Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:00 Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. Við skiljum öll hversu þung staða fjölskyldna er í kjölfar þess að foreldri barns fellur frá. Flest þekkjum við dæmi þessa og að aðstæður þessara fjölskyldna eru innbyrðis ólíkar. Stundum hefur verið langur aðdragandi að andlátinu en í öðrum tilvikum stuttur eða jafnvel enginn. Í ofanálag við lífsins stærstu sorg þessara barna þá glímir það foreldri sem eftir stendur við flóknar aðstæður og erfiðar og alveg nýjan veruleika. Í ofanálag kemur til tekjumissir heimilis og í einhverjum tilvikum fjárhagsáhyggjur honum samhliða. Það á auðvitað ekki síst við þar sem foreldrar eru ungir að árum. Sorgarleyfi veitir stuðning fyrir barnafjölskyldur Það er af þessari ástæðu að ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis fyrir þær fjölskyldur þar sem börn undir 18 ára aldri hafa misst foreldri. Það skiptir miklu að eftirlifandi foreldri fái þá nauðsynlegt svigrúm til sorgarúrvinnslu og jafnframt svigrúm til að vera til staðar fyrir barn sitt eða börn eftir andlát makans. Hugsunin hér að baki er því ekki síst hagsmunir barnanna sem í hluti eiga. Með frumvarpinu er því lagt til að þeir foreldrar barna yngri en 18 ára að aldri sem missa maka sinn fái heimild til að taka allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Leyfið verði hægt að taka á 24 mánaða tímabili frá andláti makans. Þar eru líka lagðar til útfærslur vegna mismunandi aðstæðna fólks á vinnumarkaði og um styrk í tilviki námsmanna. Áhrif sorgar á fjölskyldur viðurkennd Það skiptir máli að viðurkenna áhrif sorgar á fjölskyldur í kjölfar þess að barn missir foreldri. Stórt skref var stigið þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn síðastliðið sumar. Miklu skiptir að styðja eftirlifandi foreldri barna á sama hátt þegar manneskja verður fyrir því að missa maka sinn. Samfélagið á að styðja við þessi börn og foreldra þeirra og getur meðal annars gert það á þennan hátt. Þessi lagabreyting kæmi börnum þessara fjölskyldna til góða og yrði til að auðvelda eftirlifandi foreldri fyrstu skrefin í nýjum veruleika. Sjónarmið Barnasáttmálans eru líka vegvísir í þeim efnum. Sorgarmiðstöðin og Krabbameinsfélag Íslands hafa bent á mikilvægi þess að lög í þessa veruna verði sett. Þetta er sömuleiðis sá hópur syrgjenda sem hefur ekki tök á að því að taka sér launalaust leyfi og hefur í einhverjum tilvikum þegar fullnýtt veikindarétt þegar að andlátinu kemur. Foreldrar í þessari stöðu eru nú alfarið háðir skilningi vinnuveitanda sem og því að vinnuveitandi hafi svigrúm til að veita frí eða sveigjanleika þegar sorgin knýr dyra. Að þessu leyti er þessi löggjöf einnig liður í því að vinnuveitandi geti veitt þetta svigrúm fyrir starfsmann sinn á erfiðum tímum. Þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma Á þennan hátt er fjölskyldum veittur þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma í lífi þeirra sem og fjárhagsstuðningur til að mæta tekjutapi. Lagt er til að miðað verði við að mánaðarleg greiðsla skuli nema 80% af meðaltali heildarlauna en 600 þús. kr. að hámarki á mánuði. Miðað er við að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða skertu starfshlutfalli og einnig yfir lengra tímabil. Réttindi foreldra í þessum aðstæðum verði einfaldlega sambærileg réttarstöðu þeirra foreldra sem misst hafa barn. Það er einlæg von mín að Alþingi geti sameinast um þetta frumvarp og veitt fjölskyldum þennan samfélagslega stuðning í kjölfar andláts foreldris. Í því felast falleg og sterk skilaboð um að við ætlum að vera til staðar sem samfélag fyrir þau börn sem missa foreldri sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Fjölskyldumál Alþingi Félagsmál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. Við skiljum öll hversu þung staða fjölskyldna er í kjölfar þess að foreldri barns fellur frá. Flest þekkjum við dæmi þessa og að aðstæður þessara fjölskyldna eru innbyrðis ólíkar. Stundum hefur verið langur aðdragandi að andlátinu en í öðrum tilvikum stuttur eða jafnvel enginn. Í ofanálag við lífsins stærstu sorg þessara barna þá glímir það foreldri sem eftir stendur við flóknar aðstæður og erfiðar og alveg nýjan veruleika. Í ofanálag kemur til tekjumissir heimilis og í einhverjum tilvikum fjárhagsáhyggjur honum samhliða. Það á auðvitað ekki síst við þar sem foreldrar eru ungir að árum. Sorgarleyfi veitir stuðning fyrir barnafjölskyldur Það er af þessari ástæðu að ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis fyrir þær fjölskyldur þar sem börn undir 18 ára aldri hafa misst foreldri. Það skiptir miklu að eftirlifandi foreldri fái þá nauðsynlegt svigrúm til sorgarúrvinnslu og jafnframt svigrúm til að vera til staðar fyrir barn sitt eða börn eftir andlát makans. Hugsunin hér að baki er því ekki síst hagsmunir barnanna sem í hluti eiga. Með frumvarpinu er því lagt til að þeir foreldrar barna yngri en 18 ára að aldri sem missa maka sinn fái heimild til að taka allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Leyfið verði hægt að taka á 24 mánaða tímabili frá andláti makans. Þar eru líka lagðar til útfærslur vegna mismunandi aðstæðna fólks á vinnumarkaði og um styrk í tilviki námsmanna. Áhrif sorgar á fjölskyldur viðurkennd Það skiptir máli að viðurkenna áhrif sorgar á fjölskyldur í kjölfar þess að barn missir foreldri. Stórt skref var stigið þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn síðastliðið sumar. Miklu skiptir að styðja eftirlifandi foreldri barna á sama hátt þegar manneskja verður fyrir því að missa maka sinn. Samfélagið á að styðja við þessi börn og foreldra þeirra og getur meðal annars gert það á þennan hátt. Þessi lagabreyting kæmi börnum þessara fjölskyldna til góða og yrði til að auðvelda eftirlifandi foreldri fyrstu skrefin í nýjum veruleika. Sjónarmið Barnasáttmálans eru líka vegvísir í þeim efnum. Sorgarmiðstöðin og Krabbameinsfélag Íslands hafa bent á mikilvægi þess að lög í þessa veruna verði sett. Þetta er sömuleiðis sá hópur syrgjenda sem hefur ekki tök á að því að taka sér launalaust leyfi og hefur í einhverjum tilvikum þegar fullnýtt veikindarétt þegar að andlátinu kemur. Foreldrar í þessari stöðu eru nú alfarið háðir skilningi vinnuveitanda sem og því að vinnuveitandi hafi svigrúm til að veita frí eða sveigjanleika þegar sorgin knýr dyra. Að þessu leyti er þessi löggjöf einnig liður í því að vinnuveitandi geti veitt þetta svigrúm fyrir starfsmann sinn á erfiðum tímum. Þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma Á þennan hátt er fjölskyldum veittur þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma í lífi þeirra sem og fjárhagsstuðningur til að mæta tekjutapi. Lagt er til að miðað verði við að mánaðarleg greiðsla skuli nema 80% af meðaltali heildarlauna en 600 þús. kr. að hámarki á mánuði. Miðað er við að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða skertu starfshlutfalli og einnig yfir lengra tímabil. Réttindi foreldra í þessum aðstæðum verði einfaldlega sambærileg réttarstöðu þeirra foreldra sem misst hafa barn. Það er einlæg von mín að Alþingi geti sameinast um þetta frumvarp og veitt fjölskyldum þennan samfélagslega stuðning í kjölfar andláts foreldris. Í því felast falleg og sterk skilaboð um að við ætlum að vera til staðar sem samfélag fyrir þau börn sem missa foreldri sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun