Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2022 23:30 Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu. FIBA KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta. Valur Páll Eiríksson ræddi við Martin Hermannsson, landsliðsmann í körfubolta og leikmann Valencia á Spáni, um allt milli himins og jarðar nýverið. Þar ræddi Martin vandræði uppeldisfélags síns KR en liðinu gengur vægast sagt skelfilega um þessar mundir og er í bullandi fallbaráttu. „Það hefur verið smá basl þarna í Vesturbænum, það er búið að breyta um stjórn og allskonar vesen utan vallar sem og innan vallar. Heljarinnar vesen á liðinu. Ertu að fylgjast mikið með þessu,“ spurði Valur Páll. „Jájá, held ég horfi á hvern einasta leik í sjónvarpinu þegar ég er úti. Á marga vini sem eru að spila og finnst gaman að fylgjast með. Það er ofboðslega erfitt að horfa á liðið sitt vera í þessari stöðu en það er kannski eðlilegt eftir öll þessi ár á toppnum. Það er erfitt að vera bestur í svona langan tíma,“ sagði Martin og hélt áfram. „Þar af leiðandi var boginn spenntur alveg rosalega. Það er erfitt að horfa á hvað þetta er að gerast hratt en það er gott að sjá stjórnina sem var að koma saman núna. Rosalega gott fólk, rosalega klárt fólk. Það ganga allir í gegnum dimman dal á einhverjum tímapunkti og ég hef engar áhyggjur af því að við munum ekki rífa okkur upp. Ef það gerist ekki þá kem ég bara heim að spila og við reddum þessu,“ sagði Martin og hló. „Eins og staðan er núna er bara fall sem blasir við þessu liði. Er ekki hægt að plata þig til að koma þér í form hérna heima,“ spurði Valur Páll kíminn en Martin er að jafna sig á krossbandsslitum um þessar mundir. „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það, hvort það sé ekki hægt að fá mig á láni. Að fara á láni frá Valencia til KR, það væri eitthvað hægt að skrifa einhverja sögu um það.“ „Ég fór einmitt á KR-ÍR, það var skrítið að fara á KR leik og vera horfa á fallbaráttuslag. En samt, það er góð ára – þannig séð – yfir öllu sem er að gerast á bakvið tjöldin. Ég held að þetta reddist. Íslenska hugarfarið, þetta reddast og ég held að það muni alveg gerast,“ sagði Martin að endingu um stöðu síns gamla félags. Klippa: Martin Hermanns um stöðu mála hjá KR Körfubolti Subway-deild karla KR Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson ræddi við Martin Hermannsson, landsliðsmann í körfubolta og leikmann Valencia á Spáni, um allt milli himins og jarðar nýverið. Þar ræddi Martin vandræði uppeldisfélags síns KR en liðinu gengur vægast sagt skelfilega um þessar mundir og er í bullandi fallbaráttu. „Það hefur verið smá basl þarna í Vesturbænum, það er búið að breyta um stjórn og allskonar vesen utan vallar sem og innan vallar. Heljarinnar vesen á liðinu. Ertu að fylgjast mikið með þessu,“ spurði Valur Páll. „Jájá, held ég horfi á hvern einasta leik í sjónvarpinu þegar ég er úti. Á marga vini sem eru að spila og finnst gaman að fylgjast með. Það er ofboðslega erfitt að horfa á liðið sitt vera í þessari stöðu en það er kannski eðlilegt eftir öll þessi ár á toppnum. Það er erfitt að vera bestur í svona langan tíma,“ sagði Martin og hélt áfram. „Þar af leiðandi var boginn spenntur alveg rosalega. Það er erfitt að horfa á hvað þetta er að gerast hratt en það er gott að sjá stjórnina sem var að koma saman núna. Rosalega gott fólk, rosalega klárt fólk. Það ganga allir í gegnum dimman dal á einhverjum tímapunkti og ég hef engar áhyggjur af því að við munum ekki rífa okkur upp. Ef það gerist ekki þá kem ég bara heim að spila og við reddum þessu,“ sagði Martin og hló. „Eins og staðan er núna er bara fall sem blasir við þessu liði. Er ekki hægt að plata þig til að koma þér í form hérna heima,“ spurði Valur Páll kíminn en Martin er að jafna sig á krossbandsslitum um þessar mundir. „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir um það, hvort það sé ekki hægt að fá mig á láni. Að fara á láni frá Valencia til KR, það væri eitthvað hægt að skrifa einhverja sögu um það.“ „Ég fór einmitt á KR-ÍR, það var skrítið að fara á KR leik og vera horfa á fallbaráttuslag. En samt, það er góð ára – þannig séð – yfir öllu sem er að gerast á bakvið tjöldin. Ég held að þetta reddist. Íslenska hugarfarið, þetta reddast og ég held að það muni alveg gerast,“ sagði Martin að endingu um stöðu síns gamla félags. Klippa: Martin Hermanns um stöðu mála hjá KR
Körfubolti Subway-deild karla KR Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira