Mikilvægi inngildingar innflytjenda og hlutverk nærsamfélags Nichole Leigh Mosty skrifar 9. desember 2022 08:01 Fyrir tveimur vikum síðan sat ég ásamt Borgarstjóra Reykjavíkurborgar Degi B. Eggertssyni og Ráðherra Félags og vinnumarkaðs ráðuneytis Guðmundi Inga Guðbrandssonar að skrifa undir mikilvægan samning vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Ég óska þess að þið hugið vel að þessari stund…sem ÉG sat með þessum tveimur mikilvægum mönnum, kona af erlendum uppruna, innflytjandi og Forstöðukona Fjölmenningarseturs. Þetta augnablik .. það var merking inngildingar. Með gerð slíks samnings erum við sem þjóð að segja að við viljum tryggja að vel sé tekið á móti fólki sem flytur til Íslands og að inngilding innflytjenda sé okkar mikilvæg. Sleppum því að ræða um flóttafólk, hælisleitendur eða aðra skilgreiningu á því hvernig fólk ber þá merkilegu skilgreiningu innflytjendur og hugum frekar að okkar hlutverki sem samfélag og hvernig megi tryggja að hver einstaklingur sem veitt er leyfi til að dvelja á Íslandi fái tækifæri til að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Markmið okkar þarf að vera að öllum sé mætt með reisn og að allir sem hér dvelja óháð uppruna fái jöfn tækifæri til að ná framförum og að vera virkir þátttakendur í nærsamfélaginu. Sveitarfélög eru nærsamfélagið þar sem við sækjum þjónustu, félagslega tengingu og leggjum okkur fram við að sjá framþróun. Það er sömuleiðis staðan þar sem gagnkvæm aðlögun innflytjenda á sér stað. Þetta er leikvöllurinn þar sem bæði innflytjendur og heimamenn blandast saman og eiga samskipti í daglegu lífi, hvort sem það er á vinnustaðnum, í skólanum, í verslunum eða jafnvel í strætóskýlinu. Ég var svo lánsöm að kynnast þó nokkrum Íslendingum í strætóskýlinu á mínu fyrstu árum hérlendis. Þegar hugsað er um hvernig samfélagið á Íslandi virkar er hægt að segja að heilt yfir séu allskonar tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun að eiga sér stað. Við erum lítið og öruggt samfélag þar sem félagsleg samskipti ættu að virka sem suðupottur fyrir tilvist ólíkra menningar og fólks. Áður en haldið er áfram að ræða mikilvægi sveitarfélaganna tengt inngildingu innflytjenda vil ég fyrst ræða aðeins skilgreininguna á inngildingu (gagnkvæma aðlögun). Inngilding er „samruni jafningja inn í samfélag einstaklinga af mismunandi hópum“ Þess vegna snýst inngilding ekki bara um að veita leyfi og taka á móti innflytjendum heldur snýst það meira um að tilgreina alla þátttöku þeirra í samfélaginu, óháð því hvaðan þau koma eða að á hvaða forsendum. Til dæmis eru flóttafólk innflytjendur alveg eins og hvít kona frá Bandaríkjunum sem flutti hingað vegna ástar. Þegar sveitarfélag og samfélag almennt stuðlar að inngildu innflytjenda erum við að byggja upp sterkari, innihaldsríkari og menningarlega fjölbreyttara samfélag með nauðsynlegum ávinningi fyrir íslenskan þjóð almennt og innflytjendurna sjálfa. Við þurfum að skilja að innflytjendur koma með miklu meira en ferðatösku og draum um að dvelja á Íslandi. Mikilvægra er að að þeir koma með færni sína, vinnuþorsta, fjölbreyttar hugmyndir og menningu með sér. Þeir geta aukið hagvöxt og lífgað upp á heilu hverfin og samfélagið. Þar sem þróunin hérlendis hefur verið sú að ungt fólk er farið að yfirgefa dreifbýlið upp til hópa til að sækjast eftir tækifæri til menntunar eða tækifæri til „betra lífs í borgum“ hafa innflytjendur farið í að finna sér vinnu á landsbyggðinni og þá oftast í ferðaþjónustunni sem er svo gríðarlega mikilvægur iðnaður hérlendis. Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða um Evrópu og í Norður Ameríku þar sem innflytjendur eru farnir að dvelja og þeir hafa fengið vinnu við landbúnaðarstörf og raunin er sú að vinnan í þessum löndum væri nánast engin t.d. með og við uppskeru án þeirra. Til dæmis eru innflytjendur áætluð 73% landbúnaðarstarfsmanna í Bandaríkjunum og alls er matvæla- og landbúnaðargeirinn þarlendi 1.053 trilljón dollara iðnaður. Þó að innflytjendur geti fyllt upp í ákveðið gat á vinnumarkaði og jafnvel bætt útsvar sveitarfélaga á landsbyggðinni er mikilvægt skilja að það er ekki nóg. Velsæld þeirra og okkar felst ekki í því að vinnumarkaðurinn sé ekki einn og sér nýttur sem verkfæri til að taka á móti innflytjendum. Við þurfum að ræða hvað inngilding er frá báðum hliðum. Sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki í því að tryggja að inngilding eigi sér stað. Sveitarfélögin geta boðið upp á persónulegan og óformlegan stuðning við fyrsta skrefin sem innflytjendur þurfa á að halda. Markvissa móttöku og upplýsingamiðlun til nýrra íbúa sérstaklega innflytjenda, getur haft svo mikil áhrif á farsæla dvöl. Sveitarfélögin ættu gera miklu meira en að tryggja það að mæta grunnþörfum íbúanna, heldur ættu sveitarfélögin að skapa stórt félagslegt tengslanet, byggja upp þjónustu sem stuðlar að góðum tengslum milli íbúanna innan nærsamfélagsins. Sveitarfélög veita fólki af öllum uppruna mikilvægar upplýsingar og þjónustu og ættu að veita stuðning sem er grunn atriði í að valdefla og styðja við aðlögun innflytjenda. Inngilding innflytjenda, flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd er lykillinn að framtíðar velferð og samheldni ekki bara í nærsamfélaginu heldur líka á Íslandi almennt. Inngilding snýst ekki um að bjarga eða þola innflytjendur heldur um að byggja upp sterkara, jafnréttara og fjölbreyttara Ísland þar sem allir geta lifað með reisn og geta þá boðið fram krafta sína til samfélagslegrar framþróunar. Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Nichole Leigh Mosty Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur vikum síðan sat ég ásamt Borgarstjóra Reykjavíkurborgar Degi B. Eggertssyni og Ráðherra Félags og vinnumarkaðs ráðuneytis Guðmundi Inga Guðbrandssonar að skrifa undir mikilvægan samning vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Ég óska þess að þið hugið vel að þessari stund…sem ÉG sat með þessum tveimur mikilvægum mönnum, kona af erlendum uppruna, innflytjandi og Forstöðukona Fjölmenningarseturs. Þetta augnablik .. það var merking inngildingar. Með gerð slíks samnings erum við sem þjóð að segja að við viljum tryggja að vel sé tekið á móti fólki sem flytur til Íslands og að inngilding innflytjenda sé okkar mikilvæg. Sleppum því að ræða um flóttafólk, hælisleitendur eða aðra skilgreiningu á því hvernig fólk ber þá merkilegu skilgreiningu innflytjendur og hugum frekar að okkar hlutverki sem samfélag og hvernig megi tryggja að hver einstaklingur sem veitt er leyfi til að dvelja á Íslandi fái tækifæri til að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Markmið okkar þarf að vera að öllum sé mætt með reisn og að allir sem hér dvelja óháð uppruna fái jöfn tækifæri til að ná framförum og að vera virkir þátttakendur í nærsamfélaginu. Sveitarfélög eru nærsamfélagið þar sem við sækjum þjónustu, félagslega tengingu og leggjum okkur fram við að sjá framþróun. Það er sömuleiðis staðan þar sem gagnkvæm aðlögun innflytjenda á sér stað. Þetta er leikvöllurinn þar sem bæði innflytjendur og heimamenn blandast saman og eiga samskipti í daglegu lífi, hvort sem það er á vinnustaðnum, í skólanum, í verslunum eða jafnvel í strætóskýlinu. Ég var svo lánsöm að kynnast þó nokkrum Íslendingum í strætóskýlinu á mínu fyrstu árum hérlendis. Þegar hugsað er um hvernig samfélagið á Íslandi virkar er hægt að segja að heilt yfir séu allskonar tækifæri fyrir gagnkvæma aðlögun að eiga sér stað. Við erum lítið og öruggt samfélag þar sem félagsleg samskipti ættu að virka sem suðupottur fyrir tilvist ólíkra menningar og fólks. Áður en haldið er áfram að ræða mikilvægi sveitarfélaganna tengt inngildingu innflytjenda vil ég fyrst ræða aðeins skilgreininguna á inngildingu (gagnkvæma aðlögun). Inngilding er „samruni jafningja inn í samfélag einstaklinga af mismunandi hópum“ Þess vegna snýst inngilding ekki bara um að veita leyfi og taka á móti innflytjendum heldur snýst það meira um að tilgreina alla þátttöku þeirra í samfélaginu, óháð því hvaðan þau koma eða að á hvaða forsendum. Til dæmis eru flóttafólk innflytjendur alveg eins og hvít kona frá Bandaríkjunum sem flutti hingað vegna ástar. Þegar sveitarfélag og samfélag almennt stuðlar að inngildu innflytjenda erum við að byggja upp sterkari, innihaldsríkari og menningarlega fjölbreyttara samfélag með nauðsynlegum ávinningi fyrir íslenskan þjóð almennt og innflytjendurna sjálfa. Við þurfum að skilja að innflytjendur koma með miklu meira en ferðatösku og draum um að dvelja á Íslandi. Mikilvægra er að að þeir koma með færni sína, vinnuþorsta, fjölbreyttar hugmyndir og menningu með sér. Þeir geta aukið hagvöxt og lífgað upp á heilu hverfin og samfélagið. Þar sem þróunin hérlendis hefur verið sú að ungt fólk er farið að yfirgefa dreifbýlið upp til hópa til að sækjast eftir tækifæri til menntunar eða tækifæri til „betra lífs í borgum“ hafa innflytjendur farið í að finna sér vinnu á landsbyggðinni og þá oftast í ferðaþjónustunni sem er svo gríðarlega mikilvægur iðnaður hérlendis. Sambærileg þróun hefur átt sér stað víða um Evrópu og í Norður Ameríku þar sem innflytjendur eru farnir að dvelja og þeir hafa fengið vinnu við landbúnaðarstörf og raunin er sú að vinnan í þessum löndum væri nánast engin t.d. með og við uppskeru án þeirra. Til dæmis eru innflytjendur áætluð 73% landbúnaðarstarfsmanna í Bandaríkjunum og alls er matvæla- og landbúnaðargeirinn þarlendi 1.053 trilljón dollara iðnaður. Þó að innflytjendur geti fyllt upp í ákveðið gat á vinnumarkaði og jafnvel bætt útsvar sveitarfélaga á landsbyggðinni er mikilvægt skilja að það er ekki nóg. Velsæld þeirra og okkar felst ekki í því að vinnumarkaðurinn sé ekki einn og sér nýttur sem verkfæri til að taka á móti innflytjendum. Við þurfum að ræða hvað inngilding er frá báðum hliðum. Sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki í því að tryggja að inngilding eigi sér stað. Sveitarfélögin geta boðið upp á persónulegan og óformlegan stuðning við fyrsta skrefin sem innflytjendur þurfa á að halda. Markvissa móttöku og upplýsingamiðlun til nýrra íbúa sérstaklega innflytjenda, getur haft svo mikil áhrif á farsæla dvöl. Sveitarfélögin ættu gera miklu meira en að tryggja það að mæta grunnþörfum íbúanna, heldur ættu sveitarfélögin að skapa stórt félagslegt tengslanet, byggja upp þjónustu sem stuðlar að góðum tengslum milli íbúanna innan nærsamfélagsins. Sveitarfélög veita fólki af öllum uppruna mikilvægar upplýsingar og þjónustu og ættu að veita stuðning sem er grunn atriði í að valdefla og styðja við aðlögun innflytjenda. Inngilding innflytjenda, flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd er lykillinn að framtíðar velferð og samheldni ekki bara í nærsamfélaginu heldur líka á Íslandi almennt. Inngilding snýst ekki um að bjarga eða þola innflytjendur heldur um að byggja upp sterkara, jafnréttara og fjölbreyttara Ísland þar sem allir geta lifað með reisn og geta þá boðið fram krafta sína til samfélagslegrar framþróunar. Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningaseturs.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun