Nokkrir tugir manna í vélhjólaklúbbum sem stunda glæpi hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 09:01 Runólfur segir klúbba sem þessa engin landamæri virða. Vísir/Arnar Nokkrir tugir manna eru í vélhjólaklúbbum sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi að mati ríkislögreglustjóra. Nokkrir slíkir klúbbar eru virkir hér á landi. Hátt í þrjátíu meðlimum vélhjólaklúbbsins Hells Angels var vísað frá landinu um helgina. Lögreglan taldi mennina ógn við þjóðaröryggi en allir komu þeir til landsins frá Svíþjóð og Þýskalandi til að vera viðstaddir gleðskap á vegum klúbbs samtakanna hér á landi. Hells Angels er flokkaður sem Skipulögð glæpasamtök af Europol og er álitinn slíkur hér á landi sömuleiðis. Meðlimir Hells Angels telja um 3.500 í 59 löndum en auk þeirra er fjöldi stuðningsklúbba, sem teljast ekki beint til Hells Angels en eru þó hluti af starfseminni. Þar má til dæmis nefna Red Devils og Gatekeepers. Hér á landi telur lögregla nokkurn fjölda hluta af klúbbum sem þessum. „Við teljum að í þessum vélhjólagengisklúbbum, sem eru starfandi hér á landi, séu nokkrir tugir einstaklinga, í nokkrum mismunandi klúbbum og bera öll einkenni skipulagðrar brotastarfsemi,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Hann nefnir í þessu samhengi, auk Hells Angels, klúbbana Outlaws og Bandidos. Brotastarfsemi þeirra sé fjölbreytt. „Þetta er yfirleitt mjög fjölþætt starfsemi. Þetta er hagnaðardrifin starfsemi þannig að brotaflokkarnir geta verið margvíslegir og í öllum tilvikum hagnaðardrifnir,“ segir Runólfur. Vísbendingar séu um að klúbbar hér á landi séu í virkum samskiptum við klúbba erlendis. „Einkenni þessarar starfsemi er sú að í dag er hún mjög alþjóðleg, virðir engin landamæri,“ segir Runólfur. „Lögreglan þarf að gefa þessu meiri gaum. Atburðir helgarinnar eru vísbending um að mögulega séu þessir hópar hér á landi að eflast.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm til viðbótar yfirgefa landið á morgun Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur. 12. nóvember 2022 16:32 Öllum tuttugu og tveimur meðlimum Hells Angels vísað frá landi Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi. 12. nóvember 2022 10:38 Á níunda tug meðlima Hells Angels ákærðir í Portúgal Yfirvöld í Portúgal hafa ákært 89 meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi, morðtilrauna, rána og eiturlyfjasmygls. 11. júlí 2019 19:13 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Hátt í þrjátíu meðlimum vélhjólaklúbbsins Hells Angels var vísað frá landinu um helgina. Lögreglan taldi mennina ógn við þjóðaröryggi en allir komu þeir til landsins frá Svíþjóð og Þýskalandi til að vera viðstaddir gleðskap á vegum klúbbs samtakanna hér á landi. Hells Angels er flokkaður sem Skipulögð glæpasamtök af Europol og er álitinn slíkur hér á landi sömuleiðis. Meðlimir Hells Angels telja um 3.500 í 59 löndum en auk þeirra er fjöldi stuðningsklúbba, sem teljast ekki beint til Hells Angels en eru þó hluti af starfseminni. Þar má til dæmis nefna Red Devils og Gatekeepers. Hér á landi telur lögregla nokkurn fjölda hluta af klúbbum sem þessum. „Við teljum að í þessum vélhjólagengisklúbbum, sem eru starfandi hér á landi, séu nokkrir tugir einstaklinga, í nokkrum mismunandi klúbbum og bera öll einkenni skipulagðrar brotastarfsemi,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Hann nefnir í þessu samhengi, auk Hells Angels, klúbbana Outlaws og Bandidos. Brotastarfsemi þeirra sé fjölbreytt. „Þetta er yfirleitt mjög fjölþætt starfsemi. Þetta er hagnaðardrifin starfsemi þannig að brotaflokkarnir geta verið margvíslegir og í öllum tilvikum hagnaðardrifnir,“ segir Runólfur. Vísbendingar séu um að klúbbar hér á landi séu í virkum samskiptum við klúbba erlendis. „Einkenni þessarar starfsemi er sú að í dag er hún mjög alþjóðleg, virðir engin landamæri,“ segir Runólfur. „Lögreglan þarf að gefa þessu meiri gaum. Atburðir helgarinnar eru vísbending um að mögulega séu þessir hópar hér á landi að eflast.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm til viðbótar yfirgefa landið á morgun Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur. 12. nóvember 2022 16:32 Öllum tuttugu og tveimur meðlimum Hells Angels vísað frá landi Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi. 12. nóvember 2022 10:38 Á níunda tug meðlima Hells Angels ákærðir í Portúgal Yfirvöld í Portúgal hafa ákært 89 meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi, morðtilrauna, rána og eiturlyfjasmygls. 11. júlí 2019 19:13 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Fimm til viðbótar yfirgefa landið á morgun Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur. 12. nóvember 2022 16:32
Öllum tuttugu og tveimur meðlimum Hells Angels vísað frá landi Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi. 12. nóvember 2022 10:38
Á níunda tug meðlima Hells Angels ákærðir í Portúgal Yfirvöld í Portúgal hafa ákært 89 meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi, morðtilrauna, rána og eiturlyfjasmygls. 11. júlí 2019 19:13