„Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 11:00 Matthías Orri Sigurðarson er einn af sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds og hann hefur verið hrifinn af frammistöðu Sigurðar Péturssonar leikmanns Breiðabliks. Vísir Hinn tvítugi Sigurður Pétursson hefur heillað marga í Subway-deildinni á þessu tímabili. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Sigurðar í þættinum á föstudagskvöldið. Breiðablik hefur verið spútniklið tímabilsins í Subway-deildinni hingað til en liðið er jafnt Val og Keflavík að stigum á toppi deildarinnar. Sigurður Pétursson hefur verið einn af lykilmönnum Breiðabliks en þessi tvítugi strákur er með níu stig, fimm fráköst og tólf framlagsstig að meðaltali í vetur. Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Matthías Orri Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson ræddu Sigurð í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Kjartan Atli sagði að Sigurður væri gott dæmi um það sem á ensku er kallað „late bloomer“, það er einhver sem springur út seinna en margir aðrir. „Hann er svona eins og lítill Rottweiler hvolpur, þú sérð að hann á eftir að verða að risastórum hundi,“ sagði Kjartan Atli. „Maður sér það viku fyrir viku að hann er að ná að fylla upp í þennan frábæra ramma sem hann er með. Hann er fljótur á fæti, hoppar hátt og hreyfir sig mjög vel. Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna, hann leggur sig mikið fram og er bara harður,“ bætti Matthías við og sagði að í fyrra hafi fólk fyrst almennilega byrjað að taka eftir Sigurði á vellinum. „Hann var alveg tilbúinn nítján ára gamall að rífa kjaft við hvern einasta mann sem hann var að dekka, hann var ekki hræddur við neitt. Þegar hann fer að hitta þriggja stiga skotunum þá er hann mjög nothæfur leikmaður,“ bætti Matthías Orri við. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem meðal annars er farið yfir líkindi Sigurðar og föður hans Péturs Ingvarssonar sem einmitt er þjálfari Breiðabliks. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Sigurð Pétursson Subway-deild karla Körfuboltakvöld Breiðablik Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Breiðablik hefur verið spútniklið tímabilsins í Subway-deildinni hingað til en liðið er jafnt Val og Keflavík að stigum á toppi deildarinnar. Sigurður Pétursson hefur verið einn af lykilmönnum Breiðabliks en þessi tvítugi strákur er með níu stig, fimm fráköst og tólf framlagsstig að meðaltali í vetur. Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Matthías Orri Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson ræddu Sigurð í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Kjartan Atli sagði að Sigurður væri gott dæmi um það sem á ensku er kallað „late bloomer“, það er einhver sem springur út seinna en margir aðrir. „Hann er svona eins og lítill Rottweiler hvolpur, þú sérð að hann á eftir að verða að risastórum hundi,“ sagði Kjartan Atli. „Maður sér það viku fyrir viku að hann er að ná að fylla upp í þennan frábæra ramma sem hann er með. Hann er fljótur á fæti, hoppar hátt og hreyfir sig mjög vel. Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna, hann leggur sig mikið fram og er bara harður,“ bætti Matthías við og sagði að í fyrra hafi fólk fyrst almennilega byrjað að taka eftir Sigurði á vellinum. „Hann var alveg tilbúinn nítján ára gamall að rífa kjaft við hvern einasta mann sem hann var að dekka, hann var ekki hræddur við neitt. Þegar hann fer að hitta þriggja stiga skotunum þá er hann mjög nothæfur leikmaður,“ bætti Matthías Orri við. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem meðal annars er farið yfir líkindi Sigurðar og föður hans Péturs Ingvarssonar sem einmitt er þjálfari Breiðabliks. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Sigurð Pétursson
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Breiðablik Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira