Heimsmeistarkeppnin í Qatar – slökkvum á sjónvarpstækjunum Halldór Reynisson skrifar 15. nóvember 2022 12:01 Heimsmeistarakeppin karla í fótbolta er að hefjast í Qatar. Undir venjulegum kringumstæðum er slíkt keppni atburður sem við áhugamenn um fótbolta bíðum með óþreyju enda hafa þessar keppnir oft verið veisla hinnar fallegu íþróttar. Sjálfur hef ég fylgst með heimsmeistarakeppnum í karlaboltanum frá 1966. Nú bregður öðruvísi við. Keppnin er haldin í landi sem á sér enga fótboltahefð og hefur aldrei komist á heimsmeistarakeppni. Fréttir hafa borist af því að fjöldi fólks, aðallega verkamenn frá Asíu hafi látið lífið við framkvæmdir. Samkvæmt nýlegri frétt í Guardian er talið að allt að 6500 manns hafi látist í undirbúningi keppninnar. Talað er um mannsal þar sem óprúttnir skuggabaldar notfæra sér eymd þessa verkafólks. Samkvæmt sömu heimild hafa allt að eitt hundrað þúsund verkamenn orðið fyrir barðinu á slíkum glæpamönnum. Þá eru háværar raddir um að stórfelldar mútur hafi verið greiddar til áhrifafólks í fótboltanum til að tryggja að mótið væri haldið í Qatar, væntanlega til að þvo olíumengaðar hendur al-Thani einræðisherra. Ofan í kaupið eru mannréttindi í þessu olíuauðuga Arabaríki ekki upp á marga fiska. Samkynhneigt fólk er óvelkomið, viðurlögin við samkynheigð í landinu eru allt að 5 ára fangelsi. Og allt að 7 ára fangelsi fyrir kynlíf utan hjónabands, - lesist konur. Lastalistinn er eflaust mun lengri en þetta nægir. Philipp Lahm sem var fyrirliði heimsmeistara Þjóðverja 2014 ætlar að sitja heima af siðferðisástæðum. Hann segir að mannréttindi verði að vera nauðsynleg forsenda ætli einhver sér að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Þegar ég var strákur að spila fótbolta ólumst við mörg upp við heilræði sr. Friðriks, stofnanda Vals og Hauka: “Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði”. Nú er það ekki bara kappið sem virðist hafa borið fegurðina ofurliði í fótboltanum einnig heldur peningarnir. Nýjasta dæmið er svo að KSÍ lætur Saudi-Arabíu sem er alræmt ríki fyrir brot á mannréttindum kaupa sig til að halda æfingaleik fyrir karlalandsliðið. Það kemur í kjölfar umræðu um þá eitruðu karlmennsku og ásakana um kynferðisofbeldi sem virðist hafa verið kúltúrinn í kringum karlaboltann, altént sumstaðar. Það er umhugsunarvert í ljósi þess að fótboltafélög hafa verið óþreytandi að minna á uppeldisgildi íþróttarinnar, einkum til að fá peninga úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Ég er ekki viss um að strákarnir okkar hafi alltaf fengið nógu gott uppeldi í fótboltanum, að dæma af þeim málum sem upp hafa komið. Helsta von okkar fótboltaáhugamanna um fallegan leik hér á landi er kvennafótboltinn, ekki síst íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sem er til fyrirmyndar. Það berst óþefur af peningum og ofbeldi frá heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem haldin er í Qatar. Segja má að keppnin sé haldin á blóðvöllum einræðisríkis sem þverbrýtur mannréttindi. Svo mikill er óþefurinn að ég sem áhugamaður um fótbolta til margra áratuga – ætla að slökkva kyrfilega á sjónvarpinu þegar kveikt verður á flóðljósum og leikir verða sýndir í sjónvarpi. Sömuleiðis ætla ég að forðast umfjöllun um þetta alræmda mót. Ég skora á alla áhugamenn um hina fallegu íþrótt að gera slíkt hið sama. Höfundur er áhugamaður um fallegan fótbolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HM 2022 í Katar Fótbolti Mannréttindi Katar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Heimsmeistarakeppin karla í fótbolta er að hefjast í Qatar. Undir venjulegum kringumstæðum er slíkt keppni atburður sem við áhugamenn um fótbolta bíðum með óþreyju enda hafa þessar keppnir oft verið veisla hinnar fallegu íþróttar. Sjálfur hef ég fylgst með heimsmeistarakeppnum í karlaboltanum frá 1966. Nú bregður öðruvísi við. Keppnin er haldin í landi sem á sér enga fótboltahefð og hefur aldrei komist á heimsmeistarakeppni. Fréttir hafa borist af því að fjöldi fólks, aðallega verkamenn frá Asíu hafi látið lífið við framkvæmdir. Samkvæmt nýlegri frétt í Guardian er talið að allt að 6500 manns hafi látist í undirbúningi keppninnar. Talað er um mannsal þar sem óprúttnir skuggabaldar notfæra sér eymd þessa verkafólks. Samkvæmt sömu heimild hafa allt að eitt hundrað þúsund verkamenn orðið fyrir barðinu á slíkum glæpamönnum. Þá eru háværar raddir um að stórfelldar mútur hafi verið greiddar til áhrifafólks í fótboltanum til að tryggja að mótið væri haldið í Qatar, væntanlega til að þvo olíumengaðar hendur al-Thani einræðisherra. Ofan í kaupið eru mannréttindi í þessu olíuauðuga Arabaríki ekki upp á marga fiska. Samkynhneigt fólk er óvelkomið, viðurlögin við samkynheigð í landinu eru allt að 5 ára fangelsi. Og allt að 7 ára fangelsi fyrir kynlíf utan hjónabands, - lesist konur. Lastalistinn er eflaust mun lengri en þetta nægir. Philipp Lahm sem var fyrirliði heimsmeistara Þjóðverja 2014 ætlar að sitja heima af siðferðisástæðum. Hann segir að mannréttindi verði að vera nauðsynleg forsenda ætli einhver sér að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Þegar ég var strákur að spila fótbolta ólumst við mörg upp við heilræði sr. Friðriks, stofnanda Vals og Hauka: “Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði”. Nú er það ekki bara kappið sem virðist hafa borið fegurðina ofurliði í fótboltanum einnig heldur peningarnir. Nýjasta dæmið er svo að KSÍ lætur Saudi-Arabíu sem er alræmt ríki fyrir brot á mannréttindum kaupa sig til að halda æfingaleik fyrir karlalandsliðið. Það kemur í kjölfar umræðu um þá eitruðu karlmennsku og ásakana um kynferðisofbeldi sem virðist hafa verið kúltúrinn í kringum karlaboltann, altént sumstaðar. Það er umhugsunarvert í ljósi þess að fótboltafélög hafa verið óþreytandi að minna á uppeldisgildi íþróttarinnar, einkum til að fá peninga úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Ég er ekki viss um að strákarnir okkar hafi alltaf fengið nógu gott uppeldi í fótboltanum, að dæma af þeim málum sem upp hafa komið. Helsta von okkar fótboltaáhugamanna um fallegan leik hér á landi er kvennafótboltinn, ekki síst íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sem er til fyrirmyndar. Það berst óþefur af peningum og ofbeldi frá heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem haldin er í Qatar. Segja má að keppnin sé haldin á blóðvöllum einræðisríkis sem þverbrýtur mannréttindi. Svo mikill er óþefurinn að ég sem áhugamaður um fótbolta til margra áratuga – ætla að slökkva kyrfilega á sjónvarpinu þegar kveikt verður á flóðljósum og leikir verða sýndir í sjónvarpi. Sömuleiðis ætla ég að forðast umfjöllun um þetta alræmda mót. Ég skora á alla áhugamenn um hina fallegu íþrótt að gera slíkt hið sama. Höfundur er áhugamaður um fallegan fótbolta.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun