letti sem kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi framseldur heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2022 10:37 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni lettneskra yfirvalda um framsal á lettneskum ríkisborgara sem búsettur hefur verið hér á landi í þrjú ár. Þarlend yfirvöld vilja að maðurinn afpláni fimm ára dóm fyrir að hafa verslað með átján grömm af amfetamíni. Maðurinn kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti fyrir helgi. Staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem hafði nýverið staðfest ákvörðun ríkissaksóknara að verða við framsalsbeiðni lettneskra yfirvalda. Málið má rekja til þess að ríkissaksóknara barst evrópsk handtökuskipun frá kollega hans í Lettlandi. Óskað var eftir handtöku og afhendingar umrædds manns, til fullnustu fangelsisrefsingar. Fimm ára fangelsisdómur beið Árið 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa keypt og selt 18,3 grömm af amfetamíni og fyrir að hafa haft í vörslum sínu, 0,32 grömm af kannabisefnum þegar hann var handtekinn. Fyrir þetta var hann dæmdur í fimm ára og tveggja mánaða fangelsi. Átti hann eftir að afplána fimm ár og 28 daga. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 14. september síðastliðinn. Skömmu síðar var tekin ákvörðum um að verða við framsalsbeiðninni. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms og fór að lokum fyrir Landsrétt, sem staðfesti ákvörðun ríkissaksóknara, eins og áður hefur komið fram. Sagðist hafa snúið við blaðinu hér Við meðferð málsins í héraðsdómi sagðist maðurinn hafa komið hingað til lands árið 2019. Hér hafi hann öðlast nýtt líf, væri verðmætur starfskraftur á vinnustað sínum, hafi hér eignast kærustu og hvorki neytt áfengis né annarra vímuefna. Engin brot væri að finna á sakaskrá mannsins eða málaskrá lögreglu hér á landi. Frá Riga, höfuðborg Lettlands.Mehmet Murat Onel/Anadolu Agency via Getty Images) Lífið hafi reynst honum erfitt í Lettlandi en hér á landi hafi honum tekist að snúa við blaðinu og liði vel. Þá vildi maðurinn meina að fangelsisdómurinn sem biði hans í Lettlandi væri í andstöðu við Mannréttindasáttmála Evrópu. Algjört ósamræmi væri á milli þyngd hans og alvarlega brotsins sem hann var sakfelldur fyrir. Ekki hlutverk héraðsdóms að endurmeta niðurstöðu dómstóls í öðru landi Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir hins vegar að öll lagaskilyrði fyrir framsali mannsins væru uppfyllt. Um þyngd dómsins í Lettlandi segir dómari að vissulega megi fallast á þau sjónarmiðað miðað við málavexti málsins. Hins vegar liggi engar upplýsingar fyrir um hvað sé að baki þeirri refsiákvörðun. Héraðsdómur hér á landi hafi ekki valdheimild til að endurmeta hver hæfileg refsing við umræddu broti sé. Landsréttur staðfesti sem fyrr niðurstöðu héraðsdóms um að staðfesta ákvörðun ríkissaksóknara um framsal mannsins. Dómsmál Lettland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti fyrir helgi. Staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem hafði nýverið staðfest ákvörðun ríkissaksóknara að verða við framsalsbeiðni lettneskra yfirvalda. Málið má rekja til þess að ríkissaksóknara barst evrópsk handtökuskipun frá kollega hans í Lettlandi. Óskað var eftir handtöku og afhendingar umrædds manns, til fullnustu fangelsisrefsingar. Fimm ára fangelsisdómur beið Árið 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa keypt og selt 18,3 grömm af amfetamíni og fyrir að hafa haft í vörslum sínu, 0,32 grömm af kannabisefnum þegar hann var handtekinn. Fyrir þetta var hann dæmdur í fimm ára og tveggja mánaða fangelsi. Átti hann eftir að afplána fimm ár og 28 daga. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 14. september síðastliðinn. Skömmu síðar var tekin ákvörðum um að verða við framsalsbeiðninni. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms og fór að lokum fyrir Landsrétt, sem staðfesti ákvörðun ríkissaksóknara, eins og áður hefur komið fram. Sagðist hafa snúið við blaðinu hér Við meðferð málsins í héraðsdómi sagðist maðurinn hafa komið hingað til lands árið 2019. Hér hafi hann öðlast nýtt líf, væri verðmætur starfskraftur á vinnustað sínum, hafi hér eignast kærustu og hvorki neytt áfengis né annarra vímuefna. Engin brot væri að finna á sakaskrá mannsins eða málaskrá lögreglu hér á landi. Frá Riga, höfuðborg Lettlands.Mehmet Murat Onel/Anadolu Agency via Getty Images) Lífið hafi reynst honum erfitt í Lettlandi en hér á landi hafi honum tekist að snúa við blaðinu og liði vel. Þá vildi maðurinn meina að fangelsisdómurinn sem biði hans í Lettlandi væri í andstöðu við Mannréttindasáttmála Evrópu. Algjört ósamræmi væri á milli þyngd hans og alvarlega brotsins sem hann var sakfelldur fyrir. Ekki hlutverk héraðsdóms að endurmeta niðurstöðu dómstóls í öðru landi Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir hins vegar að öll lagaskilyrði fyrir framsali mannsins væru uppfyllt. Um þyngd dómsins í Lettlandi segir dómari að vissulega megi fallast á þau sjónarmiðað miðað við málavexti málsins. Hins vegar liggi engar upplýsingar fyrir um hvað sé að baki þeirri refsiákvörðun. Héraðsdómur hér á landi hafi ekki valdheimild til að endurmeta hver hæfileg refsing við umræddu broti sé. Landsréttur staðfesti sem fyrr niðurstöðu héraðsdóms um að staðfesta ákvörðun ríkissaksóknara um framsal mannsins.
Dómsmál Lettland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira