Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2022 14:27 Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Vilhelm Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu. Forsætisráðherrarnir ræddu við blaðamenn í dag en þá sagði Katrín þær hafa átt góðan fund. Þær hefðu meðal annars rætt mögulega styrkingu sambands Finnlands og Íslands, þó að hefði verið mjög gott í 75 ár. Það væru mörg svið þar sem ríkin gætu starfað nánar saman. Meðal annars nefndi Katrín menntun, kvennaréttindi, geðheilsu ungs fólks þar sem vandamálin væri sambærileg í báðum ríkjum og veðurfarsbreytingar, þar sem Finnland og Ísland hefðu sambærileg markmið og vel væri hægt að deila þekkingu milli ríkja. Sjá einnig: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Katrín sagði einnig að ómögulegt væri að tala ekki um öryggi í Evrópu um þessar mundir. Hún nefndi að Ísland hefði verið eitt af fyrstu ríkjunum til að samþykkja aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu og að hún vonaðist til þess að umsóknarferlinu lyki sem fyrst. Klippa: Tækifærin víða hjá Íslandi og Finnlandi Sanna Marin sagði Katrínu hafa ferðast mörgum sinnum til Finnlands og það væri ánægjulegt að geta heimsótt hana í Reykjavík. Finnland og Ísland hefðu lengi átt í góðu samstarfi og nú væri verið að halda upp á 75 ára afmæli pólitísks samstarfs ríkjanna. Hún sagði Finna og Íslendinga eiga margt sameiginlegt og mörg tækifæri til frekara samstarfs. Hún fór sömuleiðis yfir nokkur af þeim málefnum sem Katrín hafði nefnt eins og umhverfismál og geðheilbrigði. Þá þakkaði hún fyrir skjót viðbrögð Íslendinga við aðildarumsókna Finna og Svía í NATO. Marin sagði þær Katrínu hafa rætt málefni Úkraínu og Rússlands og hinar geópólitísku breytingar sem væru að eiga sér stað um heiminn allan. Heimurinn hefði gengið í gegnum margar krísur á undanförnum árum. Tryggja þyrfti að Evrópa gæti orðið meira sjálfbær varðandi orku, matvæli, varnir og tækni og ríki Evrópu þyrftu að reiða sig minna á alræðisríki á þessum sviðum. Hún sagði einnig að hana hlakkaði til að skoða Reykjavík betur og heimsækja íslenskt fólk. Finnland Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 22. nóvember 2022 12:00 Sanna Marin til Íslands í næstu viku Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku. 18. nóvember 2022 10:14 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Forsætisráðherrarnir ræddu við blaðamenn í dag en þá sagði Katrín þær hafa átt góðan fund. Þær hefðu meðal annars rætt mögulega styrkingu sambands Finnlands og Íslands, þó að hefði verið mjög gott í 75 ár. Það væru mörg svið þar sem ríkin gætu starfað nánar saman. Meðal annars nefndi Katrín menntun, kvennaréttindi, geðheilsu ungs fólks þar sem vandamálin væri sambærileg í báðum ríkjum og veðurfarsbreytingar, þar sem Finnland og Ísland hefðu sambærileg markmið og vel væri hægt að deila þekkingu milli ríkja. Sjá einnig: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Katrín sagði einnig að ómögulegt væri að tala ekki um öryggi í Evrópu um þessar mundir. Hún nefndi að Ísland hefði verið eitt af fyrstu ríkjunum til að samþykkja aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu og að hún vonaðist til þess að umsóknarferlinu lyki sem fyrst. Klippa: Tækifærin víða hjá Íslandi og Finnlandi Sanna Marin sagði Katrínu hafa ferðast mörgum sinnum til Finnlands og það væri ánægjulegt að geta heimsótt hana í Reykjavík. Finnland og Ísland hefðu lengi átt í góðu samstarfi og nú væri verið að halda upp á 75 ára afmæli pólitísks samstarfs ríkjanna. Hún sagði Finna og Íslendinga eiga margt sameiginlegt og mörg tækifæri til frekara samstarfs. Hún fór sömuleiðis yfir nokkur af þeim málefnum sem Katrín hafði nefnt eins og umhverfismál og geðheilbrigði. Þá þakkaði hún fyrir skjót viðbrögð Íslendinga við aðildarumsókna Finna og Svía í NATO. Marin sagði þær Katrínu hafa rætt málefni Úkraínu og Rússlands og hinar geópólitísku breytingar sem væru að eiga sér stað um heiminn allan. Heimurinn hefði gengið í gegnum margar krísur á undanförnum árum. Tryggja þyrfti að Evrópa gæti orðið meira sjálfbær varðandi orku, matvæli, varnir og tækni og ríki Evrópu þyrftu að reiða sig minna á alræðisríki á þessum sviðum. Hún sagði einnig að hana hlakkaði til að skoða Reykjavík betur og heimsækja íslenskt fólk.
Finnland Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 22. nóvember 2022 12:00 Sanna Marin til Íslands í næstu viku Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku. 18. nóvember 2022 10:14 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 22. nóvember 2022 12:00
Sanna Marin til Íslands í næstu viku Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku. 18. nóvember 2022 10:14