„Dylst varla neinum að Fréttablaðið er í áróðri fyrir inngöngu í Evrópusambandið“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 18:33 Bjarni Benediktsson sagðist skilja að menn gerðu út blaðamenn og heilu fjölmiðlana til að koma Sjálfstæðisflokknum úr ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður Sjálfstæðisflokksins, fór með fundargesti í ferðalag aftur til ársins 2010, reifaði atvik í Búsáhaldabyltingunni, skaut föstum skotum á Samfylkinguna að nýju og sagði engum dyljast að Fréttablaðið stundaði áróður í þágu aðildar að Evrópusambandinu. Bjarni hefur nýtt tjáningarfrelsið óspart til að skjóta á Samfylkinguna síðan landsfundurinn hófst. Það gerði hann í setningarræðu sinni í gær þegar hann sagði að borgarbúar ættu skilið frí frá Samfylkingunni. Í dag hélt hann áfram. „Stundum finnst manni að þessir sérfræðingar sem tala fyrir Samfylkinguna og eru fastagestir í fréttatímum á Ríkisútvarpinu, margir þeirra einhvern veginn hafa lesið í einhverri bók flestöll svörin við öllu. En án þekkingu, án reynslu, án þess að vera í samtali við fólk sem býr í alvöru samfélagi – en er ekki bara einhver setning í bók – þá getur þetta verið dálítið flóknara,“ sagði Bjarni við fögnuð fundargesta. Hann ítrekaði mikilvægi þess að ræða við fólkið í landinu og gerði ferð Sjálfstæðisflokksins um landið í kjördæmaviku hátt undir höfði. Mestu skipti að treysta landsmönnum, taka þátt í umræðunni og gefa aldrei eftir. „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni“ „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni í alvörunni. Það hlýtur að vera alveg ömurleg reynsla að dveljast alla daga í eins konar pólitískum bergmálshelli. Rífast þar við eigið bergmál, óttast ekkert meira en að hafa skoðun sem gæti orðið óvinsæl á Twitter. Þá er dagurinn bara ónýtur. Hugsið ykkur þessa tilveru að vera hrædd við eigin pólitíska skugga, allan daginn, skelfingu lostin.“ Því næst gagnrýndi hann Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og sagði hann leggja að jöfnu „baráttu sína fyrir því að vera á sokkaleistunum í þingsal og kvenfrelsisbaráttuna í Íran.“ Hvað það ætti eiginlega að þýða að eyða peningum skattgreiðenda í hundruði fyrirspurna til ráðuneyta, meðal annars um hvað klukkan sé. „En við skulum passa okkur, þó að það sé erfitt að taka þessu fólki alvarlega að þá er það þannig að þessu fólki er fúlasta alvara um að vilja taka völdin í landinu. Og það þurfum við að koma í veg fyrir,“ sagði Bjarni við dynjandi lófaklapp. Skaut á fjölmiðla Bjarna hefur verið tíðrætt um Evrópusambandið á fundinum og sagði að ástæða fyrrverandi þingflokksmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir brottför úr flokknum væri úr gildi gengin, vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Í dag gagnrýndi meintan áróður tiltekinna fjölmiðla. „Kæru vinir, auðvitað finn ég fyrir því iðulega að andstæðingar mínir bíða eftir því að ég hætti, fari bara eitthvað annað. Stundum finnst mér meira að segja heilu fjölmiðlarnir ganga út á það, svei mér þá. Ég hef tekið tímabil þar sem ég hef hugsað: Ég þarf bara að svara hverri einustu spurningu og ég ætla bara alveg að umvefja þennan blaðamann; bregðast alltaf jákvætt við - og ef ég sýni fram á að ég er alltaf málefnalegur þá hlýtur viðkomandi að fara átta sig á því að ég er bara að svara satt og rétt. En ég hef gefist upp á mörgum slíkum blaðamönnum. Og stundum finnst ég mér sumir fjölmiðlar - heilu fjölmiðlarnir - séu gerðir út til þess að koma á framfæri við landsmenn einhverri skoðun sem er kannski andstæð okkar. Það dylst varla neinum að Fréttablaðið er í áróðri fyrir inngöngu í Evrópusambandið, það er bara þannig. Menn þurfa að átta sig á því,“ sagði Bjarni meðal annars við góðar viðtökur fundargesta. Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni hér að neðan. Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Sjá meira
Bjarni hefur nýtt tjáningarfrelsið óspart til að skjóta á Samfylkinguna síðan landsfundurinn hófst. Það gerði hann í setningarræðu sinni í gær þegar hann sagði að borgarbúar ættu skilið frí frá Samfylkingunni. Í dag hélt hann áfram. „Stundum finnst manni að þessir sérfræðingar sem tala fyrir Samfylkinguna og eru fastagestir í fréttatímum á Ríkisútvarpinu, margir þeirra einhvern veginn hafa lesið í einhverri bók flestöll svörin við öllu. En án þekkingu, án reynslu, án þess að vera í samtali við fólk sem býr í alvöru samfélagi – en er ekki bara einhver setning í bók – þá getur þetta verið dálítið flóknara,“ sagði Bjarni við fögnuð fundargesta. Hann ítrekaði mikilvægi þess að ræða við fólkið í landinu og gerði ferð Sjálfstæðisflokksins um landið í kjördæmaviku hátt undir höfði. Mestu skipti að treysta landsmönnum, taka þátt í umræðunni og gefa aldrei eftir. „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni“ „Ég eiginlega vorkenni Samfylkingunni í alvörunni. Það hlýtur að vera alveg ömurleg reynsla að dveljast alla daga í eins konar pólitískum bergmálshelli. Rífast þar við eigið bergmál, óttast ekkert meira en að hafa skoðun sem gæti orðið óvinsæl á Twitter. Þá er dagurinn bara ónýtur. Hugsið ykkur þessa tilveru að vera hrædd við eigin pólitíska skugga, allan daginn, skelfingu lostin.“ Því næst gagnrýndi hann Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og sagði hann leggja að jöfnu „baráttu sína fyrir því að vera á sokkaleistunum í þingsal og kvenfrelsisbaráttuna í Íran.“ Hvað það ætti eiginlega að þýða að eyða peningum skattgreiðenda í hundruði fyrirspurna til ráðuneyta, meðal annars um hvað klukkan sé. „En við skulum passa okkur, þó að það sé erfitt að taka þessu fólki alvarlega að þá er það þannig að þessu fólki er fúlasta alvara um að vilja taka völdin í landinu. Og það þurfum við að koma í veg fyrir,“ sagði Bjarni við dynjandi lófaklapp. Skaut á fjölmiðla Bjarna hefur verið tíðrætt um Evrópusambandið á fundinum og sagði að ástæða fyrrverandi þingflokksmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir brottför úr flokknum væri úr gildi gengin, vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Í dag gagnrýndi meintan áróður tiltekinna fjölmiðla. „Kæru vinir, auðvitað finn ég fyrir því iðulega að andstæðingar mínir bíða eftir því að ég hætti, fari bara eitthvað annað. Stundum finnst mér meira að segja heilu fjölmiðlarnir ganga út á það, svei mér þá. Ég hef tekið tímabil þar sem ég hef hugsað: Ég þarf bara að svara hverri einustu spurningu og ég ætla bara alveg að umvefja þennan blaðamann; bregðast alltaf jákvætt við - og ef ég sýni fram á að ég er alltaf málefnalegur þá hlýtur viðkomandi að fara átta sig á því að ég er bara að svara satt og rétt. En ég hef gefist upp á mörgum slíkum blaðamönnum. Og stundum finnst ég mér sumir fjölmiðlar - heilu fjölmiðlarnir - séu gerðir út til þess að koma á framfæri við landsmenn einhverri skoðun sem er kannski andstæð okkar. Það dylst varla neinum að Fréttablaðið er í áróðri fyrir inngöngu í Evrópusambandið, það er bara þannig. Menn þurfa að átta sig á því,“ sagði Bjarni meðal annars við góðar viðtökur fundargesta. Hægt er að hlusta á ræðuna í heild sinni hér að neðan.
Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Sjá meira