Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2022 07:52 Landsréttur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 8. desember næstkomandi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. Maðurinn er þannig grunaður um tilraun til manndráps eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás, en Landsréttur felldi niður úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu um að maðurinn sætti áframhaldandi gæslugarðhaldi vegna málsins. Á myndbandsupptökum sést hvar sparkað er í mann í anddyri veitingahússins og leikur grunur um að maðurinn, sem er í gæsluvarðhaldi, hafi verið þar að verki. Í úrskurðinum kemur fram að hinn grunaði beri við „fullkomnu minnisleysi“. Í úrskurðinum segir að á upptökunum megi sjá manninn taka tilhlaup og sparka af miklu afli í bak brotaþolans sem hafi verið á leið út af staðnum. Sá hafi snúið baki í þann sem sparkaði og því verið í engri aðstöðu til að verja sig. „Af myndskeiðinu verður ekki annað ráðið en að skýr ásetningur standi til verksins. Í ljósi aðstæðna var verknaðurinn stórhættulegur og læknisfræðileg gögn benda samkvæmt framansögðu til alvarlegs líkamstjóns brotaþola.“ Enn þungt haldinn Brotaþolinn slasaðist alvarlega á höfði og liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Segir að óvíst sé um batahorfur, en í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann sé kominn úr öndunarfél en þurfi fulla umönnun, geti ekki borðað eða kyngt og sé með næringarslöngu niður í maga. Þá segir að hann sé með lömunareinkenni hægra megin en hreyft útlimina. Hann geti þó ekki talað eins og er eða tjáð sig. Í úrskurði Landsréttar segir að í dómaframkvæmd hafi verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega séu grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Brotið sem maðurinn er grunaður um geti varðað allt að tíu ára fangelsi. „Að því virtu og með vísan til alvarleika þess brots sem sterkur grunur er um að varnaraðili hafi framið er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna,“ segir í úrskurðinum. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Maðurinn er þannig grunaður um tilraun til manndráps eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás, en Landsréttur felldi niður úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu um að maðurinn sætti áframhaldandi gæslugarðhaldi vegna málsins. Á myndbandsupptökum sést hvar sparkað er í mann í anddyri veitingahússins og leikur grunur um að maðurinn, sem er í gæsluvarðhaldi, hafi verið þar að verki. Í úrskurðinum kemur fram að hinn grunaði beri við „fullkomnu minnisleysi“. Í úrskurðinum segir að á upptökunum megi sjá manninn taka tilhlaup og sparka af miklu afli í bak brotaþolans sem hafi verið á leið út af staðnum. Sá hafi snúið baki í þann sem sparkaði og því verið í engri aðstöðu til að verja sig. „Af myndskeiðinu verður ekki annað ráðið en að skýr ásetningur standi til verksins. Í ljósi aðstæðna var verknaðurinn stórhættulegur og læknisfræðileg gögn benda samkvæmt framansögðu til alvarlegs líkamstjóns brotaþola.“ Enn þungt haldinn Brotaþolinn slasaðist alvarlega á höfði og liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Segir að óvíst sé um batahorfur, en í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann sé kominn úr öndunarfél en þurfi fulla umönnun, geti ekki borðað eða kyngt og sé með næringarslöngu niður í maga. Þá segir að hann sé með lömunareinkenni hægra megin en hreyft útlimina. Hann geti þó ekki talað eins og er eða tjáð sig. Í úrskurði Landsréttar segir að í dómaframkvæmd hafi verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega séu grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Brotið sem maðurinn er grunaður um geti varðað allt að tíu ára fangelsi. „Að því virtu og með vísan til alvarleika þess brots sem sterkur grunur er um að varnaraðili hafi framið er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna,“ segir í úrskurðinum.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent