Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 17:55 Reykjavíkurborg taldi að slysið hefði átt sér í frítíma og slysabætur skyldu greiddar samkvæmt því. Leikskólakennarinnar hélt því fram að það hefði orðið á vinnutíma. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Mál leikskólakennarans snerist aðeins um á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort að slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svonefndan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar er metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur í fyrra. Féllst hann á þau rök borgarinnar að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans heldur hafi hún verið valfrjáls. Ekki hafi því verið um vinnuslys að ræða. Landsréttur staðfesti þann dóm í apríl en einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Ekki hefði verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að starfsmennirnir hefðu verið leystir undan skyldum sínum þegar slysið varð. Skipti ekki máli hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða ekki Hæstiréttur veitti leikskólakennaranum leyfi til að áfrýja málinu í maí. Leyfið var meðal annars veitt á þeim grundvelli að dómur Landsréttar kynni að vera bersýnilega rangur að formi til vegna þess að Kristbjörg Stephensen, einn dómaranna þriggja sem dæmdu málið við Landsrétt, hafi verið vanhæf. Kristbjörg var borgarlögmaður þegar tilkynnt var um slysið til embættisins. Leikskólakennarinn byggði á að hún hefði því komið að hagsmunagæslu fyrir borgina í tengslum við málið. Borgin taldi á móti að krafan um að Kristbjörg skyldi talin vanhæf kæmi of seint fram. Mótmælti hún einnig að Kristbjörg hefði komið að hagsmunagæslu í tengslum við málið. Þótt hún hefði verið borgarlögmaður þegar tilkynning barst og lögmaður embættisins og sendi mótttökubréf til leikskólakennarans hafi hún hvorki komið að ákvörðun um hvort bótaskylda væri fyrir hendi hjá borginni né á hvaða grundvelli. Hæstiréttur var ósammála þeirri túlkun borgarinnar. Taldi hann Kristbjörgu hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi embættisins til leikskólakennarans. Engu breytti hvort að sú hagsmunagæsla hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið. Dómur Landsréttur var því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Mál leikskólakennarans snerist aðeins um á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg ætti að greiða bætur. Deilt var um hvort að slysið hefði átt sér stað á vinnutíma eða frítíma. Slysið varð í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags þegar starfsmenn spiluðu svonefndan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið og varanleg örorka hennar er metin fimmtán prósent. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði borgina af kröfu konunnar um að henni yrðu dæmdar 3,3 milljónir króna í bætur í fyrra. Féllst hann á þau rök borgarinnar að þátttaka kennarans í blöðruboltanum hafi ekki verið ein af starfsskyldum hans heldur hafi hún verið valfrjáls. Ekki hafi því verið um vinnuslys að ræða. Landsréttur staðfesti þann dóm í apríl en einn dómari skilaði sératkvæði og vildi dæma konunni í vil. Ekki hefði verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að starfsmennirnir hefðu verið leystir undan skyldum sínum þegar slysið varð. Skipti ekki máli hvort hagsmunagæslan hafi verið umfangsmikil eða ekki Hæstiréttur veitti leikskólakennaranum leyfi til að áfrýja málinu í maí. Leyfið var meðal annars veitt á þeim grundvelli að dómur Landsréttar kynni að vera bersýnilega rangur að formi til vegna þess að Kristbjörg Stephensen, einn dómaranna þriggja sem dæmdu málið við Landsrétt, hafi verið vanhæf. Kristbjörg var borgarlögmaður þegar tilkynnt var um slysið til embættisins. Leikskólakennarinn byggði á að hún hefði því komið að hagsmunagæslu fyrir borgina í tengslum við málið. Borgin taldi á móti að krafan um að Kristbjörg skyldi talin vanhæf kæmi of seint fram. Mótmælti hún einnig að Kristbjörg hefði komið að hagsmunagæslu í tengslum við málið. Þótt hún hefði verið borgarlögmaður þegar tilkynning barst og lögmaður embættisins og sendi mótttökubréf til leikskólakennarans hafi hún hvorki komið að ákvörðun um hvort bótaskylda væri fyrir hendi hjá borginni né á hvaða grundvelli. Hæstiréttur var ósammála þeirri túlkun borgarinnar. Taldi hann Kristbjörgu hafa komið að hagsmunagæslu fyrir borgina þótt að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til bótaskyldu borgarinnar í bréfi embættisins til leikskólakennarans. Engu breytti hvort að sú hagsmunagæsla hafi verið umfangsmikil eða óveruleg. Kristbjörg hafi því verið vanhæf til að dæma málið. Dómur Landsréttur var því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent