Grettistak Ármann Jakobsson skrifar 9. nóvember 2022 08:30 Öld fílaminnisins er á enda runnin en upp risin öld hinna aðgengilegu gagnagrunna. Aldrei hefur verið léttara að skrifa góða íslensku með aðstoð netsins en þó virðist margir sem vinna við tungumálið stundum í vandræðum með það og þá skellur stundum á hvass bylur gagnrýnisradda, eins og t.d. þegar einn fjölmiðillinn dró orðið „grettistak“ úr pússi sínum og notaði ranglega. Slík mistök gætu við fyrstu sýn virst vera þekkingarleysi en líklega er nær að kenna þau við leti. Fæstir kunna stafsetningu eða beygingarmyndir svo vel að þeir þurfi aldrei að fletta neinu upp. Það hefur hins vegar aldrei verið léttara en núna að vinna bug á gleymskunni. Stofnun Árna Magnússonar rekur gagnagrunninn Málið (malid.is) sem er í raun safn gagnagrunna – og raunar mætti kalla þann góða vef sannkallað grettistak sem nú er búið að hefja á loft. Þar má finna Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, Íslenska stafsetningarorðabók, Íslenskt orðanet, Ritmálssafn Orðabókar Háskólans, Orðabók Blöndals og Íslenska orðsifjabók og fjölmörg fleiri orðasöfn. Óhætt er að mæla með þeim öllum því að engin ein bók geymir allt sem fólk sem tjáir sig á opinberum vettvangi þarf að kunna. Saman eru þær hins vegar býsna öflugt verkfæri allra skrifandi manna. Ef við höldum okkur við orðið grettistak má í Ritmálssafni finna 25 dæmi um orðið frá 17. öld til nútímans sem öll veita hugmynd um hvernig það er notað. En einnig má á Málinu finna skilgreiningu orðsins í Íslenskri nútímamálsorðabók og þegar farið er í Íslenskt orðanet má finna 64 orð sem tengjast því. Líka má finna grein í Málfarsbankanum um orðið sem kemur að gagni þegar ákveða skal hvort það eigi við í fyrirsögn fréttar. En auðvitað þarf enginn að halda sig við fróðleik frá Árnastofnun. Á tímaritavef Landsbókasafns er líka hægt að slá inn orðið „grettistak“ og verða margs vísari og auðvitað gerir leitarvélin í vafranum einnig sitt gagn. Það er svo víða hægt að finna fróðleik um þetta orð og fleiri að það er nánast óleyfileg andleg leti að skoða ekki málið (eða malid.is). Það verður alltaf svolítið tímafrekt að vanda sig en hefur þó aldrei verið léttara en nú. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda og formaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ármann Jakobsson Íslensk tunga Íslensk fræði Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Öld fílaminnisins er á enda runnin en upp risin öld hinna aðgengilegu gagnagrunna. Aldrei hefur verið léttara að skrifa góða íslensku með aðstoð netsins en þó virðist margir sem vinna við tungumálið stundum í vandræðum með það og þá skellur stundum á hvass bylur gagnrýnisradda, eins og t.d. þegar einn fjölmiðillinn dró orðið „grettistak“ úr pússi sínum og notaði ranglega. Slík mistök gætu við fyrstu sýn virst vera þekkingarleysi en líklega er nær að kenna þau við leti. Fæstir kunna stafsetningu eða beygingarmyndir svo vel að þeir þurfi aldrei að fletta neinu upp. Það hefur hins vegar aldrei verið léttara en núna að vinna bug á gleymskunni. Stofnun Árna Magnússonar rekur gagnagrunninn Málið (malid.is) sem er í raun safn gagnagrunna – og raunar mætti kalla þann góða vef sannkallað grettistak sem nú er búið að hefja á loft. Þar má finna Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, Íslenska stafsetningarorðabók, Íslenskt orðanet, Ritmálssafn Orðabókar Háskólans, Orðabók Blöndals og Íslenska orðsifjabók og fjölmörg fleiri orðasöfn. Óhætt er að mæla með þeim öllum því að engin ein bók geymir allt sem fólk sem tjáir sig á opinberum vettvangi þarf að kunna. Saman eru þær hins vegar býsna öflugt verkfæri allra skrifandi manna. Ef við höldum okkur við orðið grettistak má í Ritmálssafni finna 25 dæmi um orðið frá 17. öld til nútímans sem öll veita hugmynd um hvernig það er notað. En einnig má á Málinu finna skilgreiningu orðsins í Íslenskri nútímamálsorðabók og þegar farið er í Íslenskt orðanet má finna 64 orð sem tengjast því. Líka má finna grein í Málfarsbankanum um orðið sem kemur að gagni þegar ákveða skal hvort það eigi við í fyrirsögn fréttar. En auðvitað þarf enginn að halda sig við fróðleik frá Árnastofnun. Á tímaritavef Landsbókasafns er líka hægt að slá inn orðið „grettistak“ og verða margs vísari og auðvitað gerir leitarvélin í vafranum einnig sitt gagn. Það er svo víða hægt að finna fróðleik um þetta orð og fleiri að það er nánast óleyfileg andleg leti að skoða ekki málið (eða malid.is). Það verður alltaf svolítið tímafrekt að vanda sig en hefur þó aldrei verið léttara en nú. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda og formaður Íslenskrar málnefndar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun