Ofneysla hátekjufólks er efnahagsvandinn Stefán Ólafsson skrifar 23. nóvember 2022 14:00 Seðlabankinn réttlætir enn eina óþörfu hækkun stýrivaxtanna með rökum um að einkaneysla sé of mikil. Kaupmáttur sé of mikill. Of margir fari of oft til Tenerife. Of miklu sé eytt erlendis. Viðskiptahalli sé því of mikill og gengi krónunnar hefur lækkað (eða öllu heldur Seðlabankinn hefur leyft genginu að lækka – sem svo eykur verðbólgu enn frekar). Þetta er efnahagsvandinn í hnotskurn, segir Seðlabankastjóri nú. Því þurfi að draga kaupmátt almennings niður með hækkun stýrivaxta (sjá hér). Stýrivaxtahækkanir á árinu hafa þegar gengið út í öfgar. Við erum með þrisvar til fimm sinnum hærri stýrivexti en grannþjóðir okkar sem eru jafnvel með meiri verðbólgu en við (ef húsnæðisliðurinn er undanskilinn). Þetta hefur lítil sem engin áhrif haft til að lækka verðbólgu, sem að tveimur þriðju hlutum er innflutt (sjá hér). Það er ekki heil brú í þessu hjá Seðlabankanum! Er skuldugt lágtekjufólk sökudólgarnir? Er það fólk úr lægri tekjuhópunum sem er að þjaka þjóðarbúskapinn með ofneyslu? Fólkið sem á í basli við að ná endum saman? Auðvitað ekki. Það er fólkið sem er með hærri tekjurnar og á meiri eignir sem skapar vandann. Það eru þau sem fara fimm sinnum til Tenerife á ári. Síðan tekur Seðlabankinn að sér að leggja verulega auknar vaxtabyrðar á skuldugt fólk í lægri tekjuhópunum – til að draga úr neyslu þeirra. Það er verið að hengja verkafólk fyrir hátekjufólk. Auknar byrðar almenns launafólks, sem glímir þegar við óhóflegan húsnæðiskostnað og stórlega minnkandi húsnæðisstuðning af vaxtabótum, mun ekki draga úr ofneyslu efnaðri hluta þjóðarinnar. Það sem væri eðlilegra að gera væri að setja strax á aukna skatta á hærri tekjuhópa og stóreignafólk, til að hemja ofneyslu þeirra sem eru að skapa þennan vanda. Jafnvel mætti takmarka utanlandsferðir eða skattleggja þær sérstaklega til að hemja óhófið. Þetta segir okkur líka hvaða stefna verður að ráða við frágang kjarasamninga. Hækkanir launa þurfa að verða meiri í lægri launahópum og ríkið þarf að lækka skatta á lægri tekjuhópa og auka húsnæðisstuðning stórlega og aðrar tekjutilfærslur til heimila. Efnaða fólkið sem er að eyða svo miklu að til vandræða horfir getur auðvitað borið hærri skatta. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Stefán Ólafsson Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn réttlætir enn eina óþörfu hækkun stýrivaxtanna með rökum um að einkaneysla sé of mikil. Kaupmáttur sé of mikill. Of margir fari of oft til Tenerife. Of miklu sé eytt erlendis. Viðskiptahalli sé því of mikill og gengi krónunnar hefur lækkað (eða öllu heldur Seðlabankinn hefur leyft genginu að lækka – sem svo eykur verðbólgu enn frekar). Þetta er efnahagsvandinn í hnotskurn, segir Seðlabankastjóri nú. Því þurfi að draga kaupmátt almennings niður með hækkun stýrivaxta (sjá hér). Stýrivaxtahækkanir á árinu hafa þegar gengið út í öfgar. Við erum með þrisvar til fimm sinnum hærri stýrivexti en grannþjóðir okkar sem eru jafnvel með meiri verðbólgu en við (ef húsnæðisliðurinn er undanskilinn). Þetta hefur lítil sem engin áhrif haft til að lækka verðbólgu, sem að tveimur þriðju hlutum er innflutt (sjá hér). Það er ekki heil brú í þessu hjá Seðlabankanum! Er skuldugt lágtekjufólk sökudólgarnir? Er það fólk úr lægri tekjuhópunum sem er að þjaka þjóðarbúskapinn með ofneyslu? Fólkið sem á í basli við að ná endum saman? Auðvitað ekki. Það er fólkið sem er með hærri tekjurnar og á meiri eignir sem skapar vandann. Það eru þau sem fara fimm sinnum til Tenerife á ári. Síðan tekur Seðlabankinn að sér að leggja verulega auknar vaxtabyrðar á skuldugt fólk í lægri tekjuhópunum – til að draga úr neyslu þeirra. Það er verið að hengja verkafólk fyrir hátekjufólk. Auknar byrðar almenns launafólks, sem glímir þegar við óhóflegan húsnæðiskostnað og stórlega minnkandi húsnæðisstuðning af vaxtabótum, mun ekki draga úr ofneyslu efnaðri hluta þjóðarinnar. Það sem væri eðlilegra að gera væri að setja strax á aukna skatta á hærri tekjuhópa og stóreignafólk, til að hemja ofneyslu þeirra sem eru að skapa þennan vanda. Jafnvel mætti takmarka utanlandsferðir eða skattleggja þær sérstaklega til að hemja óhófið. Þetta segir okkur líka hvaða stefna verður að ráða við frágang kjarasamninga. Hækkanir launa þurfa að verða meiri í lægri launahópum og ríkið þarf að lækka skatta á lægri tekjuhópa og auka húsnæðisstuðning stórlega og aðrar tekjutilfærslur til heimila. Efnaða fólkið sem er að eyða svo miklu að til vandræða horfir getur auðvitað borið hærri skatta. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun