Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 17:55 Reykjavíkurborg taldi að slysið hefði átt sér í frítíma og slysabætur skyldu greiddar samkvæmt því. Leikskólakennarinnar hélt því fram að það hefði orðið á vinnutíma. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Mál leikskólakennarans snerist aðeins um á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort að slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svonefndan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar er metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur í fyrra. Féllst hann á þau rök borgarinnar að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans heldur hafi hún verið valfrjáls. Ekki hafi því verið um vinnuslys að ræða. Landsréttur staðfesti þann dóm í apríl en einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Ekki hefði verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að starfsmennirnir hefðu verið leystir undan skyldum sínum þegar slysið varð. Skipti ekki máli hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða ekki Hæstiréttur veitti leikskólakennaranum leyfi til að áfrýja málinu í maí. Leyfið var meðal annars veitt á þeim grundvelli að dómur Landsréttar kynni að vera bersýnilega rangur að formi til vegna þess að Kristbjörg Stephensen, einn dómaranna þriggja sem dæmdu málið við Landsrétt, hafi verið vanhæf. Kristbjörg var borgarlögmaður þegar tilkynnt var um slysið til embættisins. Leikskólakennarinn byggði á að hún hefði því komið að hagsmunagæslu fyrir borgina í tengslum við málið. Borgin taldi á móti að krafan um að Kristbjörg skyldi talin vanhæf kæmi of seint fram. Mótmælti hún einnig að Kristbjörg hefði komið að hagsmunagæslu í tengslum við málið. Þótt hún hefði verið borgarlögmaður þegar tilkynning barst og lögmaður embættisins og sendi mótttökubréf til leikskólakennarans hafi hún hvorki komið að ákvörðun um hvort bótaskylda væri fyrir hendi hjá borginni né á hvaða grundvelli. Hæstiréttur var ósammála þeirri túlkun borgarinnar. Taldi hann Kristbjörgu hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi embættisins til leikskólakennarans. Engu breytti hvort að sú hagsmunagæsla hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið. Dómur Landsréttur var því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Mál leikskólakennarans snerist aðeins um á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort að slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svonefndan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar er metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur í fyrra. Féllst hann á þau rök borgarinnar að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans heldur hafi hún verið valfrjáls. Ekki hafi því verið um vinnuslys að ræða. Landsréttur staðfesti þann dóm í apríl en einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Ekki hefði verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að starfsmennirnir hefðu verið leystir undan skyldum sínum þegar slysið varð. Skipti ekki máli hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða ekki Hæstiréttur veitti leikskólakennaranum leyfi til að áfrýja málinu í maí. Leyfið var meðal annars veitt á þeim grundvelli að dómur Landsréttar kynni að vera bersýnilega rangur að formi til vegna þess að Kristbjörg Stephensen, einn dómaranna þriggja sem dæmdu málið við Landsrétt, hafi verið vanhæf. Kristbjörg var borgarlögmaður þegar tilkynnt var um slysið til embættisins. Leikskólakennarinn byggði á að hún hefði því komið að hagsmunagæslu fyrir borgina í tengslum við málið. Borgin taldi á móti að krafan um að Kristbjörg skyldi talin vanhæf kæmi of seint fram. Mótmælti hún einnig að Kristbjörg hefði komið að hagsmunagæslu í tengslum við málið. Þótt hún hefði verið borgarlögmaður þegar tilkynning barst og lögmaður embættisins og sendi mótttökubréf til leikskólakennarans hafi hún hvorki komið að ákvörðun um hvort bótaskylda væri fyrir hendi hjá borginni né á hvaða grundvelli. Hæstiréttur var ósammála þeirri túlkun borgarinnar. Taldi hann Kristbjörgu hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi embættisins til leikskólakennarans. Engu breytti hvort að sú hagsmunagæsla hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið. Dómur Landsréttur var því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent