Ungmennaþing á Vestfjörðum í fyrsta sinn um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2022 15:04 Steinunn Ása Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Vestfjarðarstofu fer fyrir ungmennaþinginu en þingið er eitt af áherslu verkefnum Sóknaráætlunar Vestfjarða, Aðsend Um fjörutíu ungmenni af öllum Vestfjörðum eru nú saman komin á Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem fyrsta ungmennaþing Vestfjarða fer fram. Mörg málefni eru á dagskrá, eins og um skólamál, einelti, umhverfismál og alþjóðamál. Ungmennaþingið hófst eftir hádegi en ungmenni frá átta sveitarfélögum á Vestfjörðum, um 40 manns sitja þingið, sem lýkur síðdegis á morgun. Þingið er eitt af áherslu verkefnum Sóknaráætlunar Vestfjarða en það er haldið til að efla lýðræðisvitund ungmenna og valdefla þau til að taka þátt í samfélagslegri umræðu, koma skoðunum sínum á framfæri og láta til sín taka. Steinunn Ása Sigurðardóttir verkefnisstjóri hjá Vestfjarðarstofu fer fyrir ungmennaþinginu og veit hver helstu dagskráratriði þess verða. „Það er ýmislegt, allt frá samgöngum, skólamálum, einelti, ofbeldi yfir í umhverfismál, alþjóðamál og í rauninni allur skalinn. Þetta er í fyrsta sinn, sem að svona ungmennaþing er haldið á Vestfjörðum. Það hefur verið haldið áður á nokkrum stöðum á landinu í landshlutanum en við vonumst bara til þess að þetta verði einhver fyrirmynd, sem við getum haldið áfram að vinna eftir og haldið áfram að geta gefið ungu fólki rödd og látið til sín taka,“ segir Steinunn Ása. Ungmennaþingið hófst í hádeginu í dag og lýkur síðdegis á morgun, sunnudag. Þingið er haldið á Laugarhóli í Bjarnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Steinunn Ása segir mjög mikilvægt að kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum hlusti á unga fólkið sitt. „Já, þetta er svona kannski spark í rassinn fyrir sveitarstjórnir að hlusta meira á ungt fólk. Samkvæmt æskulýðslögum eiga sveitarfélög að starfrækja ungmennaráð og við erum að valdefla krakkana til að taka meiri þátt í umræðunni og gefa þeim tólk og tæki til þess,“ segir Steinunn Ása enn fremur. Ísafjarðarbær Árneshreppur Bolungarvík Kaldrananeshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Tálknafjörður Vesturbyggð Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ungmennaþingið hófst eftir hádegi en ungmenni frá átta sveitarfélögum á Vestfjörðum, um 40 manns sitja þingið, sem lýkur síðdegis á morgun. Þingið er eitt af áherslu verkefnum Sóknaráætlunar Vestfjarða en það er haldið til að efla lýðræðisvitund ungmenna og valdefla þau til að taka þátt í samfélagslegri umræðu, koma skoðunum sínum á framfæri og láta til sín taka. Steinunn Ása Sigurðardóttir verkefnisstjóri hjá Vestfjarðarstofu fer fyrir ungmennaþinginu og veit hver helstu dagskráratriði þess verða. „Það er ýmislegt, allt frá samgöngum, skólamálum, einelti, ofbeldi yfir í umhverfismál, alþjóðamál og í rauninni allur skalinn. Þetta er í fyrsta sinn, sem að svona ungmennaþing er haldið á Vestfjörðum. Það hefur verið haldið áður á nokkrum stöðum á landinu í landshlutanum en við vonumst bara til þess að þetta verði einhver fyrirmynd, sem við getum haldið áfram að vinna eftir og haldið áfram að geta gefið ungu fólki rödd og látið til sín taka,“ segir Steinunn Ása. Ungmennaþingið hófst í hádeginu í dag og lýkur síðdegis á morgun, sunnudag. Þingið er haldið á Laugarhóli í Bjarnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Steinunn Ása segir mjög mikilvægt að kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum hlusti á unga fólkið sitt. „Já, þetta er svona kannski spark í rassinn fyrir sveitarstjórnir að hlusta meira á ungt fólk. Samkvæmt æskulýðslögum eiga sveitarfélög að starfrækja ungmennaráð og við erum að valdefla krakkana til að taka meiri þátt í umræðunni og gefa þeim tólk og tæki til þess,“ segir Steinunn Ása enn fremur.
Ísafjarðarbær Árneshreppur Bolungarvík Kaldrananeshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Súðavíkurhreppur Tálknafjörður Vesturbyggð Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira