Philadelphia 76ers var spáð góðu gengi fyrir tímabilið en Harden mætti líkt og nýr maður inn í undirbúningstímabilið. Hann var búinn að skafa af sér aukakílóin - þó það megi deila um hvað þau voru mörg - og virtist tilbúinn að berjast um titilinn.
Tímabilið fór þó ekki vel af stað og Philadelphia tapaði fyrstu þremur leikjunum. Þeir höfðu hins vegar unnið fjóra og tapað aðeins einum þegar kom að leiknum gegn Wizards á miðvikudaginn var.
Kristaps Porziņģis og Bardley Beal voru með sýningu og 76ers töpuðu með tíu stiga mun. Harden spilaði 35 mínútur í leiknum, skoraði 24 stig og gaf tíu stoðsendingar. Er það nokkurn veginn á pari við frammistöður hans til þessa en Harden er með 22 stig að meðaltali í leik, tíu stoðsendingar og sjö fráköst.
ESPN Sources: Philadelphia 76ers star James Harden has suffered right foot tendon strain and is expected to miss a month. pic.twitter.com/LHEIucfbFj
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 3, 2022
Ljóst er að Philadelphia mun sakna Harden og í raun má liðið ekki við því að missa hann út í jafn langan tíma og raun ber vitni. Aðallega því baráttan um sæti í úrslitakeppninni ætlar að vera hörð í Austurdeildinni. Philadelphia er sem stendur í 8. sæti með fjóra sigra í níu leikjum.