Lögreglumenn vilja betri búnað og heimildir Fjölnir Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 13:01 Undanfarið ár hef ég oft komið fram í fjölmiðlum og skrifað greinar og pistla í dagblöð og félagsblað okkar lögreglumanna, Lögreglumanninn, um þær hættur sem stafa að þjóðfélaginu og lögreglumönnum sérstaklega. Í október 2021 benti ég á að lögreglumenn væru eina stéttin á Íslandi sem veruleg hætta væri á að myndu örkumlast eða látast í starfi. Þá höfðu skömmu áður bæði skot- og hnífaárásir verið framdar á landinu. Ég skrifaði svo um sömu mál í pistlum sem aðgengilegir eru á heimasíðu Landssambands lögreglumanna, bæði í apríl og okóber 2022. Á síðustu vikum og mánuðum hefur þessi staðreynd afhjúpast enn betur; starf lögreglumannsins verður sífellt hættulegra með hverri vikunni sem líður. Nýjar ógnir virðast steðja að samfélagi okkar með auknu ofbeldi og vopnaburði. Þessar ógnir snúa sérstaklega að lögreglumönnum sem heitið hafa því að framfylgja lögum og reglum í samfélaginu og verja stofnanir þess. Ein birtingarmynd þeirrar áhættu sem fylgir lögreglustarfinu er að lögreglumenn eru sú stétt á Íslandi sem verður fyrir flestum vinnuslysum á ársgrundvelli. Frá árinu 2016 hafa tilkynnt vinnuslys hjá lögreglu verið yfir eitt hundrað og voru flest, yfir 140, árið 2020. Undanfarnar vikur hefur krafa lögreglunnar um auknar rannsóknarheimildir og rafvarnarbúnað verið til umræðu í fjölmiðlum. Í mínum huga tengjast bæði þessi málefni öryggi okkar, slysatíðni og auknu álagi. Ég tel að rafvarnarvopn auki mjög öryggi lögreglumanna og almennings. Þessi krafa Landsambands lögreglumann er þó alls ekki ný af nálinni heldur kom hún fyrst fram árið 2007 og hefur verið haldið reglulega á lofti síðan með ýmsum hætti. Í landi eins og okkar, þar sem langt er á milli staða og oft bið eftir aðstoð annarra lögreglumanna, getur rafvarnarbúnaður reynst mikilvægt öryggistæki. Tölur frá breska heimavarnarráðuneytinu sýna að eftir að lögregla þar í landi fékk í hendur slíkan búnað hefur slysum bæði hjá lögreglumönnum, og á meðal þeirra sem lögregla þarf að hafa afskipti af, fækkað mikið. Sömu upplýsingar berast frá þeim norrænu ríkjum sem tekið hafa í notkun rafvarnarvopn. Ástæðan fyrir þessu er m.a. talin vera sú að með þeim er hægt er að yfirbuga hættulegt fólk úr meiri fjarlægð og þannig draga úr líkamlegum átökum. Flest slys á lögreglumönnum verða við handtökur. Það hefur sýnt sig að í 80% tilvika nægir að hóta notkun á rafvarnarvopni til að fólk fari að fyrirmælum lögreglu. Mörg þeirra sakamála sem lögreglan hefur fengist við undanfarin ár hafa tengst skipulagðri brotastarfsemi og krefjast mikils mannafla; mannafla sem því miður er ekki alltaf tiltækur. Ég tel því einsýnt að með því að tryggja lögreglu auknar rannsóknarheimildir værum við að létta þann róður. Landssamband lögreglumanna sendi á síðasta ári bæði bréf til dómsmálaráðuneytis og til lögregluráðs þar sem það lýsti sig fylgjandi því að lögregla fái auknar heimildir til þess að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi. Auk þess hefur Landsambandið send inn jákvæða um sögn um frumvarp dómsmálaráðherra um afbrotavarnir. Í samtölum mínum við lögreglumenn undanfarnar vikur hef ég orðið þess áskynja að margir þeirra upplifa að í fjölmiðlum sé stjórnmálafólk og aðrir sérfræðingar að tjá sig um starf þeirra og þær hættur sem því fylgja án þess að hafa nokkra reynslu af þeim aðstæðum sem um ræðir. Lögreglumenn upplifa í hverjum mánuði hótanir um að þeim eða fjölskyldum þeirra verði unnið mein. Það er lögreglumönnum oft erfitt að hlusta á fólk úttala sig um hvernig best sé að lögreglumenn bregðist við hótunum, árásum og ógn sem það hefur aldrei þurft að standa frami fyrir sjálft. Þegar á hólminn er komið og tíminn naumur mega ýmsar afbrota- og þjóðfélagskenningar sín lítils í raunveruleikanum. Helstu ráð stjórnvalda við vanda lögreglunnar hafa verið tillögur um að fjölga lögreglumönnum. Það hefur því miður gengið illa. Frá 2007 til 2022 hefur lögreglumönnum fjölgað úr 712 í 758, með ýmsum sveiflum. Öllum ætti að vera ljóst þessi fjölgun er ekki í samræmi við þróun íbúafjölda eða aukinn straum ferðamanna til landsins. Árið 2007 voru landsmenn 312.872 en árið 2022 eru þeir 376.248. Þessu til viðbótar má nefna að árið 2007 voru fleiri menntaðir lögreglumenn við störf en í ár; 683 á móti 674. Þrátt fyrir stöðug loforð ráðamanna undanfarna áratugi hefur mistekist að fjölga menntuðum lögreglumönnum við störf. Ástæður fyrir því eru efni í annan pistil en ég held að þessi staðreynd sýni okkur að yfirvöld verða að láta lögreglu fá í hendur verkfæri, strax í dag, sem duga til að fást við það síbreytilega þjóðfélag sem við lifum í. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölnir Sæmundsson Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Sjá meira
Undanfarið ár hef ég oft komið fram í fjölmiðlum og skrifað greinar og pistla í dagblöð og félagsblað okkar lögreglumanna, Lögreglumanninn, um þær hættur sem stafa að þjóðfélaginu og lögreglumönnum sérstaklega. Í október 2021 benti ég á að lögreglumenn væru eina stéttin á Íslandi sem veruleg hætta væri á að myndu örkumlast eða látast í starfi. Þá höfðu skömmu áður bæði skot- og hnífaárásir verið framdar á landinu. Ég skrifaði svo um sömu mál í pistlum sem aðgengilegir eru á heimasíðu Landssambands lögreglumanna, bæði í apríl og okóber 2022. Á síðustu vikum og mánuðum hefur þessi staðreynd afhjúpast enn betur; starf lögreglumannsins verður sífellt hættulegra með hverri vikunni sem líður. Nýjar ógnir virðast steðja að samfélagi okkar með auknu ofbeldi og vopnaburði. Þessar ógnir snúa sérstaklega að lögreglumönnum sem heitið hafa því að framfylgja lögum og reglum í samfélaginu og verja stofnanir þess. Ein birtingarmynd þeirrar áhættu sem fylgir lögreglustarfinu er að lögreglumenn eru sú stétt á Íslandi sem verður fyrir flestum vinnuslysum á ársgrundvelli. Frá árinu 2016 hafa tilkynnt vinnuslys hjá lögreglu verið yfir eitt hundrað og voru flest, yfir 140, árið 2020. Undanfarnar vikur hefur krafa lögreglunnar um auknar rannsóknarheimildir og rafvarnarbúnað verið til umræðu í fjölmiðlum. Í mínum huga tengjast bæði þessi málefni öryggi okkar, slysatíðni og auknu álagi. Ég tel að rafvarnarvopn auki mjög öryggi lögreglumanna og almennings. Þessi krafa Landsambands lögreglumann er þó alls ekki ný af nálinni heldur kom hún fyrst fram árið 2007 og hefur verið haldið reglulega á lofti síðan með ýmsum hætti. Í landi eins og okkar, þar sem langt er á milli staða og oft bið eftir aðstoð annarra lögreglumanna, getur rafvarnarbúnaður reynst mikilvægt öryggistæki. Tölur frá breska heimavarnarráðuneytinu sýna að eftir að lögregla þar í landi fékk í hendur slíkan búnað hefur slysum bæði hjá lögreglumönnum, og á meðal þeirra sem lögregla þarf að hafa afskipti af, fækkað mikið. Sömu upplýsingar berast frá þeim norrænu ríkjum sem tekið hafa í notkun rafvarnarvopn. Ástæðan fyrir þessu er m.a. talin vera sú að með þeim er hægt er að yfirbuga hættulegt fólk úr meiri fjarlægð og þannig draga úr líkamlegum átökum. Flest slys á lögreglumönnum verða við handtökur. Það hefur sýnt sig að í 80% tilvika nægir að hóta notkun á rafvarnarvopni til að fólk fari að fyrirmælum lögreglu. Mörg þeirra sakamála sem lögreglan hefur fengist við undanfarin ár hafa tengst skipulagðri brotastarfsemi og krefjast mikils mannafla; mannafla sem því miður er ekki alltaf tiltækur. Ég tel því einsýnt að með því að tryggja lögreglu auknar rannsóknarheimildir værum við að létta þann róður. Landssamband lögreglumanna sendi á síðasta ári bæði bréf til dómsmálaráðuneytis og til lögregluráðs þar sem það lýsti sig fylgjandi því að lögregla fái auknar heimildir til þess að vinna gegn skipulagðri brotastarfsemi. Auk þess hefur Landsambandið send inn jákvæða um sögn um frumvarp dómsmálaráðherra um afbrotavarnir. Í samtölum mínum við lögreglumenn undanfarnar vikur hef ég orðið þess áskynja að margir þeirra upplifa að í fjölmiðlum sé stjórnmálafólk og aðrir sérfræðingar að tjá sig um starf þeirra og þær hættur sem því fylgja án þess að hafa nokkra reynslu af þeim aðstæðum sem um ræðir. Lögreglumenn upplifa í hverjum mánuði hótanir um að þeim eða fjölskyldum þeirra verði unnið mein. Það er lögreglumönnum oft erfitt að hlusta á fólk úttala sig um hvernig best sé að lögreglumenn bregðist við hótunum, árásum og ógn sem það hefur aldrei þurft að standa frami fyrir sjálft. Þegar á hólminn er komið og tíminn naumur mega ýmsar afbrota- og þjóðfélagskenningar sín lítils í raunveruleikanum. Helstu ráð stjórnvalda við vanda lögreglunnar hafa verið tillögur um að fjölga lögreglumönnum. Það hefur því miður gengið illa. Frá 2007 til 2022 hefur lögreglumönnum fjölgað úr 712 í 758, með ýmsum sveiflum. Öllum ætti að vera ljóst þessi fjölgun er ekki í samræmi við þróun íbúafjölda eða aukinn straum ferðamanna til landsins. Árið 2007 voru landsmenn 312.872 en árið 2022 eru þeir 376.248. Þessu til viðbótar má nefna að árið 2007 voru fleiri menntaðir lögreglumenn við störf en í ár; 683 á móti 674. Þrátt fyrir stöðug loforð ráðamanna undanfarna áratugi hefur mistekist að fjölga menntuðum lögreglumönnum við störf. Ástæður fyrir því eru efni í annan pistil en ég held að þessi staðreynd sýni okkur að yfirvöld verða að láta lögreglu fá í hendur verkfæri, strax í dag, sem duga til að fást við það síbreytilega þjóðfélag sem við lifum í. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna.
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar