Unnið að viðbragðsáætlun til að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga Hólmfríður Gísladóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 19. nóvember 2022 14:00 Forsætisráðherra segir fjarskiptaöryggi forgangsmál hjá Þjóðaröryggisráði. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir að unnið sé að því að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga og segir málið hafa verið í forgangi hjá Þjóðaröryggisráði. Þá staðfestir hún að áhættumat sem hefur verið unnið vegna öryggis sæstrengjanna sem liggja til Íslands varði þjóðaröryggi og verði því ekki gert opinbert. Þetta rímar við þau svör sem fréttastofa fékk hjá Fjarskiptastofu í vikunni. Fréttastofa greindi frá því í gær að Fjarskiptastofa hefði hafnað því að láta af hendi afrit af áhættumati sem unnið hefur verið að og fjallar meðal annars um þann möguleika að allir sæstrengirnir til Íslands rofnuðu á sama tíma. Tveir strengir eru virkir eins og er; FARICE-1 og DANICE, en sá þriðji, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. „Þetta áhættumat hefur verið til umræðu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs og raunar hefur Þjóðaröryggisráð undanfarin ár, undir minni forystu, verið að leggja sérstaka áherslu á fjarskiptaöryggi og netöryggi. Það var 2019 sem við í raun og veru hefjum undirbúning að lagningu þriðja sæstrengsins, sem núna er verið að tengja og hann mun tífalda fjarskiptaöryggi hér á landi. En auðvitað er alltaf einhver hætta til staðar,“ sagði Katrín við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Það þykir ljóst að það þyrfti einbeittan brotavilja til að koma því í kring að allir sæstrengirnir yrðu óvirkir á sama tíma en menn hafa hins vegar óneitanlega velt þeim möguleika fyrir sér, í kjölfar fregna um aukna kafbátaumferð norðan við landið og skemmdarverk á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. Er til viðbragðsáætlun ef sú staða kemur upp að allir sæstrengirnir detta út? „Það er ekki endilega mjög líklegt að það gerist,“ svaraði Katrín. „En það sem við erum að vinna að er í raun og veru bara áætlun um það hvernig við getum tryggt fjarskiptaöryggi, ekki bara gagnvart sæstrengjunum heldur líka gagnvart öðrum ógnum sem geta steðjað að því. Þær eru margvíslegar og líf okkar allra eru háð fjarskiptum í miklu meiri mæli en bara var fyrir örfáum árum. Þannig að já við erum að vinna að þessu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Við erum að leggja fram endurskoðaða þjóðaröryggisstefnu núna í þinginu, þar sem er aukin áhersla á þessi málefni,“ sagði forsætisráðherra. Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Fjarskipti Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þá staðfestir hún að áhættumat sem hefur verið unnið vegna öryggis sæstrengjanna sem liggja til Íslands varði þjóðaröryggi og verði því ekki gert opinbert. Þetta rímar við þau svör sem fréttastofa fékk hjá Fjarskiptastofu í vikunni. Fréttastofa greindi frá því í gær að Fjarskiptastofa hefði hafnað því að láta af hendi afrit af áhættumati sem unnið hefur verið að og fjallar meðal annars um þann möguleika að allir sæstrengirnir til Íslands rofnuðu á sama tíma. Tveir strengir eru virkir eins og er; FARICE-1 og DANICE, en sá þriðji, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. „Þetta áhættumat hefur verið til umræðu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs og raunar hefur Þjóðaröryggisráð undanfarin ár, undir minni forystu, verið að leggja sérstaka áherslu á fjarskiptaöryggi og netöryggi. Það var 2019 sem við í raun og veru hefjum undirbúning að lagningu þriðja sæstrengsins, sem núna er verið að tengja og hann mun tífalda fjarskiptaöryggi hér á landi. En auðvitað er alltaf einhver hætta til staðar,“ sagði Katrín við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Það þykir ljóst að það þyrfti einbeittan brotavilja til að koma því í kring að allir sæstrengirnir yrðu óvirkir á sama tíma en menn hafa hins vegar óneitanlega velt þeim möguleika fyrir sér, í kjölfar fregna um aukna kafbátaumferð norðan við landið og skemmdarverk á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. Er til viðbragðsáætlun ef sú staða kemur upp að allir sæstrengirnir detta út? „Það er ekki endilega mjög líklegt að það gerist,“ svaraði Katrín. „En það sem við erum að vinna að er í raun og veru bara áætlun um það hvernig við getum tryggt fjarskiptaöryggi, ekki bara gagnvart sæstrengjunum heldur líka gagnvart öðrum ógnum sem geta steðjað að því. Þær eru margvíslegar og líf okkar allra eru háð fjarskiptum í miklu meiri mæli en bara var fyrir örfáum árum. Þannig að já við erum að vinna að þessu á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Við erum að leggja fram endurskoðaða þjóðaröryggisstefnu núna í þinginu, þar sem er aukin áhersla á þessi málefni,“ sagði forsætisráðherra.
Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Fjarskipti Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira