Óvenju mikið svigrúm til launahækkana Stefán Ólafsson skrifar 26. nóvember 2022 15:01 Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári. Við 6% hagvöxt og um 3% fólksfjölgun má búast við um 3% hagvexti á mann. Það segir okkur nokkurn veginn hver framleiðniaukningin er. Í venjulegu árferði er lágmark að framleiðniaukning skili sér í kaupmáttaraukningu launafólks. Hagkerfið á því að þola um 3% kaupmáttaraukningu án þess að setja pressu á innlenda verðbólgu. Ef launafólk fær ekki kaupmáttaraukningu sem þessu nemur þá mun hlutur fjármagnseigenda af verðmætasköpuninni í landinu aukast, á kostnað launafólks. Á næsta ári er gert ráð fyrir mikilli fjölgun erlendra ferðamanna (fari úr 1,7 milljónum 2022 í um 2,4 milljónir 2023). Það mun bæta verulega í hagvöxtinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir met eftirspurn eftir vinnuafli næsta sumar. Staða útflutningsgreina er sterk. Horfur fyrir næstu ár eru því góðar hér á landi, betri en spáaðilar gera ráð fyrir, að óbreyttu ástandi heimsmála. Hins vegar segja atvinnurekendur og Seðlabankinn að rúmlega 9% verðbólga kalli á kaupmáttarrýrnun launafólks. Á því er engin þörf. Sú verðbólga sem nú er kemur að tveimur þriðju erlendis frá. Mistök við hagstjórn húsnæðismála, sem Seðlabankinn á stóran þátt í, eru stærsti hluti annarra orsaka verðbólgunnar. Lækkun kaupmáttar launafólks hefur nær engin áhrif á þessa verðbólgu, en hún myndi stórauka arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna, sem eru mjög miklar fyrir. Verðbólgan sem kemur erlendis frá mun lækka þegar aðstæður batna þar. Raunar hafa þær verðhækkanir á olíu og matvælum á heimsmarkaði sem urðu strax í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þegar gengið til baka. Íslensk fyrirtæki eiga hins vegar eftir að skila þeim betur til neytenda. Eldsneyti á bíla ætti t.d. að vera komið niður í um 260-270 kr. á lítra, en er vel yfir 300 kr. Allir þurfa að muna að það er þjóðarkakan sem er til skiptanna í kjarasamningum, en ekki verðbólgan. Og svigrúm til launahækkana er óvenju gott nú. Höfundur er pófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu - stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Stefán Ólafsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Spáð er 6-7% hagvexti í ár. Árið í fyrra skilaði 4,4% hagvexti. Þetta eru góð hagvaxtarár og árið í ár nálgast uppgripaárið mikla 2007. Hagvöxturinn sýnir vöxt þjóðarframleiðslunnar sem til skipta er. Allar vísbendingar eru um mjög góða afkomu fyrirtækjanna og stefnir í met arðgreiðslur til eigenda þeirra á þessu ári. Við 6% hagvöxt og um 3% fólksfjölgun má búast við um 3% hagvexti á mann. Það segir okkur nokkurn veginn hver framleiðniaukningin er. Í venjulegu árferði er lágmark að framleiðniaukning skili sér í kaupmáttaraukningu launafólks. Hagkerfið á því að þola um 3% kaupmáttaraukningu án þess að setja pressu á innlenda verðbólgu. Ef launafólk fær ekki kaupmáttaraukningu sem þessu nemur þá mun hlutur fjármagnseigenda af verðmætasköpuninni í landinu aukast, á kostnað launafólks. Á næsta ári er gert ráð fyrir mikilli fjölgun erlendra ferðamanna (fari úr 1,7 milljónum 2022 í um 2,4 milljónir 2023). Það mun bæta verulega í hagvöxtinn. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir met eftirspurn eftir vinnuafli næsta sumar. Staða útflutningsgreina er sterk. Horfur fyrir næstu ár eru því góðar hér á landi, betri en spáaðilar gera ráð fyrir, að óbreyttu ástandi heimsmála. Hins vegar segja atvinnurekendur og Seðlabankinn að rúmlega 9% verðbólga kalli á kaupmáttarrýrnun launafólks. Á því er engin þörf. Sú verðbólga sem nú er kemur að tveimur þriðju erlendis frá. Mistök við hagstjórn húsnæðismála, sem Seðlabankinn á stóran þátt í, eru stærsti hluti annarra orsaka verðbólgunnar. Lækkun kaupmáttar launafólks hefur nær engin áhrif á þessa verðbólgu, en hún myndi stórauka arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna, sem eru mjög miklar fyrir. Verðbólgan sem kemur erlendis frá mun lækka þegar aðstæður batna þar. Raunar hafa þær verðhækkanir á olíu og matvælum á heimsmarkaði sem urðu strax í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þegar gengið til baka. Íslensk fyrirtæki eiga hins vegar eftir að skila þeim betur til neytenda. Eldsneyti á bíla ætti t.d. að vera komið niður í um 260-270 kr. á lítra, en er vel yfir 300 kr. Allir þurfa að muna að það er þjóðarkakan sem er til skiptanna í kjarasamningum, en ekki verðbólgan. Og svigrúm til launahækkana er óvenju gott nú. Höfundur er pófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu - stéttarfélagi.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun