Samfylkingin rifti leigusamningi vegna ónothæfs eldhúss Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. desember 2022 11:52 Hörður Oddfríðarson var formaður Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar þegar málið kom upp. Sigfús Ómar Höskuldsson er formaður ráðsins í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Fulltrúaráð Samfylkingarinnar til að greiða Sjónveri ehf. gjaldfallna leigu fyrir einn mánuð en ekki sex eins og upprunalegur leigusamningur kvað á um. Fulltrúaráðið hafði gert tímabundinn leigusamning í mars 2021 vegna húsnæðis við Skipholt sem nýta átti sem kosningaskrifstofu. Ráðið rifti hins vegar samningnum átta dögum eftir afhendingu vegna forsendubrests. Ástæðan var ónothæft eldhús. Ágreiningurinn snerist um hvort Fulltrúaráðið væri skuldbundið samkvæmt leigusamningi að greiða Sjónveri vanngoldna leigu til sex mánaða. Forsaga málsins er sú að í lok mars 2021 tók Fulltrúaráðið á leigu 315 fermetra atvinnuhúsnæði að Skipholti í Reykjavík. Samkvæmt samningi var um að ræða tímabundna leigu frá 31. mars 2021 til 1. október sama ár. Leiguverðið var samkvæmt samningnum 600.000 krónur á mánuði og skyldi greiðast fyrsta hvers mánaðar, og þá var krafist 1.200.000 króna tryggingagreiðslu áður en húsnæðið yrði afhent. Leigusamningurinn var undirritaður og húsnæðið afhent 31. mars 2021.Fulltrúaráðið greiddi hins vegar ekki trygginguna né greiddi leigu á gjalddaga 1.apríl 2021 eða síðar, heldur lýsti yfir riftun samningsins 8 dögum eftir að húsnæðið var afhent. Forsenda að hægt væri að bjóða veitingar Fyrir dómi sagðist Fulltrúaráðið hafa verið að leita að leiguhúsnæði sem nýta átti sem kosningaskrifstofu fyrir komandi kosningar snemma árs 2021. Nýta hafi átt húsnæðið annars vegar undir vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn, skrifstofur og úthringiver, og hins vegar til þess að hýsa fundi og samkomur vegna kosningabaráttunnar, þar sem boðið yrði upp á veitingar. Ráðið sagðist hafa verið að leita að auðu húsnæði þar sem áður hefði verið veitingarekstur og hafi forsenda leigunnar verið sú að unnt yrði að undirbúa og bjóða fram veitingar í húsnæðinu. Fulltrúaráðið hélt því fram að við skoðun á húsnæðinu þann 5.mars 2021 hafi verið rafmagnslaust og sérstaklega hafi verið dimmt í eldhúsi, en fullyrt hefði verið við skoðun að eldhúsið væri tilbúið til notkunarog að eldhúsaðstaðan væri fullnægjandi. Ráðið taldi því að þar væru nauðsynleg tæki og tól til veitingarekstrar og tók þá ákvörðun um að leigja húsnæðið undir kosningaskrifstofu sína. Fulltrúaráðið lýsti því fyrir dómnum að ljóst hefði verið við afhendingu á húsnæðinu að eldhúsaðstaða þess væri með öllu ófullnægjandi og í ósamræmi við yfirlýsingar af hálfu Sjónvers fyrir og við samningsgerðina. Forsendur að baki samningnum hafi því verið brostnar og ómögulegt að nýta húsnæðið undir kosningaskrifstofu. Leigusamningum hafi því verið rift með formlegum hætti og lyklum skilað þann 8. apríl 2021. Ráðið sagðist ekki hafa fengið nein viðbrögð við riftuninni, en henni var komið til Sjónvers þann 9. apríl 2021 fyrir milligöngu leigumiðlara. Sjónver hélt því hins vegar fram fyrir dómi að leiguhúsnæðið hefði verið afhent í umsömdu ástandi og í fullu samræmi við leigusamning. Skilyrði til riftunar af hálfu Fulltrúaráðsins hafi því ekki verið uppfyllt og riftun verið óheimil og ólögmæt. Fulltrúaráðið hélt því hins vegar fram að riftunin á leigusamningnum hefði verið réttmæt og nauðsynleg vegna verulegra vanefnda Sjónvers, sem hefðu falist í slæmu og raunar ónothæfu ástandi eldhúss fasteignarinnar. Samningur ekki talinn ósanngjarn Leigumiðlari sem bar vitni fyrir dómi sagðist hafa fengið þær upplýsingar að tilgangur Fulltrúaráðsins væri að leigja húsnæðið fyrir kosningaskrifstofu þar sem hægt væri í mesta lagi að bjóða súpu og kaffi. Legið hefði fyrir að húsnæðið þyrfti að þrífa og að eldhúsið væri í óviðunandi ástandi. Leigumiðlarinn kvaðst hafa upplýst um að ekki væri fyrir hendi aðstaða til að hita súpu og kaffi og fulltrúi Fulltrúaráðsins hefði sagt að Fulltrúaráðið tæki að sér að bæta þar úr. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Fulltrúaráðinu hefði mátt vera ljóst að við samningsgerð að úrbóta í eldhúsi var þörf og að Sjónver myndi ekki bæta þar úr. Dómurinn féllst ekki á það að samningurinn væri ósanngjarn eða að á honum væru annmarkar. Var það niðurstaða héraðsdóms að Fulltrúaráðið skyldi einungis greiða Sjónveri gjaldfallna leigu fyrir aprílmánuð 2021 ásamt dráttarvöxtum frá gjalddaga. Dómur Héraðsdóms í heild sinni. Dómsmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Fulltrúaráðið hafði gert tímabundinn leigusamning í mars 2021 vegna húsnæðis við Skipholt sem nýta átti sem kosningaskrifstofu. Ráðið rifti hins vegar samningnum átta dögum eftir afhendingu vegna forsendubrests. Ástæðan var ónothæft eldhús. Ágreiningurinn snerist um hvort Fulltrúaráðið væri skuldbundið samkvæmt leigusamningi að greiða Sjónveri vanngoldna leigu til sex mánaða. Forsaga málsins er sú að í lok mars 2021 tók Fulltrúaráðið á leigu 315 fermetra atvinnuhúsnæði að Skipholti í Reykjavík. Samkvæmt samningi var um að ræða tímabundna leigu frá 31. mars 2021 til 1. október sama ár. Leiguverðið var samkvæmt samningnum 600.000 krónur á mánuði og skyldi greiðast fyrsta hvers mánaðar, og þá var krafist 1.200.000 króna tryggingagreiðslu áður en húsnæðið yrði afhent. Leigusamningurinn var undirritaður og húsnæðið afhent 31. mars 2021.Fulltrúaráðið greiddi hins vegar ekki trygginguna né greiddi leigu á gjalddaga 1.apríl 2021 eða síðar, heldur lýsti yfir riftun samningsins 8 dögum eftir að húsnæðið var afhent. Forsenda að hægt væri að bjóða veitingar Fyrir dómi sagðist Fulltrúaráðið hafa verið að leita að leiguhúsnæði sem nýta átti sem kosningaskrifstofu fyrir komandi kosningar snemma árs 2021. Nýta hafi átt húsnæðið annars vegar undir vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn, skrifstofur og úthringiver, og hins vegar til þess að hýsa fundi og samkomur vegna kosningabaráttunnar, þar sem boðið yrði upp á veitingar. Ráðið sagðist hafa verið að leita að auðu húsnæði þar sem áður hefði verið veitingarekstur og hafi forsenda leigunnar verið sú að unnt yrði að undirbúa og bjóða fram veitingar í húsnæðinu. Fulltrúaráðið hélt því fram að við skoðun á húsnæðinu þann 5.mars 2021 hafi verið rafmagnslaust og sérstaklega hafi verið dimmt í eldhúsi, en fullyrt hefði verið við skoðun að eldhúsið væri tilbúið til notkunarog að eldhúsaðstaðan væri fullnægjandi. Ráðið taldi því að þar væru nauðsynleg tæki og tól til veitingarekstrar og tók þá ákvörðun um að leigja húsnæðið undir kosningaskrifstofu sína. Fulltrúaráðið lýsti því fyrir dómnum að ljóst hefði verið við afhendingu á húsnæðinu að eldhúsaðstaða þess væri með öllu ófullnægjandi og í ósamræmi við yfirlýsingar af hálfu Sjónvers fyrir og við samningsgerðina. Forsendur að baki samningnum hafi því verið brostnar og ómögulegt að nýta húsnæðið undir kosningaskrifstofu. Leigusamningum hafi því verið rift með formlegum hætti og lyklum skilað þann 8. apríl 2021. Ráðið sagðist ekki hafa fengið nein viðbrögð við riftuninni, en henni var komið til Sjónvers þann 9. apríl 2021 fyrir milligöngu leigumiðlara. Sjónver hélt því hins vegar fram fyrir dómi að leiguhúsnæðið hefði verið afhent í umsömdu ástandi og í fullu samræmi við leigusamning. Skilyrði til riftunar af hálfu Fulltrúaráðsins hafi því ekki verið uppfyllt og riftun verið óheimil og ólögmæt. Fulltrúaráðið hélt því hins vegar fram að riftunin á leigusamningnum hefði verið réttmæt og nauðsynleg vegna verulegra vanefnda Sjónvers, sem hefðu falist í slæmu og raunar ónothæfu ástandi eldhúss fasteignarinnar. Samningur ekki talinn ósanngjarn Leigumiðlari sem bar vitni fyrir dómi sagðist hafa fengið þær upplýsingar að tilgangur Fulltrúaráðsins væri að leigja húsnæðið fyrir kosningaskrifstofu þar sem hægt væri í mesta lagi að bjóða súpu og kaffi. Legið hefði fyrir að húsnæðið þyrfti að þrífa og að eldhúsið væri í óviðunandi ástandi. Leigumiðlarinn kvaðst hafa upplýst um að ekki væri fyrir hendi aðstaða til að hita súpu og kaffi og fulltrúi Fulltrúaráðsins hefði sagt að Fulltrúaráðið tæki að sér að bæta þar úr. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Fulltrúaráðinu hefði mátt vera ljóst að við samningsgerð að úrbóta í eldhúsi var þörf og að Sjónver myndi ekki bæta þar úr. Dómurinn féllst ekki á það að samningurinn væri ósanngjarn eða að á honum væru annmarkar. Var það niðurstaða héraðsdóms að Fulltrúaráðið skyldi einungis greiða Sjónveri gjaldfallna leigu fyrir aprílmánuð 2021 ásamt dráttarvöxtum frá gjalddaga. Dómur Héraðsdóms í heild sinni.
Dómsmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira