Skrifar martraðabækur og sækir innblástur úr kennslustofunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 14:31 Rakel Þórhallsdóttir. Vísir/Vilhelm „Ætli ég hafi ekki alltaf vitað það svona innst inni,“ segir barnabókahöfundurinn Rakel. Hún var að gefa út bókina Martröð á netinu. Bókin er framhald af bók hennar, Martröð í Hafnarfirði. „Mér hefur lengi þótt gaman að skrifa en tók smávegis pásu frá skrifum þegar ég fór í menntaskóla og svo háskóla. Eftir að ég kláraði námið fór ég að leika mér að þessu aftur og mundi þá hvað þetta var skemmtilegt.“ Níu ára byrjaði Rakel að búa til teiknimyndasögur fyrir systur sína. „Stuttu seinna fór ég að skrifa smásögur, ljóð og fleira. Á unglingsárunum byrjaði ég síðan nokkrum sinnum á mismunandi skáldsögum og skrifaði dagbækur. “ En hvaðan kom innblásturinn að bókinni Martröð í Hafnarfirði? „Ég er sjálf kennari og get fengið endalausan innblástur í starfinu. Ég var að byrja í mínu fyrsta starfi þegar þessi hugmynd skaut upp kollinum. Hvað ef til væri kennari sem hefði eitthvað að fela, væri kannski yfirnáttúruleg vera? Martröð í Hafnarfirði fjallar líka um einelti en í starfinu hef ég því miður stundum orðið vitni að slíku og mér fannst mikilvægt að koma því að í bókinni,“ útskýrir Rakel. Bækur Rakelar.Samsett Mikill heiður Hún segir að fyrri bókin hafi fengið mjög góð viðbrögð og er spennt fyrir viðtökunum á nýju bókinni. „Ég hef hitt þó nokkur börn sem tala vel um bókina og sá góð ummæli um hana þegar hún birtist á storytel líka. Innblásturinn að Martröð á netinu kom líka í vinnunni, en þar heyri ég nemendur mína oft tala um hina ýmsu tölvuleiki. Ég fór því að ímynda mér tölvuleik sem hefði einhverja yfirnáttúrulega krafta, leik sem hefði áhrif á raunverulegt líf leikmanna.“ Rakel segir að börn frá níu ára hafi lesið bækurnar en að unglingar hafi líka mjög gaman af þeim. Í Hafnarfirði fór af stað samstarfsverkefni á milli bókasafns bæjarins og frístundaheimila grunnskólanna í bænum þar sem krakkarnir gerðu bíómynd upp úr bókinni hennar Martröð í Hafnarfirði. „Þetta var gert í tengslum við Bóka - og bíóhátíð. Ein bók er valin og útfæra krakkarnir í Hafnarfirði handrit, leikmynd og allt sem við kemur til að flytja efni úr skáldsögu yfir á skjáinn. Bókasafnið sér svo um að klippa efnið saman og sýna í nokkra daga yfir hátíðina. Ég er auðvitað í skýjunum yfir þessu. Kennarinn í mér elskar líka að sjá krakka nota sköpunarhæfileika sína til að koma einhverju á framfæri, og það að mín bók hafi orðið fyrir valinu er þvílíkur heiður.“ Rakel Þórhallsdóttir er kennari og branabókahöfundur og sækir innblástur í skólastarfið.Vísir/Vilhelm Rakel er í fæðingarorlofi eins og er en skrifar á meðan dóttirin sefur. „Ég hvet alla krakka til að vera duglegir að lesa í vetur, það er svo yndislegt að gleyma sér í góðri bók á köldum dögum,“ segir hún að lokum. Bókaútgáfa Krakkar Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
„Mér hefur lengi þótt gaman að skrifa en tók smávegis pásu frá skrifum þegar ég fór í menntaskóla og svo háskóla. Eftir að ég kláraði námið fór ég að leika mér að þessu aftur og mundi þá hvað þetta var skemmtilegt.“ Níu ára byrjaði Rakel að búa til teiknimyndasögur fyrir systur sína. „Stuttu seinna fór ég að skrifa smásögur, ljóð og fleira. Á unglingsárunum byrjaði ég síðan nokkrum sinnum á mismunandi skáldsögum og skrifaði dagbækur. “ En hvaðan kom innblásturinn að bókinni Martröð í Hafnarfirði? „Ég er sjálf kennari og get fengið endalausan innblástur í starfinu. Ég var að byrja í mínu fyrsta starfi þegar þessi hugmynd skaut upp kollinum. Hvað ef til væri kennari sem hefði eitthvað að fela, væri kannski yfirnáttúruleg vera? Martröð í Hafnarfirði fjallar líka um einelti en í starfinu hef ég því miður stundum orðið vitni að slíku og mér fannst mikilvægt að koma því að í bókinni,“ útskýrir Rakel. Bækur Rakelar.Samsett Mikill heiður Hún segir að fyrri bókin hafi fengið mjög góð viðbrögð og er spennt fyrir viðtökunum á nýju bókinni. „Ég hef hitt þó nokkur börn sem tala vel um bókina og sá góð ummæli um hana þegar hún birtist á storytel líka. Innblásturinn að Martröð á netinu kom líka í vinnunni, en þar heyri ég nemendur mína oft tala um hina ýmsu tölvuleiki. Ég fór því að ímynda mér tölvuleik sem hefði einhverja yfirnáttúrulega krafta, leik sem hefði áhrif á raunverulegt líf leikmanna.“ Rakel segir að börn frá níu ára hafi lesið bækurnar en að unglingar hafi líka mjög gaman af þeim. Í Hafnarfirði fór af stað samstarfsverkefni á milli bókasafns bæjarins og frístundaheimila grunnskólanna í bænum þar sem krakkarnir gerðu bíómynd upp úr bókinni hennar Martröð í Hafnarfirði. „Þetta var gert í tengslum við Bóka - og bíóhátíð. Ein bók er valin og útfæra krakkarnir í Hafnarfirði handrit, leikmynd og allt sem við kemur til að flytja efni úr skáldsögu yfir á skjáinn. Bókasafnið sér svo um að klippa efnið saman og sýna í nokkra daga yfir hátíðina. Ég er auðvitað í skýjunum yfir þessu. Kennarinn í mér elskar líka að sjá krakka nota sköpunarhæfileika sína til að koma einhverju á framfæri, og það að mín bók hafi orðið fyrir valinu er þvílíkur heiður.“ Rakel Þórhallsdóttir er kennari og branabókahöfundur og sækir innblástur í skólastarfið.Vísir/Vilhelm Rakel er í fæðingarorlofi eins og er en skrifar á meðan dóttirin sefur. „Ég hvet alla krakka til að vera duglegir að lesa í vetur, það er svo yndislegt að gleyma sér í góðri bók á köldum dögum,“ segir hún að lokum.
Bókaútgáfa Krakkar Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira