Er barnið mitt gerandi í einelti? Sindri Viborg skrifar 7. nóvember 2022 07:31 Mörg okkar búa gjarnan við þá ranghugmynd að einungis vondu börnin séu gerendur. Vandinn við þessa ranghugmynd er að við setjum aldrei okkar eigin börn í þennan „vondu börnin“ flokk. Við höfum öll okkar sýn á það hvað felst í að barn falli inn í þennan flokk gerenda og með því afneitum við möguleikanum á að okkar eigin börn séu þar. Við erum jú öll góðir foreldrar og því getur barnið okkar ekki verið gerandi, er það nokkuð? Við metum börn okkar út frá því hvað við sjáum og heyrum frá þeim. Mest sjáum við af börnum okkar inni á heimilum okkar og þar er því megin þorrinn af þessu mati okkar, á börnunum, framkvæmt. Oftast er þetta góður veruleiki til að meta þau út frá, en það er til annar veruleiki sem þau búa í. Veruleiki barnanna. Börn í öllum valdastöðum samfélagsins Veruleikinn heima fyrir er ekki nema brot af því sem börnin upplifa. Öllu stærri veruleiki er veruleiki barnanna sjálfra. Það er veruleiki þar sem þau eru í öllum valdastöðum samfélagsins. Þau eru þar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið. Í þessum veruleika móta börnin sér sitt siðferði meðal jafningja og þar skarast oft á siðferði heimilis og siðferði skólalóðarinnar. Það er í þessum veruleika þar sem jarðvegurinn er fyrir ofbeldið, einelti og átroðninginn. Þarna getur menning barnanna orðið að eitraðri menningu. Oft þarf ekkert meira en lítinn árekstur til að jarðvegur súrni og verði eitraður. Ef að áreksturinn er ekki tæklaður rétt af umhverfinu og óæskileg hegðun árekstursins fær þögult samþykki hópsins, þá eru fyrstu skref eineltis mótuð. Í þessu ástandi koma heimilisaðstæður barna lítið við sögu og sérhvert barn líklegt til að taka þátt í þeirri óæskilegri hegðun sem á sér stað. Þögn er ekki samþykki Allt frá barnæsku minni hef ég reglulega heyrt setninguna „Þögn er jafnt og samþykki“. Núna síðari árin hefur samfélagið verið að vinna í því að sporna gegn þessari setningu, og merkingu hennar, þegar kemur að kynferðisofbeldi. Þögn er ekki samþykki, og réttilega svo. Vandinn er að við virðumst ekki hafa náð að yfirfæra þetta á allar kringumstæður. Þögn er ennþá jafnt og samþykki á skólalóð gerandans, og þar sem börnin eru allar valdstöður samfélags þeirra, þá er þetta geirnegld staðreynd hjá þeim. Þögnin veitir tuddanum völd. Þar sem völdin eru alltaf löglega fengin í veruleika barnanna þá er þetta ekki vond völd og valdníðsla, eins og við fullorðnu viljum meina, heldur þvert á móti er þetta einungis völd. Völd sem má, og á, að beita í þeirra veruleika. Þetta þarf að hafa í huga þegar við tölum um eitraða menningu. Eitrið kemur frá staðfestingunni á óæskilegu framkomunni í árekstrinum sem á sér stað á milli barnanna. Þegar eitrið er komið í jarðveginn fer fræ ofbeldis að vaxa. Það vex hratt í þessum skilyrðum og verður fljótt að einelti. Það einelti formfestist svo í eineltismenningu sem allir taka þátt í. Sumir taka þátt þögult, aðrir í aðgerðum með geranda gagnvart þolanda. Þar sem þessi eitraða menning er orðin að fullu formfest þá eru uppátæki gerandanna ekki séð sem ofbeldi, heldur lögleg aðgerð. Réttur til lífs án ofbeldis Hvaða barn sem er getur fallið í þá gryfju að fræ eitraðrar menningu tekur bólfestu í veruleika þess. Þetta barn getur verið hvaða barn sem er. Það getur verið mitt barn, það getur verið þitt barn. Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að við tæklum ábyrgðina á fræðslu og aukinni þekkingu á æskilegri hegðun, hengjum okkur ekki í „barnið mitt gerir ekki svona“ umræðu, heldur öxlum ábyrgð sem samfélag og bætum úr þessu. Við skuldum börnunum okkar skilyrðislausan rétt til ofbeldislaus lífs, hvort sem það er af hálfu okkar til þeirra, eða þeirra á milli. Verum stóra manneskjan og kennum rétta úrvinnslu árekstra. Höfnum eitruðu menningunni og ölum upp góða menningu, menningu sem veitir öllum jarðveg til að dafna. Við eigum það skilið, þeirra vegna. Höfundur er kennaranemi og formaður Tourette-samtakanna á Íslandi. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti á Íslandi, þessi grein er skrifuð í tilefni þess dags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Mörg okkar búa gjarnan við þá ranghugmynd að einungis vondu börnin séu gerendur. Vandinn við þessa ranghugmynd er að við setjum aldrei okkar eigin börn í þennan „vondu börnin“ flokk. Við höfum öll okkar sýn á það hvað felst í að barn falli inn í þennan flokk gerenda og með því afneitum við möguleikanum á að okkar eigin börn séu þar. Við erum jú öll góðir foreldrar og því getur barnið okkar ekki verið gerandi, er það nokkuð? Við metum börn okkar út frá því hvað við sjáum og heyrum frá þeim. Mest sjáum við af börnum okkar inni á heimilum okkar og þar er því megin þorrinn af þessu mati okkar, á börnunum, framkvæmt. Oftast er þetta góður veruleiki til að meta þau út frá, en það er til annar veruleiki sem þau búa í. Veruleiki barnanna. Börn í öllum valdastöðum samfélagsins Veruleikinn heima fyrir er ekki nema brot af því sem börnin upplifa. Öllu stærri veruleiki er veruleiki barnanna sjálfra. Það er veruleiki þar sem þau eru í öllum valdastöðum samfélagsins. Þau eru þar löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið. Í þessum veruleika móta börnin sér sitt siðferði meðal jafningja og þar skarast oft á siðferði heimilis og siðferði skólalóðarinnar. Það er í þessum veruleika þar sem jarðvegurinn er fyrir ofbeldið, einelti og átroðninginn. Þarna getur menning barnanna orðið að eitraðri menningu. Oft þarf ekkert meira en lítinn árekstur til að jarðvegur súrni og verði eitraður. Ef að áreksturinn er ekki tæklaður rétt af umhverfinu og óæskileg hegðun árekstursins fær þögult samþykki hópsins, þá eru fyrstu skref eineltis mótuð. Í þessu ástandi koma heimilisaðstæður barna lítið við sögu og sérhvert barn líklegt til að taka þátt í þeirri óæskilegri hegðun sem á sér stað. Þögn er ekki samþykki Allt frá barnæsku minni hef ég reglulega heyrt setninguna „Þögn er jafnt og samþykki“. Núna síðari árin hefur samfélagið verið að vinna í því að sporna gegn þessari setningu, og merkingu hennar, þegar kemur að kynferðisofbeldi. Þögn er ekki samþykki, og réttilega svo. Vandinn er að við virðumst ekki hafa náð að yfirfæra þetta á allar kringumstæður. Þögn er ennþá jafnt og samþykki á skólalóð gerandans, og þar sem börnin eru allar valdstöður samfélags þeirra, þá er þetta geirnegld staðreynd hjá þeim. Þögnin veitir tuddanum völd. Þar sem völdin eru alltaf löglega fengin í veruleika barnanna þá er þetta ekki vond völd og valdníðsla, eins og við fullorðnu viljum meina, heldur þvert á móti er þetta einungis völd. Völd sem má, og á, að beita í þeirra veruleika. Þetta þarf að hafa í huga þegar við tölum um eitraða menningu. Eitrið kemur frá staðfestingunni á óæskilegu framkomunni í árekstrinum sem á sér stað á milli barnanna. Þegar eitrið er komið í jarðveginn fer fræ ofbeldis að vaxa. Það vex hratt í þessum skilyrðum og verður fljótt að einelti. Það einelti formfestist svo í eineltismenningu sem allir taka þátt í. Sumir taka þátt þögult, aðrir í aðgerðum með geranda gagnvart þolanda. Þar sem þessi eitraða menning er orðin að fullu formfest þá eru uppátæki gerandanna ekki séð sem ofbeldi, heldur lögleg aðgerð. Réttur til lífs án ofbeldis Hvaða barn sem er getur fallið í þá gryfju að fræ eitraðrar menningu tekur bólfestu í veruleika þess. Þetta barn getur verið hvaða barn sem er. Það getur verið mitt barn, það getur verið þitt barn. Það sem skiptir máli á þessum tímapunkti er að við tæklum ábyrgðina á fræðslu og aukinni þekkingu á æskilegri hegðun, hengjum okkur ekki í „barnið mitt gerir ekki svona“ umræðu, heldur öxlum ábyrgð sem samfélag og bætum úr þessu. Við skuldum börnunum okkar skilyrðislausan rétt til ofbeldislaus lífs, hvort sem það er af hálfu okkar til þeirra, eða þeirra á milli. Verum stóra manneskjan og kennum rétta úrvinnslu árekstra. Höfnum eitruðu menningunni og ölum upp góða menningu, menningu sem veitir öllum jarðveg til að dafna. Við eigum það skilið, þeirra vegna. Höfundur er kennaranemi og formaður Tourette-samtakanna á Íslandi. Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti á Íslandi, þessi grein er skrifuð í tilefni þess dags.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun