Davis gefur Lakers von Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2022 23:01 Anthony Davis var óstöðvandi í Washington. Greg Fiume/Getty Images Los Angeles Lakers er farið að láta sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í NBA deildinni í körfubolta. Ástæðan þar á bakvið er einföld, Anthony Davis. Los Angeles Lakers hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og virðist loks hafa fundið taktinn. Helsta ástæðan eru tröllaframmistöður Davis sem skoraði 44 stig og tók 10 fráköst í sigrinum á Milwaukee Bucks og gerði svo gott betur gegn Washington Wizards á aðfaranótt mánudags. Davis skoraði 55 stig og tók 17 fráköst í 11 stiga sigri Lakers, lokatölur 119-130. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Wizards minnkuðu muninn allverulega í fjórða leikhluta. 55 PTS (22/30 FGM) 17 REB 3 BLK@AntDavis23 went double-nickel to follow up his 44-point performance in his last game pic.twitter.com/RNg9wXnigr— NBA (@NBA) December 5, 2022 Það hefur vissulega hjálpað Lakers að fá LeBron James aftur inn í liðið en það eru frammistöður Davis sem eru að stela fyrirsögnunum. Leikurinn gegn Washington var fimmti leikurinn á ferlinum þar sem Davis skorar 50 stig eða meira en hann hafði ekki gert það síðan árið 2019. Þá varð hann fyrsti leikmaður Lakers til að skora 40 stig eða meira tvo leiki í röð síðan Kobe Bryant heitinn gerði það í mars árið 2013. Davis joins these Lakers with at least two 50-point games:George Mikan, Elgin Baylor, Jerry West, Wilt Chamberlain, Shaquille O'Neal, Kobe Bryant and LeBron James.— Mike Trudell (@LakersReporter) December 5, 2022 Lakers á enn langt í land með að verða eitt af betri liðum deildarinnar en sem stendur virðist liðið til alls líklegt. Ef það hefði ekki á einhvern ótrúlegan hátt hent frá sér unnum leik gegn Indiana Pacers væri liðið með 11 sigra og 11 töp að loknum 22 leikjum en sem stendur er Lakers 10-12 og situr í 12. sæti Vesturdeildar. Ef Davis heldur hins vegar áfram uppteknum hætti er allt mögulegt og hver veit nema Lakers blómstri að nýju árið 2023. Önnur úrslit 5. desember Detroit Pistons 112-122 Memphis GrizzliesSacramento Kings 110-101 Chicago BullsNew York Knicks 92-81 Cleveland Cavaliers Brooklyn Nets 92-103 Boston CelticsPortland Trail Blazers 116-100 Indiana Pacers Körfubolti NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Los Angeles Lakers hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og virðist loks hafa fundið taktinn. Helsta ástæðan eru tröllaframmistöður Davis sem skoraði 44 stig og tók 10 fráköst í sigrinum á Milwaukee Bucks og gerði svo gott betur gegn Washington Wizards á aðfaranótt mánudags. Davis skoraði 55 stig og tók 17 fráköst í 11 stiga sigri Lakers, lokatölur 119-130. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Wizards minnkuðu muninn allverulega í fjórða leikhluta. 55 PTS (22/30 FGM) 17 REB 3 BLK@AntDavis23 went double-nickel to follow up his 44-point performance in his last game pic.twitter.com/RNg9wXnigr— NBA (@NBA) December 5, 2022 Það hefur vissulega hjálpað Lakers að fá LeBron James aftur inn í liðið en það eru frammistöður Davis sem eru að stela fyrirsögnunum. Leikurinn gegn Washington var fimmti leikurinn á ferlinum þar sem Davis skorar 50 stig eða meira en hann hafði ekki gert það síðan árið 2019. Þá varð hann fyrsti leikmaður Lakers til að skora 40 stig eða meira tvo leiki í röð síðan Kobe Bryant heitinn gerði það í mars árið 2013. Davis joins these Lakers with at least two 50-point games:George Mikan, Elgin Baylor, Jerry West, Wilt Chamberlain, Shaquille O'Neal, Kobe Bryant and LeBron James.— Mike Trudell (@LakersReporter) December 5, 2022 Lakers á enn langt í land með að verða eitt af betri liðum deildarinnar en sem stendur virðist liðið til alls líklegt. Ef það hefði ekki á einhvern ótrúlegan hátt hent frá sér unnum leik gegn Indiana Pacers væri liðið með 11 sigra og 11 töp að loknum 22 leikjum en sem stendur er Lakers 10-12 og situr í 12. sæti Vesturdeildar. Ef Davis heldur hins vegar áfram uppteknum hætti er allt mögulegt og hver veit nema Lakers blómstri að nýju árið 2023. Önnur úrslit 5. desember Detroit Pistons 112-122 Memphis GrizzliesSacramento Kings 110-101 Chicago BullsNew York Knicks 92-81 Cleveland Cavaliers Brooklyn Nets 92-103 Boston CelticsPortland Trail Blazers 116-100 Indiana Pacers
Körfubolti NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira