Ábyrgð Seðlabanka eða ríkisstjórnar? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 24. nóvember 2022 18:00 Vaxtahækkun Seðlabankans á miðvikudag er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. En það sem er kannski alvarlegra er algjört sinnuleysi stjórnarmeirihlutans gagnvart því verkefni að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgu og hækkandi húsnæðiskostnaði, tryggja að auknar byrðar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið. Þetta er ekki hlutverk embættismanna í Seðlabankanum heldur stjórnmálamanna, og það er skelfilega billegt af fjármálaráðherra, manninum sem hefur farið með æðsta vald við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármála á Íslandi um árabil, að kenna „vinnumarkaðnum“ (verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum) um þá efnahagslegu stöðu sem komin er upp. Helstu fórnarlömb vaxtahækkana eru heimili með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Í þessum hópi er að finna tiltölulega tekjulágt fólk sem skreið gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfir nú upp á greiðslubyrði sína rjúka upp úr öllu valdi. Samkvæmt minnisblaði sem Seðlabanki Íslands vann fyrir fjárlaganefnd Alþingis hefur greiðslubyrði íbúðalána hjá nýjum lántakendum aukist að meðaltali um 13 til 14 þúsund krónur á mánuði frá ársbyrjun 2020 fram í ágúst 2022 eða um rúmlega 160 þúsund krónur á ári. Dreifingin er misjöfn og hjá fjölda heimila hleypur aukin greiðslubyrði á mörgum tugum þúsunda á mánuði. Þetta er kostnaður sem bætist ofan á aðrar verðhækkanir en verðlagseftirlit ASÍ hefur áætlað að mánaðarleg útgjöld fjölskyldu, með tvö börn sem býr í eigin húsnæði og er með 50 milljóna króna lán, hafi hækkað um 128.607 krónur á síðastliðnu ári. 2.800 heimili detta út úr vaxtabótakerfinu Vaxtabótakerfið var hannað til að dempa höggið og létta undir með heimilum þegar snarpar breytingar verða á vaxtakostnaði. Vandinn er að ríkisstjórnarflokkarnir hafa brotið þetta kerfi niður á undanförnum árum með því að láta eignaskerðingarmörk þess standa í stað á tímum gríðarlega fasteignaverðshækkana. Samkvæmt greinargerð með fjárlagabandormi næsta árs er gert ráð fyrir að áframhald verði á þeirri þróun, en þar segir: „Mikil hækkun fasteignamats ásamt hærri tekjum mun leiða til aukinna skerðinga á árinu 2023 og mun hækkun vaxta hafa takmörkuð áhrif vegna mikilla skerðinga.“ Með hækkun heildarmats fasteigna samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir að vaxtabætur skerðist um samtals 400 m.kr., hátt í 90% þeirra sem fá vaxtabætur verði fyrir auknum skerðingum, framteljendum sem fá óskertar vaxtabætur fækki um 170 og framteljendum sem verða fyrir fullum skerðingum fjölgi um tæplega 2.800. Þetta er sú húsnæðisstefna sem er rekin á vakt Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Leiðrétting skerðinga fyrir Covid-eignabólu Síðan heimsfaraldur skall á snemma árs 2020 hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 50 prósent. Ég óskaði eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þann 29. september síðastliðinn að fjármála- og efnahagsráðuneytið legði mat á kostnaðinn af því að hækka eignaskerðingarmörk vaxtabótakerfisins um 50 prósent og reiknaði út hvernig ábatinn myndi dreifast eftir tekjutíundum. Niðurstaðan er sú að slíkur stuðningur myndi kosta ríkissjóð 700 til 800 milljónir króna og renna helst til 4., 5. og 6. tekjutíundanna, þeirra heimila sem hafa fundið mest fyrir skörpum vaxtahækkunum undanfarna mánuði. Tekjutíundirnar fyrir neðan eru í ríkara mæli á leigumarkaði og eðlilegast væri að styðja þær með hærri húsnæðisbótum og/eða bremsu á hækkun leiguverðs eins og hefur verið gert í Danmörku. Kallar á sanngjarna tekjuöflun Þessa aðgerð þyrfti að fjármagna með réttlátri skattheimtu. Ein leið væri hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22 prósentum upp í 25 prósent sem myndi skila á bilinu 4 til 5 milljörðum í ríkissjóð. Það eru umtalsvert meiri tekjur en nemur kostnaði af hækkun vaxtabótanna sem gætu þannig staðið undir frekari velferðarumbótum og/eða nýst til að minnka hallarekstur ríkissjóðs og vinna þannig gegn þenslu (og draga úr líkum á frekari vaxtahækkunum). Vegna þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á frítekjumörkum fjármagnstekjuskattkerfisins myndi slík hækkun lenda nær einvörðungu á tekjuhæstu 10 prósentum skattgreiðenda: Á tímum mikillar verðbólgu og hárra vaxta er það frumskylda ríkisstjórnar að annars vegar kæla hagkerfið með aðhaldsráðstöfunum, til dæmis skattahækkunum á tekjuhæstu og eignamestu hópana, og að verja tekjulægri heimili af fullum þunga gegnum velferðarkerfið. Nýleg vaxtaákvörðun Seðlabankans verður vonandi ríkisstjórninni hvatning til að taka þetta hlutverk sitt alvarlega og hverfa af þeirri braut sem birtist í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Húsnæðismál Seðlabankinn Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun Seðlabankans á miðvikudag er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. En það sem er kannski alvarlegra er algjört sinnuleysi stjórnarmeirihlutans gagnvart því verkefni að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgu og hækkandi húsnæðiskostnaði, tryggja að auknar byrðar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið. Þetta er ekki hlutverk embættismanna í Seðlabankanum heldur stjórnmálamanna, og það er skelfilega billegt af fjármálaráðherra, manninum sem hefur farið með æðsta vald við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármála á Íslandi um árabil, að kenna „vinnumarkaðnum“ (verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum) um þá efnahagslegu stöðu sem komin er upp. Helstu fórnarlömb vaxtahækkana eru heimili með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Í þessum hópi er að finna tiltölulega tekjulágt fólk sem skreið gegnum greiðslumat á tímum sögulega lágra vaxta í heimsfaraldri en horfir nú upp á greiðslubyrði sína rjúka upp úr öllu valdi. Samkvæmt minnisblaði sem Seðlabanki Íslands vann fyrir fjárlaganefnd Alþingis hefur greiðslubyrði íbúðalána hjá nýjum lántakendum aukist að meðaltali um 13 til 14 þúsund krónur á mánuði frá ársbyrjun 2020 fram í ágúst 2022 eða um rúmlega 160 þúsund krónur á ári. Dreifingin er misjöfn og hjá fjölda heimila hleypur aukin greiðslubyrði á mörgum tugum þúsunda á mánuði. Þetta er kostnaður sem bætist ofan á aðrar verðhækkanir en verðlagseftirlit ASÍ hefur áætlað að mánaðarleg útgjöld fjölskyldu, með tvö börn sem býr í eigin húsnæði og er með 50 milljóna króna lán, hafi hækkað um 128.607 krónur á síðastliðnu ári. 2.800 heimili detta út úr vaxtabótakerfinu Vaxtabótakerfið var hannað til að dempa höggið og létta undir með heimilum þegar snarpar breytingar verða á vaxtakostnaði. Vandinn er að ríkisstjórnarflokkarnir hafa brotið þetta kerfi niður á undanförnum árum með því að láta eignaskerðingarmörk þess standa í stað á tímum gríðarlega fasteignaverðshækkana. Samkvæmt greinargerð með fjárlagabandormi næsta árs er gert ráð fyrir að áframhald verði á þeirri þróun, en þar segir: „Mikil hækkun fasteignamats ásamt hærri tekjum mun leiða til aukinna skerðinga á árinu 2023 og mun hækkun vaxta hafa takmörkuð áhrif vegna mikilla skerðinga.“ Með hækkun heildarmats fasteigna samkvæmt fasteignamati Þjóðskrár fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir að vaxtabætur skerðist um samtals 400 m.kr., hátt í 90% þeirra sem fá vaxtabætur verði fyrir auknum skerðingum, framteljendum sem fá óskertar vaxtabætur fækki um 170 og framteljendum sem verða fyrir fullum skerðingum fjölgi um tæplega 2.800. Þetta er sú húsnæðisstefna sem er rekin á vakt Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Leiðrétting skerðinga fyrir Covid-eignabólu Síðan heimsfaraldur skall á snemma árs 2020 hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 50 prósent. Ég óskaði eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þann 29. september síðastliðinn að fjármála- og efnahagsráðuneytið legði mat á kostnaðinn af því að hækka eignaskerðingarmörk vaxtabótakerfisins um 50 prósent og reiknaði út hvernig ábatinn myndi dreifast eftir tekjutíundum. Niðurstaðan er sú að slíkur stuðningur myndi kosta ríkissjóð 700 til 800 milljónir króna og renna helst til 4., 5. og 6. tekjutíundanna, þeirra heimila sem hafa fundið mest fyrir skörpum vaxtahækkunum undanfarna mánuði. Tekjutíundirnar fyrir neðan eru í ríkara mæli á leigumarkaði og eðlilegast væri að styðja þær með hærri húsnæðisbótum og/eða bremsu á hækkun leiguverðs eins og hefur verið gert í Danmörku. Kallar á sanngjarna tekjuöflun Þessa aðgerð þyrfti að fjármagna með réttlátri skattheimtu. Ein leið væri hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22 prósentum upp í 25 prósent sem myndi skila á bilinu 4 til 5 milljörðum í ríkissjóð. Það eru umtalsvert meiri tekjur en nemur kostnaði af hækkun vaxtabótanna sem gætu þannig staðið undir frekari velferðarumbótum og/eða nýst til að minnka hallarekstur ríkissjóðs og vinna þannig gegn þenslu (og draga úr líkum á frekari vaxtahækkunum). Vegna þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á frítekjumörkum fjármagnstekjuskattkerfisins myndi slík hækkun lenda nær einvörðungu á tekjuhæstu 10 prósentum skattgreiðenda: Á tímum mikillar verðbólgu og hárra vaxta er það frumskylda ríkisstjórnar að annars vegar kæla hagkerfið með aðhaldsráðstöfunum, til dæmis skattahækkunum á tekjuhæstu og eignamestu hópana, og að verja tekjulægri heimili af fullum þunga gegnum velferðarkerfið. Nýleg vaxtaákvörðun Seðlabankans verður vonandi ríkisstjórninni hvatning til að taka þetta hlutverk sitt alvarlega og hverfa af þeirri braut sem birtist í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun