Hættir hjá Samtökunum 78 eftir ásakanir um misnotkun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 19:06 Konan starfaði grunnskóla í Hafnarfirði í haust Rúmlega þrítug kona, fyrrverandi starfsmaður í grunnskóla og fyrrverandi formaður félagaráðs Samtakanna 78, hefur verið sökuð um kynferðislega misnotkun og áreiti gegn börnum. Hún hætti störfum fyrir samtökin í vikunni en félagið var nýlega upplýst um ásakanirnar. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, staðfestir í samtali við fréttastofu að viðkomandi starfi ekki lengur fyrir samtökin. Hann vildi ekki tjá sig um ástæður þess. Álfur segir félagið hafa fengið fregnir af málinu í þessari viku og að hún hafi hætt í sömu viku. Hann segir málið vera komið í ferli hjá fagráði samtakanna sem er hluti af viðbragðsáætlun þeirra við ofbeldi. Þá segist hann einnig hafa heyrt af því að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu. Alvarlegar ásakanir Ásakanir á hendur konunni hafa verið birtar í lokuðum hópum á Facebook en einnig á opnum samfélagsmiðlum líkt og TikTok. Þar eru sýnd einkaskilaboð sem konan á að hafa sent börnum undir lögaldri. Flest skilaboðanna sem birt hafa verið snúa að því að konan spyrji börnin um aldur, greinir þeim frá kynhneigð sinni og talar um hvað þau séu sæt. Þá er hún sögð spyrja um hjúskaparstöðu í nokkrum tilfellum. Í skjáskoti sem nú er í dreifingu sakar ungur drengur konuna um nauðgun. Starfaði í grunnskóla Samkvæmt frétt sem birtist á öðrum miðli í dag er fullyrt að konan sé starfsmaður í grunnskóla í Hafnarfirði. Fréttastofa hafði samband við skólastjóra í skólanum sem sagði ekki rétt að konan starfaði þar. Skólastjórinn sagði að viðkomandi hefði starfað við skólann sem skóla-og frístundarliði í nokkra daga í haust. Hún vildi ekki tjá sig um ástæður þess að konan starfaði þar í svo skamman tíma né um ástæður brottrekstrar. Skólastjóranum var kunnugt um málið og hafði séð skjáskotin sem eru í dreifingu af samtölum konunnar við börn. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Á samfélagsmiðlum er einnig fullyrt að konan hafi starfað á leikskóla fyrir nokkrum árum. Þar eru einnig sýnd skjáskot af auglýsingu þar sem hún auglýsir barnapössun. Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Hinsegin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, staðfestir í samtali við fréttastofu að viðkomandi starfi ekki lengur fyrir samtökin. Hann vildi ekki tjá sig um ástæður þess. Álfur segir félagið hafa fengið fregnir af málinu í þessari viku og að hún hafi hætt í sömu viku. Hann segir málið vera komið í ferli hjá fagráði samtakanna sem er hluti af viðbragðsáætlun þeirra við ofbeldi. Þá segist hann einnig hafa heyrt af því að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu. Alvarlegar ásakanir Ásakanir á hendur konunni hafa verið birtar í lokuðum hópum á Facebook en einnig á opnum samfélagsmiðlum líkt og TikTok. Þar eru sýnd einkaskilaboð sem konan á að hafa sent börnum undir lögaldri. Flest skilaboðanna sem birt hafa verið snúa að því að konan spyrji börnin um aldur, greinir þeim frá kynhneigð sinni og talar um hvað þau séu sæt. Þá er hún sögð spyrja um hjúskaparstöðu í nokkrum tilfellum. Í skjáskoti sem nú er í dreifingu sakar ungur drengur konuna um nauðgun. Starfaði í grunnskóla Samkvæmt frétt sem birtist á öðrum miðli í dag er fullyrt að konan sé starfsmaður í grunnskóla í Hafnarfirði. Fréttastofa hafði samband við skólastjóra í skólanum sem sagði ekki rétt að konan starfaði þar. Skólastjórinn sagði að viðkomandi hefði starfað við skólann sem skóla-og frístundarliði í nokkra daga í haust. Hún vildi ekki tjá sig um ástæður þess að konan starfaði þar í svo skamman tíma né um ástæður brottrekstrar. Skólastjóranum var kunnugt um málið og hafði séð skjáskotin sem eru í dreifingu af samtölum konunnar við börn. Hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Á samfélagsmiðlum er einnig fullyrt að konan hafi starfað á leikskóla fyrir nokkrum árum. Þar eru einnig sýnd skjáskot af auglýsingu þar sem hún auglýsir barnapössun.
Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Hinsegin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira